Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
banner
   mán 05. júlí 2021 22:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan Henry: Ég átta mig ekki alveg á því hvernig það er hægt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfiður leikur. Auðvitað þegar við missum mann af velli svona snemma þurftum við að hlaupa extra mikið og sýndum gríðarlegan karakter að skora tvö mörk. Ég er auðvitað bara í skýjunum," sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, eftir sigur gegn KA á Dalvíkurvelli í dag.

Kjartan kom inn á að KR lék manni færra í langan tíma, í um sjötíu mínútur. Hvað fannst honum um dóminn þegar Kristján Flóki fékk rautt spjald?

Lestu um leikinn: KA 1 -  2 KR

„Tvö gul og rautt, mér fannst þetta svolítið hart af því hann var búinn að fá gult fyrir að segja eitthvað sem dómaranum fannst leiðinlegt að heyra. Tuttugu sekúndum seinna fer hann í 50:50 bolta og nær boltanum. Æi, ég veit það ekki, mér er alveg sama, við unnum. Hann hefði kannski mátt taka sér nokkrar sekúndur í að hugsa málið en við sýndum karakter og unnum leikinn þannig það skipti ekki máli."

Kjartan lýsti marki sínu og kom inn á að markið hefði verið geggjað. Hann var að lokum spurður út í Theódór Elmar Bjarnason sem kom inn í KR-liðið í dag eftir sautján ár í atvinnumennsku. Elmar kom óvænt inn í byrjunarliðið því Kennie Chopart meiddist í upphitun.

„Hann spilaði 90 mínútur, ég átta mig ekki alveg á því hvernig það er hægt. Ég held hann sé búinn að vera í fríi í nokkrar vikur. Hann er gæi sem er ótrúlega gott að hafa og við auðvitað mjög góðir vinir. Ég er svona ennþá að átta mig á því að hann sé kominn til okkar. Hann á bara eftir að verða betri og styrkja okkur gríðarlega mikið," sagði Kjartan.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner