Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fös 09. ágúst 2024 23:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðholtinu
Hrósar bræðrunum og liðinu öllu - „Einn af betri mönnum deildarinnar"
Lengjudeildin
Jóhann Birnir Guðmundsson.
Jóhann Birnir Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óliver Elís í baráttunni í sumar.
Óliver Elís í baráttunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara ótrúlega ljúft," sagði Jóhann Birnir Guðmundsson, annar þjálfara ÍR, eftir 1-0 sigur gegn Þrótti í Lengjudeildinni í kvöld.

„Þetta var rosalega mikilvægur leikur upp á framhaldið. Við erum með drengi sem eru tilbúnir að leggja sig fram fyrir félagið sitt og það er unun að horfa á þá spila."

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  0 Þróttur R.

ÍR styrkti stöðu sína í baráttunni um umspilið, en spámenn voru ekki að búast við þessum árangri fyrir tímabilið.

„Það er alltaf gaman að vera hluti af ÍR. Þetta er mjög skemmtilegt. Ég held að lykillinn sé samheldni í hópnum. Menn eru óhræddir við að taka slaginn. Svo eru mikil gæði í liðinu líka."

„Við vorum alltaf brattir. Á undirbúningstímabilinu vorum við að ná flottum úrslitum og líka í fyrra þegar við vorum að mæta liðum úr efstu deild og úr Lengjudeildinni. Við komum brattir inn í þetta og þessi árangur kemur okkur þannig séð ekkert á óvart."

Róbert Elís Hlynsson skoraði mark ÍR í kvöld en hann er 17 ára gamall. Hann hefur spilað stórt hlutverk í sumar og er afar efnilegur.

„Hann er bara frábær leikmaður. Þetta er fyrsta markið hans en ég hefði viljað sjá fleiri mörk hjá honum, en ég held að þau séu að fara að koma. Þetta er mjög efnilegur leikmaður, heilsteyptur drengur og líka frábær án bolta."

Óliver Elís, eldri bróðir Róberts, átti stoðsendinguna að markinu með löngu innkasti.

„Óliver hefur stigið vel upp. Hann var mjög góður í fyrra en hefur tekið skrefið í ár. Bara einn af betri mönnum deildarinnar að mínu mati," segir Jóhann Birnir en hann er spenntur fyrir framhaldinu.

„Við erum búnir að búa til lið hérna. Það er gaman að sjá að margir eru búnir að taka skrefið upp á við. Þetta var mjög mikilvægur leikur í dag upp á framhaldið. Við eigum skemmtilega leiki framundan gegn liðunum sem eru í þessari baráttu. Það er mjög gott að setja stigin á töfluna og vera með í baráttunni. Það skemmtilega við fótboltann er að það getur allt gerst í þessu."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner