Njarðvíkingar fengu Skagamenn í heimsókn í kvöld þar sem bæði lið þurftu ákaflega á 3 stigum að halda, Njarðvíkingar í fallbaráttuslag og Skagamenn í toppbaráttu slag. Skagamenn höfðu þó betur 2-1.
„Fyrsta lagi bara ógeðslega svekkandi, við áttum svosem ekkert spes leik á margan hátt en eftir síðustu sekúndurnar í leiknum þá áttum við alveg 2-3 dauðafæri og bara svekkjandi að skora ekki úr því" Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur.
„Fyrsta lagi bara ógeðslega svekkandi, við áttum svosem ekkert spes leik á margan hátt en eftir síðustu sekúndurnar í leiknum þá áttum við alveg 2-3 dauðafæri og bara svekkjandi að skora ekki úr því" Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur.
Lestu um leikinn: Njarðvík 1 - 2 ÍA
„Við byrjum leikinn ágætlega og vorum ágætlega þéttir og annað, héldum ágætlega bolta en þeir líka nýttu sér það að um leið og við fórum framar að þá opnuðust glufur aftar og gerðu vel í því, skoruðu úr góðu færi þarna og þeir voru sterkari þarna stóran hluta leiksins"
Njarðvíkingar hafa ásamt ÍR-ingum skorað fæst mörk í sumar.
„Fótbolti snýst um að skora mörk en það snýst líka um að verja markið og á meðan við náum að halda markinu og verjast ágætlega að þá er það ekki áhyggjuefni en auðvitað viljum við skora og klára leikina þannig".
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir