Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 09. ágúst 2024 23:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðholtinu
Hrósar bræðrunum og liðinu öllu - „Einn af betri mönnum deildarinnar"
Lengjudeildin
Jóhann Birnir Guðmundsson.
Jóhann Birnir Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óliver Elís í baráttunni í sumar.
Óliver Elís í baráttunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara ótrúlega ljúft," sagði Jóhann Birnir Guðmundsson, annar þjálfara ÍR, eftir 1-0 sigur gegn Þrótti í Lengjudeildinni í kvöld.

„Þetta var rosalega mikilvægur leikur upp á framhaldið. Við erum með drengi sem eru tilbúnir að leggja sig fram fyrir félagið sitt og það er unun að horfa á þá spila."

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  0 Þróttur R.

ÍR styrkti stöðu sína í baráttunni um umspilið, en spámenn voru ekki að búast við þessum árangri fyrir tímabilið.

„Það er alltaf gaman að vera hluti af ÍR. Þetta er mjög skemmtilegt. Ég held að lykillinn sé samheldni í hópnum. Menn eru óhræddir við að taka slaginn. Svo eru mikil gæði í liðinu líka."

„Við vorum alltaf brattir. Á undirbúningstímabilinu vorum við að ná flottum úrslitum og líka í fyrra þegar við vorum að mæta liðum úr efstu deild og úr Lengjudeildinni. Við komum brattir inn í þetta og þessi árangur kemur okkur þannig séð ekkert á óvart."

Róbert Elís Hlynsson skoraði mark ÍR í kvöld en hann er 17 ára gamall. Hann hefur spilað stórt hlutverk í sumar og er afar efnilegur.

„Hann er bara frábær leikmaður. Þetta er fyrsta markið hans en ég hefði viljað sjá fleiri mörk hjá honum, en ég held að þau séu að fara að koma. Þetta er mjög efnilegur leikmaður, heilsteyptur drengur og líka frábær án bolta."

Óliver Elís, eldri bróðir Róberts, átti stoðsendinguna að markinu með löngu innkasti.

„Óliver hefur stigið vel upp. Hann var mjög góður í fyrra en hefur tekið skrefið í ár. Bara einn af betri mönnum deildarinnar að mínu mati," segir Jóhann Birnir en hann er spenntur fyrir framhaldinu.

„Við erum búnir að búa til lið hérna. Það er gaman að sjá að margir eru búnir að taka skrefið upp á við. Þetta var mjög mikilvægur leikur í dag upp á framhaldið. Við eigum skemmtilega leiki framundan gegn liðunum sem eru í þessari baráttu. Það er mjög gott að setja stigin á töfluna og vera með í baráttunni. Það skemmtilega við fótboltann er að það getur allt gerst í þessu."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner