Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 09. september 2024 21:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Icelandair
Mynd: EPA

Ísland tapaði gegn Tyrklandi ytra í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni í ár. Fótbolti.net ræddi við Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliða liðsins, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

„Ég gaf þeim mark, lélegt hjá mér að missa boltann á slæmum stað. Þetta voru erfiðar fyrstu tuttugu mínútur svo jöfnum við úr frábæru horni. Við vorum þannig séð í ágætu jafnvægi, þeir auðvitað meira með boltann og við að verjast. Þetta var högg markið sem þeir negla í fjær, frábært mark hjá honum en eitthvað sem við þurfum að gera betur," sagði Jói Berg.

„Fyrstu tuttugu mínúturnar voru alls ekki nógu góðar, ég er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður. Vonandi nær maður að koma sér aftur inn í leikinn og hjálpa liðinu að komast inn í leikinn og ég gerði það."

Íslenska liðið hefur skorað öll mörkin eftir hornspyrnu í keppninni til þessa.

„Við erum búnir að æfa þetta vel og erum með alvöru menn þarna sem vilja skora mörk og við nýtum okkur auðvitað öll tækifæri. Nú ere það bara í næsta glugga að skora úr opnum leik, ekki alltaf bara úr hornspyrnu," sagði Jói Berg.

Íslenska liðið stefnir á sex stig í næstu leikjum liðsins sem verða gegn Wales og Tyrklandi á Laugardalsvelli í október.

„Við þurfum að stefna á að ná í 6 stig þar, það er ekkert annað í boði. Tveir heimaleikir og vonandi sjáum við sem flesta á Laugardalsvellinum," sagði Jói Berg að lokum.


Athugasemdir
banner
banner