Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
   fös 09. ágúst 2024 23:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðholtinu
Hrósar bræðrunum og liðinu öllu - „Einn af betri mönnum deildarinnar"
Lengjudeildin
Jóhann Birnir Guðmundsson.
Jóhann Birnir Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óliver Elís í baráttunni í sumar.
Óliver Elís í baráttunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara ótrúlega ljúft," sagði Jóhann Birnir Guðmundsson, annar þjálfara ÍR, eftir 1-0 sigur gegn Þrótti í Lengjudeildinni í kvöld.

„Þetta var rosalega mikilvægur leikur upp á framhaldið. Við erum með drengi sem eru tilbúnir að leggja sig fram fyrir félagið sitt og það er unun að horfa á þá spila."

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  0 Þróttur R.

ÍR styrkti stöðu sína í baráttunni um umspilið, en spámenn voru ekki að búast við þessum árangri fyrir tímabilið.

„Það er alltaf gaman að vera hluti af ÍR. Þetta er mjög skemmtilegt. Ég held að lykillinn sé samheldni í hópnum. Menn eru óhræddir við að taka slaginn. Svo eru mikil gæði í liðinu líka."

„Við vorum alltaf brattir. Á undirbúningstímabilinu vorum við að ná flottum úrslitum og líka í fyrra þegar við vorum að mæta liðum úr efstu deild og úr Lengjudeildinni. Við komum brattir inn í þetta og þessi árangur kemur okkur þannig séð ekkert á óvart."

Róbert Elís Hlynsson skoraði mark ÍR í kvöld en hann er 17 ára gamall. Hann hefur spilað stórt hlutverk í sumar og er afar efnilegur.

„Hann er bara frábær leikmaður. Þetta er fyrsta markið hans en ég hefði viljað sjá fleiri mörk hjá honum, en ég held að þau séu að fara að koma. Þetta er mjög efnilegur leikmaður, heilsteyptur drengur og líka frábær án bolta."

Óliver Elís, eldri bróðir Róberts, átti stoðsendinguna að markinu með löngu innkasti.

„Óliver hefur stigið vel upp. Hann var mjög góður í fyrra en hefur tekið skrefið í ár. Bara einn af betri mönnum deildarinnar að mínu mati," segir Jóhann Birnir en hann er spenntur fyrir framhaldinu.

„Við erum búnir að búa til lið hérna. Það er gaman að sjá að margir eru búnir að taka skrefið upp á við. Þetta var mjög mikilvægur leikur í dag upp á framhaldið. Við eigum skemmtilega leiki framundan gegn liðunum sem eru í þessari baráttu. Það er mjög gott að setja stigin á töfluna og vera með í baráttunni. Það skemmtilega við fótboltann er að það getur allt gerst í þessu."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner