Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
Gylfi Tryggva tekinn við Grindavík/Njarðvík (Staðfest)
Tryggvi skoraði með sprungu í ristinni: Næ ekki mikið að æfa
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
„Við náum aldrei að vinna þegar þeir misstíga sig"
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Arnar Gunnlaugs: Knattspyrnuáhugamenn eru gáfuðustu stuðningsmenn í heimi
Óskar Örn: Ég er inn á vellinum því ég get eitthvað í fótbolta
Jökull: Þetta er eins og þetta er og verður eins og þetta verður
Benoný Breki ætlar að verða markahæstur og bæta markametið
Haddi óánægður með hugarfarið: Ekki það sem við viljum sýna okkar áhorfendum
Óskar Hrafn: Megum ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur
Heimir Guðjóns: Oft misgáfaðir menn sem eru að tala
Arnór Smára: 99% líkur að ég segi þetta gott
Jón Þór: Berjumst þangað til dómarinn flautar af
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Selma Dögg stolt: Víkingur er á uppleið
banner
   mán 09. september 2024 21:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Icelandair
Mynd: EPA

Ísland tapaði gegn Tyrklandi ytra í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni í ár. Fótbolti.net ræddi við Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliða liðsins, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

„Ég gaf þeim mark, lélegt hjá mér að missa boltann á slæmum stað. Þetta voru erfiðar fyrstu tuttugu mínútur svo jöfnum við úr frábæru horni. Við vorum þannig séð í ágætu jafnvægi, þeir auðvitað meira með boltann og við að verjast. Þetta var högg markið sem þeir negla í fjær, frábært mark hjá honum en eitthvað sem við þurfum að gera betur," sagði Jói Berg.

„Fyrstu tuttugu mínúturnar voru alls ekki nógu góðar, ég er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður. Vonandi nær maður að koma sér aftur inn í leikinn og hjálpa liðinu að komast inn í leikinn og ég gerði það."

Íslenska liðið hefur skorað öll mörkin eftir hornspyrnu í keppninni til þessa.

„Við erum búnir að æfa þetta vel og erum með alvöru menn þarna sem vilja skora mörk og við nýtum okkur auðvitað öll tækifæri. Nú ere það bara í næsta glugga að skora úr opnum leik, ekki alltaf bara úr hornspyrnu," sagði Jói Berg.

Íslenska liðið stefnir á sex stig í næstu leikjum liðsins sem verða gegn Wales og Tyrklandi á Laugardalsvelli í október.

„Við þurfum að stefna á að ná í 6 stig þar, það er ekkert annað í boði. Tveir heimaleikir og vonandi sjáum við sem flesta á Laugardalsvellinum," sagði Jói Berg að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner