Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
Kjartan Kári sér ekki eftir neinu: Ég allavega reyndi
Láki í nýju ævintýri í Portúgal: Þurfti að hrökkva eða stökkva
Magnús Örn Helgason: Töfrarnir vinna leikina fyrir þig
Jói Berg: Þetta er taktíkin sem við þurfum að nota
Hjörtur Hermanns: Búinn að henda mínu nafni í hattinn
Sverrir Ingi: Helvíti góður séns ef þú ert tveimur leikjum frá því að komast á Evrópumót
Hákon Rafn: Samkeppni í öllum stöðum og best að það sé þannig
Age Hareide: Held að formúlan sé fundin
Láki rýnir í landsleikinn: Síðasti leikur áfall fyrir alla
Steini: Kom ekki nálægt því að leikmenn yrðu ófrískar
Þorsteinn Aron: Markmiðið er alltaf að fara aftur út
Sverrir Ingi: Við vitum að við getum mikið betur
Aron Einar: Tvö skref til baka finnst mér
Alfreð: Erfitt að útskýra hvað gerðist eftir frábæra byrjun
Arnór Ingvi: Trúðum ekki á okkur sjálfa
Age Hareide: Þetta var svartur fimmtudagur!
Arnór Sig: Höfum sýnt hversu skemmtilegan fótbolta við getum spilað
Arnór Ingvi: Er ekki alltaf gaman að skemma partíið?
banner
   þri 06. júní 2023 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólafur Ingi: Reyndum að pressa á Ajax og FCK
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
watermark Kristian (nr. 8) og Orri (nr. 10) voru í lykilhlutverki þegar liðið tryggði sér sæti á lokamótinu.
Kristian (nr. 8) og Orri (nr. 10) voru í lykilhlutverki þegar liðið tryggði sér sæti á lokamótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
watermark Það voru leikmenn sem voru að banka allhressilega á dyrnar og sumar ákvarðanir erfiðari en aðrar
Það voru leikmenn sem voru að banka allhressilega á dyrnar og sumar ákvarðanir erfiðari en aðrar
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
watermark Hilmir Rafn er einn af fjórum leikmönnum sem spila með erlendum liðum.
Hilmir Rafn er einn af fjórum leikmönnum sem spila með erlendum liðum.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Þetta er alltaf erfitt, það eru alveg fleiri leikmenn sem mögulega hefðu getað verið með; fullt af ungum leikmönnum að taka góð skref að taka góð skref í deildunum hér heima og svo eru aðrir erlendis líka," sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19 landsliðsins, við Fótbolta.net í dag.

Ólafur Ingi tilkynnti í dag hóp skipaðan 21 leikmanni fyrir lokamót EM. Mótið fer fram á Möltu í júlí. Hann segir að síðasta ákvörðun sín hafi verið negld niður fyrir tveimur dögum síðan.

Reyndum að gera allt sem við gátum
Tveir af bestu leikmönnunum sem gjaldgengir eru í U19 landsliðin eru ekki í hópnum. Það eru þeir Kristian Nökkvi Hlynsson og Orri Steinn Óskarsson sem eru á mála hjá Ajax og FC Kaupmannahöfn. Þar sem lokamótið fer fram utan landsleikjaglugga þurfti KSÍ að fá leyfi fyrir því að velja Orra og Kristian en sambandið fékk synjun.

„Því miður, við reyndum aðeins að pressa og reyndum að gera allt sem við gátum gert. En það var svo sem vitað fyrir að þetta er ekki í glugga og liðin hafa þetta neitunarvald. Það er auðvitað leiðinlegt finnst mér fyrir þá aðallega, að þurfa að fara á undirbúningstímabil í staðinn fyrir að fara á lokakeppni."

„Þeir eru báðir búnir að standa sig frábærlega fyrir okkur og skila frábæru verki. Það hefði verið gaman ef þeir hefðu getað fengið að fara með okkur, en við erum með hörkulið og það koma nýir menn inn í staðinn."


Eru á góðum stað hjá sínum félögum
Er ekki hinn póllinn í þessu að þeir eru þá væntanlega nálægt hlutunum hjá Ajax og FCK?

„Klárlega, það er það jákvæða í þessu. Kristian er búinn að taka frábær skref og hefur staðið sig frábærlega með Jong Ajax og er núna í A-landsliðinu sem er frábært skref fyrir hann. Orri hefur líka átt frábært tímabil með SönderjyskE. Þannig þeir eru bara á góðum stað hjá sínum félögum sem er frábært og því ber að fagna."

Tromsö tilbúið að hleypa Hilmi
Fleiri leikmenn eru á mála hjá félögum erlendis. Er allt öðruvísi samtal við þau félög?

„Því nær sem menn eru aðalliðum því erfiðara verður það. Sum liðin horfa á þetta sem tækifæri fyrir sína leikmenn. Það er bara allur gangur á þessu."

Á þeim nótum, Hilmir Rafn Mikaelsson er leikmaður Venezia en er á láni hjá Tromsö þar sem hann er í aðalliðinu.

„Við sendum 'release' á bæði liðin en þetta er aðallega í höndum Tromsö þar sem hann er leikmaður. Það kom bara jákvætt svar þar, sem betur fer."

Taka með þrjá markmenn - Þurfa að vera klárir ef kallið kemur
Var einhver hluti af valinu, eitthvað svæði á vellinum sem erfiðara var að velja í en annað?

„Nei. Við fáum blessunarlega að taka með þrjá markmenn. Þetta er svolítið langt í burtu og ef eitthvað skildi koma upp á þá erum við með þriðja markmann sem er mjög mikilvægt. Uppsetningin á hópnum er ekki ósvipuð en hún hefur verið."

„Það voru leikmenn sem voru að banka allhressilega á dyrnar og sumar ákvarðanir erfiðari en aðrar. En við teljum að þetta sé besti hópurinn. Menn eiga eftir að spila leiki fram að móti og það eru leikmenn sem eru í kringum þetta sem þurfa að vera klárir og gætu verið kallaðir inn vegna meiðsla."


Lítur vel út með Gísla
Talandi um meiðsli. Gísli Gottskálk Þórðarson hjá Víkingi glímir við meiðsli sem stendur.

„Gísli er í hópnum hjá okkur, hann meiddist á móti FH og er á mjög góðri leið að koma til baka. Við höfum mikið verið í samskiptum við hann og hans sjúkraþjálfara. Hann lítur vel út og ég reikna með því að hann verði klár um miðjan mánuðinn sem er bara frábært."

Spilað á kvöldin sem hjálpar
Það er aðeins hlýrra á Möltu en Íslandi. Gæti orðið vesen að aðlagast hitanum?

„Það gæti alveg orðið það, við spilum klukkan níu á kvöldin sem hjálpar okkur. Það er mjög heitt þarna á þessum árstíma. Við förum eins vel undirbúnir og við getum, leikmenn þurfa að vökva sig vel og við tökum með allt sem við þurfum til þess að passa upp á að endurheimtin verði upp á tíu," sagði Ólafur Ingi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner