Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fös 09. ágúst 2024 23:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðholtinu
Hrósar bræðrunum og liðinu öllu - „Einn af betri mönnum deildarinnar"
Lengjudeildin
Jóhann Birnir Guðmundsson.
Jóhann Birnir Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óliver Elís í baráttunni í sumar.
Óliver Elís í baráttunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara ótrúlega ljúft," sagði Jóhann Birnir Guðmundsson, annar þjálfara ÍR, eftir 1-0 sigur gegn Þrótti í Lengjudeildinni í kvöld.

„Þetta var rosalega mikilvægur leikur upp á framhaldið. Við erum með drengi sem eru tilbúnir að leggja sig fram fyrir félagið sitt og það er unun að horfa á þá spila."

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  0 Þróttur R.

ÍR styrkti stöðu sína í baráttunni um umspilið, en spámenn voru ekki að búast við þessum árangri fyrir tímabilið.

„Það er alltaf gaman að vera hluti af ÍR. Þetta er mjög skemmtilegt. Ég held að lykillinn sé samheldni í hópnum. Menn eru óhræddir við að taka slaginn. Svo eru mikil gæði í liðinu líka."

„Við vorum alltaf brattir. Á undirbúningstímabilinu vorum við að ná flottum úrslitum og líka í fyrra þegar við vorum að mæta liðum úr efstu deild og úr Lengjudeildinni. Við komum brattir inn í þetta og þessi árangur kemur okkur þannig séð ekkert á óvart."

Róbert Elís Hlynsson skoraði mark ÍR í kvöld en hann er 17 ára gamall. Hann hefur spilað stórt hlutverk í sumar og er afar efnilegur.

„Hann er bara frábær leikmaður. Þetta er fyrsta markið hans en ég hefði viljað sjá fleiri mörk hjá honum, en ég held að þau séu að fara að koma. Þetta er mjög efnilegur leikmaður, heilsteyptur drengur og líka frábær án bolta."

Óliver Elís, eldri bróðir Róberts, átti stoðsendinguna að markinu með löngu innkasti.

„Óliver hefur stigið vel upp. Hann var mjög góður í fyrra en hefur tekið skrefið í ár. Bara einn af betri mönnum deildarinnar að mínu mati," segir Jóhann Birnir en hann er spenntur fyrir framhaldinu.

„Við erum búnir að búa til lið hérna. Það er gaman að sjá að margir eru búnir að taka skrefið upp á við. Þetta var mjög mikilvægur leikur í dag upp á framhaldið. Við eigum skemmtilega leiki framundan gegn liðunum sem eru í þessari baráttu. Það er mjög gott að setja stigin á töfluna og vera með í baráttunni. Það skemmtilega við fótboltann er að það getur allt gerst í þessu."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir