De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fös 09. ágúst 2024 23:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðholtinu
Hrósar bræðrunum og liðinu öllu - „Einn af betri mönnum deildarinnar"
Lengjudeildin
Jóhann Birnir Guðmundsson.
Jóhann Birnir Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óliver Elís í baráttunni í sumar.
Óliver Elís í baráttunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara ótrúlega ljúft," sagði Jóhann Birnir Guðmundsson, annar þjálfara ÍR, eftir 1-0 sigur gegn Þrótti í Lengjudeildinni í kvöld.

„Þetta var rosalega mikilvægur leikur upp á framhaldið. Við erum með drengi sem eru tilbúnir að leggja sig fram fyrir félagið sitt og það er unun að horfa á þá spila."

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  0 Þróttur R.

ÍR styrkti stöðu sína í baráttunni um umspilið, en spámenn voru ekki að búast við þessum árangri fyrir tímabilið.

„Það er alltaf gaman að vera hluti af ÍR. Þetta er mjög skemmtilegt. Ég held að lykillinn sé samheldni í hópnum. Menn eru óhræddir við að taka slaginn. Svo eru mikil gæði í liðinu líka."

„Við vorum alltaf brattir. Á undirbúningstímabilinu vorum við að ná flottum úrslitum og líka í fyrra þegar við vorum að mæta liðum úr efstu deild og úr Lengjudeildinni. Við komum brattir inn í þetta og þessi árangur kemur okkur þannig séð ekkert á óvart."

Róbert Elís Hlynsson skoraði mark ÍR í kvöld en hann er 17 ára gamall. Hann hefur spilað stórt hlutverk í sumar og er afar efnilegur.

„Hann er bara frábær leikmaður. Þetta er fyrsta markið hans en ég hefði viljað sjá fleiri mörk hjá honum, en ég held að þau séu að fara að koma. Þetta er mjög efnilegur leikmaður, heilsteyptur drengur og líka frábær án bolta."

Óliver Elís, eldri bróðir Róberts, átti stoðsendinguna að markinu með löngu innkasti.

„Óliver hefur stigið vel upp. Hann var mjög góður í fyrra en hefur tekið skrefið í ár. Bara einn af betri mönnum deildarinnar að mínu mati," segir Jóhann Birnir en hann er spenntur fyrir framhaldinu.

„Við erum búnir að búa til lið hérna. Það er gaman að sjá að margir eru búnir að taka skrefið upp á við. Þetta var mjög mikilvægur leikur í dag upp á framhaldið. Við eigum skemmtilega leiki framundan gegn liðunum sem eru í þessari baráttu. Það er mjög gott að setja stigin á töfluna og vera með í baráttunni. Það skemmtilega við fótboltann er að það getur allt gerst í þessu."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner