Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 08. ágúst 2021 19:45
Arnar Daði Arnarsson
Binni Hlö: Eigum við ekki að stefna á Evrópusæti?
Binni Hlö fyrirliði Leiknis.
Binni Hlö fyrirliði Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það gerir þetta extra sætt að sigra Heimi loksins," sagði fyrirliði Leiknis, Brynjar Hlöðversson eftir 1-0 sigur liðsins á FH í Pepsi Max-deildinni. Brynjar þekkir vel þjálfara Val en hann lék undir stjórn Heimis hjá HB í Færeyjum.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 Valur

„Valur er frábært lið með sterka einstaklinga en við náðum að halda þeim í skefjum mjög vel. Þetta var frábær varnarleikur hjá okkur og ég er þvílíkt stoltur af liðinu," sagði Brynjar.

„Við höfum trú á því að geta unnið hvaða lið sem er. Sérstaklega hérna á heimavelli," sagði Brynjar en Leiknir hafði tvívegis tapað gegn Val í sumar.

Í vikunni sem leið seldi Leiknir, sóknarmanninn, Sævar Atla Magnússon til Lyngby. Sævar Atli hafði skorað 10 af 15 mörkum Leiknis í sumar. Brynjar viðurkennir að það hafi komið upp smá hræðslu hugsun í kjölfarið.

„Síðan pældi maður aðeins í karakternum í liðinu og hvað við erum með flotta menn og hvað Siggi er búinn að búa til góða stemningu í hópnum. Sú hugsun læddist inn en síðan hvarf hún."

Leiknir er komið með 21 stig þegar sex umferðir eru eftir.

„Það var einhver inn í klefa sem sagði að það væru sex stig í Evrópu. Eigum við ekki bara að stefna á það? Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann," sagði fyrirliði Leiknis að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner