Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   sun 08. ágúst 2021 19:45
Arnar Daði Arnarsson
Binni Hlö: Eigum við ekki að stefna á Evrópusæti?
Binni Hlö fyrirliði Leiknis.
Binni Hlö fyrirliði Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það gerir þetta extra sætt að sigra Heimi loksins," sagði fyrirliði Leiknis, Brynjar Hlöðversson eftir 1-0 sigur liðsins á FH í Pepsi Max-deildinni. Brynjar þekkir vel þjálfara Val en hann lék undir stjórn Heimis hjá HB í Færeyjum.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 Valur

„Valur er frábært lið með sterka einstaklinga en við náðum að halda þeim í skefjum mjög vel. Þetta var frábær varnarleikur hjá okkur og ég er þvílíkt stoltur af liðinu," sagði Brynjar.

„Við höfum trú á því að geta unnið hvaða lið sem er. Sérstaklega hérna á heimavelli," sagði Brynjar en Leiknir hafði tvívegis tapað gegn Val í sumar.

Í vikunni sem leið seldi Leiknir, sóknarmanninn, Sævar Atla Magnússon til Lyngby. Sævar Atli hafði skorað 10 af 15 mörkum Leiknis í sumar. Brynjar viðurkennir að það hafi komið upp smá hræðslu hugsun í kjölfarið.

„Síðan pældi maður aðeins í karakternum í liðinu og hvað við erum með flotta menn og hvað Siggi er búinn að búa til góða stemningu í hópnum. Sú hugsun læddist inn en síðan hvarf hún."

Leiknir er komið með 21 stig þegar sex umferðir eru eftir.

„Það var einhver inn í klefa sem sagði að það væru sex stig í Evrópu. Eigum við ekki bara að stefna á það? Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann," sagði fyrirliði Leiknis að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner