Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum í síðari hálfleik - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 07. janúar 2022 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Græddi á því að hafa verið pirraður og fúll - „Varð sætara fyrir vikið"
Mér finnst þetta fínt líf
Mér finnst þetta fínt líf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex skoraði fjögur mörk á tímabilinu
Alex skoraði fjögur mörk á tímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex Þór Hauksson gekk í raðir sænska félagsins Öster frá Stjörnunni fyrir tímabilið 2021. Alex er uppalinn á Álftanesi og í Stjörnunni og var á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku.

Miðjumaðurinn, sem er 22 ára gamall, ræddi við Fótbolta.net í vikunni um tímabilið.

„Það var virkilega lærdómsríkt. Maður lærði fullt á sjálfan sig, vera úti, búa einn og hugsa um sig. Þetta var aðeins meira en fótboltinn, þetta var stórt skref eins og það er fyrir alla. Mér fannst gott, og maður græddi svolítið á því að vera ekki að spila fyrst, maður varð pirraður og fúll og vildi gera betur. Svo tókst það, þá varð þetta svolítið sætara fyrir vikið."

„Eftir á er ég sáttur við tímabilið, vann fyrir mínu, kom mér inn í liðið og við spiluðum vel eftir hlé [sumarfrí] þegar ég datt inn í liðið sem var bara gott. Við vorum súrir að fara ekki upp en það er þá bara stefnan fyrir næsta ár,"
sagði Alex.

Alex kom fyrst við sögu í 11. umferð deildarinnar, eftir að hafa annað hvort verið utan hóps eða ónotaður varamaður. Alls kom Alex við sögu í sautján leikjum og byrjaði hann tólf þeirra. Í sjö síðustu sjö leikjunum spilaði hann allar 90 mínúturnar og skoraði fjögur mörk. Öster tapaði sex leikjum á tímabilinu og var Alex tvisvar sinnum í byrjunarliðinu í tapleik.

„Það er alltaf gott, maður vill spila og maður vill að liðinu gengur vel þegar maður er inn á. Það spilaði klárlega rullu, það er bara verst að það kom ekki aðeins fyrr því þá værum við að spila í deildinni fyrir ofan. Það er eitthvað sem við verðum bara að taka á kassann, komum inn í næsta tímabil ennþá gíraðari, með blóð á tönnunum og klárir í að klára „djobbið" núna."

Öster endaði tveimur stigum fyrir neðan Helsingborg sem fór upp um deild eftir umspil.

„Lífið í Svíþjóð er nokkuð rólegt utan vallar, þetta er eins og maður hefur heyrt oft - bara sofa, borða og æfa. Maður er bara að hugsa um skrokkinn og að vera klár í næstu æfingu eða næsta leik. Mér finnst þetta fínt líf, tók smá tíma að ná sænskunni en þegar hún kom þá gat maður „bondað" aðeins betur við liðsfélagana. Það hjálpaði mjög mikið. Núna er maður bara spenntur að fara aftur út."

„Mér finnst erfitt að bera deildina saman við deildina hér heima. Þegar þú ert í deild þar sem fótboltinn er þeirra atvinna og eina sem menn gera, þá eru menn í betra standi og það sést alveg á vellinum. Þetta er aðeins hraðara og skref upp á við."


Var eitthvað sérstakt sem varð til þess að Alex fékk tækifærið þegar leið á tímabilið? „Ég veit það ekki, það er alltaf þannig í þessum fótbolta að maður fær tækifærið ef maður er að gera sitt á æfingasvæðinu. Þegar maður fær tækifærið þá er eins gott að nýta það. Mér fannst ég gera það vvel og eftir að ég kem inn þá bý ég mér til pláss í liðinu og þetta fór alveg eins og ég vildi. Veit ekki alveg af hverju tækifærið kom á þeim tímapunkti en ekki fyrr en að lokum er það aðalatriðið að ég fékk tækifærið og nýtti það - maður er sáttur með það," sagði Alex.

Sjá einnig:
Alex Þór: Þarf ekkert alltaf að vera heimsendir að díla við mótlæti (15. maí '21)

Alex kemur í viðtalinu, sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni, inn á hvernig það hefði verið að fylgjast með Stjörnunni úr fjarlægð á síðasta tímabili, að fá Túfa sem þjálfara og að lokum um Böðvar Böðvarsson sem lék með Helsingborg á síðasta tímabili.

Við þetta má bæta að Alex var á dögunum valinn í A-landsliðið sem mætir Úganda og Suður-Kóreu í vináttueikjum.
Athugasemdir