Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 09. ágúst 2018 22:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Við erum í þeirri stöðu að við þurfum að fara ná stigum
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvíkingar fengu Skagamenn í heimsókn í kvöld þar sem bæði lið þurftu ákaflega á 3 stigum að halda, Njarðvíkingar í fallbaráttuslag og Skagamenn í toppbaráttu slag. Skagamenn höfðu þó betur 2-1. 
„Fyrsta lagi bara ógeðslega svekkandi, við áttum svosem ekkert spes leik á margan hátt en eftir síðustu sekúndurnar í leiknum þá áttum við alveg 2-3 dauðafæri og bara svekkjandi að skora ekki úr því" Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur.


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  2 ÍA

„Við byrjum leikinn ágætlega og vorum ágætlega þéttir og annað, héldum ágætlega bolta en þeir líka nýttu sér það að um leið og við fórum framar að þá opnuðust glufur aftar og gerðu vel í því, skoruðu úr góðu færi þarna og þeir voru sterkari þarna stóran hluta leiksins"

Njarðvíkingar hafa ásamt ÍR-ingum skorað fæst mörk í sumar.
„Fótbolti snýst um að skora mörk en það snýst líka um að verja markið og á meðan við náum að halda markinu og verjast ágætlega að þá er það ekki áhyggjuefni en auðvitað viljum við skora og klára leikina þannig".



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir