Gunnar Ormslev var með sex rétta þegar hann spáði í leiki vikunnar í ensku úrvalsdeildinni. Það voru frábærir leikir í vikunni en þessi magnaða deild heldur áfram um helgina.
Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, spáir í leiki helgarinnar. Fanney átti sannkallaðan stórleik þegar Ísland vann magnaðan 0-1 sigur gegn Danmörku í vikunni.
Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, spáir í leiki helgarinnar. Fanney átti sannkallaðan stórleik þegar Ísland vann magnaðan 0-1 sigur gegn Danmörku í vikunni.
Crystal Palace 0 - 2 Liverpool (12:30 á morgun)
Allison snýr vonandi aftur í rammann hjá Liverpool og lokar fyrir. Spurning hvort Trent mæti girtur í leikinn, hann heldur allavega áfram að spila vel og leggur upp mark fyrir uppeldisfélagið.
Brighton 2 - 0 Burnley (15:00 á morgun)
Brighton hatar að halda hreinu en þeir gera það í fyrsta sinn á tímabilinu á móti Burnley. Þetta verður þægilegur leikur fyrir heimamenn og erfiðleikar Jóa Berg og félaga halda því miður áfram.
Man Utd 3 - 0 Bournemouth (15:00 á morgun)
Mínir menn byggja ofan á frammistöðuna á móti Chelsea í miðri viku og henda í sýningu í Leikhúsi Draumanna. Höjlund opnar loksins markareikningin í Prem, SHAWberto og Garnacho koma með stoðsendingu hvor. Verður síðan fróðlegt að sjá hvort að Rashford nenni að vera með, ólíklegt.
Sheffield United 1 - 1 Brentford (15:00 á morgun)
Sheffield hafa lítið getað á þessari leiktíð en það er búið að ráða herra Sheffield United, Chris Wilder, aftur í brúnna og hann sækir sitt fyrsta stig á heimavelli. Því miður fyrir Brentford: 'No Mbuemo, No Party'.
Wolves 2 - 1 Nottingham Forest (15:00 á morgun)
Starfið er á línunni hjá Steve Cooper og Úlfarnir negla síðasta naglann í kistuna hans.
Aston Villa 3 - 2 Arsenal (17:30 á morgun)
Áhugaverðasti leikur umferðarinnar að mínu mati, Unai Emery á móti sínum gömlu félögum. Aston Villa getur unnið sinn 15. leik í röð á heimavelli, lengsta sigurganga í sögu félagsins. Seinasti tapleikurinn þeirra heima var einmitt á móti Arsenal en ég held að þeir sigri þá í þetta sinn, fylgi eftir sigrinum á City og galopni titilbaráttuna.
Everton 2 - 2 Chelsea (14:00 á sunnudag)
Stórskemtilegt 2-2 jafntefli. Chelsea komast í 2-0 en Everton menn gefast seint upp og jafna. Ætli Jackson klúðri ekki einum ef ekki tvem deadurum á 90+ og Pochettino fer heim með sárt ennið.
Fulham 0 - 2 West Ham (14:00 á sunnudag)
Held þetta verði alveg einstaklega leiðinlegur leikur en Bowen heldur áfram að skora mörk, setur tvö í þessum leik.
Luton 1 - 4 Man City (14:00 á sunnudag)
City mæta brjálaðir til leiks eftir að hafa verið niðurlægðir af Aston Villa í miðri viku. Þægilegur 1-4 sigur sem bindur enda á þessa fjögurra leikja hrinu án sigurs, Haaland verður með bandið í Fantasy og setur allavega tvö í þessum leik.
Tottenham 4 - 2 Newcastle (16:30 á sunnudag)
Bæði lið eru að glíma við mikið af meiðsum og hafa tekist vel á við þau, sérstaklega Newcastle þar sem næsti maður virðist alltaf vera alltaf tilbúinn. Það að missa Pope mun hins vegar vera kornið sem fyllir mælin. Gordon skorar fyrsta mark leiksins en eftir það taka Tottenham menn yfir. Newcastle skorar síðan sárabótamark í uppbótartíma.
Fyrri spámenn:
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Gunnar Ormslev (6 réttir)
Katla Tryggvadóttir (6 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Ægir Þór Steinarsson (4 réttir)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Gregg Ryder (3 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)
Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Man City | 4 | 4 | 0 | 0 | 11 | 3 | +8 | 12 |
2 | Arsenal | 4 | 3 | 1 | 0 | 6 | 1 | +5 | 10 |
3 | Newcastle | 4 | 3 | 1 | 0 | 6 | 3 | +3 | 10 |
4 | Liverpool | 4 | 3 | 0 | 1 | 7 | 1 | +6 | 9 |
5 | Aston Villa | 4 | 3 | 0 | 1 | 7 | 6 | +1 | 9 |
6 | Brighton | 4 | 2 | 2 | 0 | 6 | 2 | +4 | 8 |
7 | Nott. Forest | 4 | 2 | 2 | 0 | 4 | 2 | +2 | 8 |
8 | Chelsea | 4 | 2 | 1 | 1 | 8 | 5 | +3 | 7 |
9 | Brentford | 4 | 2 | 0 | 2 | 6 | 6 | 0 | 6 |
10 | Man Utd | 4 | 2 | 0 | 2 | 5 | 5 | 0 | 6 |
11 | Bournemouth | 4 | 1 | 2 | 1 | 5 | 5 | 0 | 5 |
12 | Fulham | 4 | 1 | 2 | 1 | 4 | 4 | 0 | 5 |
13 | Tottenham | 4 | 1 | 1 | 2 | 6 | 4 | +2 | 4 |
14 | West Ham | 4 | 1 | 1 | 2 | 5 | 6 | -1 | 4 |
15 | Leicester | 4 | 0 | 2 | 2 | 5 | 7 | -2 | 2 |
16 | Crystal Palace | 4 | 0 | 2 | 2 | 4 | 7 | -3 | 2 |
17 | Ipswich Town | 4 | 0 | 2 | 2 | 2 | 7 | -5 | 2 |
18 | Wolves | 4 | 0 | 1 | 3 | 4 | 11 | -7 | 1 |
19 | Southampton | 4 | 0 | 0 | 4 | 1 | 8 | -7 | 0 |
20 | Everton | 4 | 0 | 0 | 4 | 4 | 13 | -9 | 0 |
Athugasemdir