Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   þri 10. janúar 2023 17:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skrítnari hlutir gerst í fótboltanum - „KR er fortíðin"
Ég sé ekki af hverju það ætti að vera einhver breyting á því núna
Ég sé ekki af hverju það ætti að vera einhver breyting á því núna
Mynd: FH
Þetta er nýskeð, við skulum tala um þá brú þegar við komum að henni
Þetta er nýskeð, við skulum tala um þá brú þegar við komum að henni
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Góð stemning þegar Heimir var kynntur sem nýr þjálfari liðsins.
Góð stemning þegar Heimir var kynntur sem nýr þjálfari liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það er bara fortíðin. Nútíðin og framtíðin hjá mér er hjá FH og ég er bara mjög spenntur.
Það er bara fortíðin. Nútíðin og framtíðin hjá mér er hjá FH og ég er bara mjög spenntur.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þetta snýst um að koma mér á góðan stað þar sem er tekið vel á móti manni.
Þetta snýst um að koma mér á góðan stað þar sem er tekið vel á móti manni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mér hefur gengið vel og liðið vel þegar ég hef komið í Krikann og skorað mörk
Mér hefur gengið vel og liðið vel þegar ég hef komið í Krikann og skorað mörk
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það er bara mjög skemmtilegt, spennandi tímar framundan og ég er bara spenntur að kynnast strákunum og öllu því fólki sem hér vinnur," sagði Kjartan Henry Finnbogason, nýjasti leikmaður FH, í viðtali við Fótbolta.net í dag. Kjartan skrifaði undir samning við FH í gær og var kynntur sem nýr leikmaður liðsins í dag.

Kjartan er 36 ára framherji sem uppalinn er hjá KR og er það eina félagið á Íslandi sem Kjartan hefur spilað með. Hann á að baki rétt tæplega 200 keppnisleiki fyrir KR en lék einnig lengi sem atvinnumaður erlendis. Hann var erlendis á árunum 2005-2010 og aftur á árunum 2014-2021.

Viðtalið má sjá í spilaranum efst

„Ég tók minn tíma í að hugsa hvað ég vildi gera og um leið og FH sýndi áhuga þá vorum við ekki lengi að klára það. Nike treyja, svart og hvítt og vanir að vinna titla - það er bara spennandi."

„Það er svo margt, aðstaðan er upp á tíu og spennandi hópur, hópur sem getur allavega gert betur en í fyrra. Þjálfarateymið er auðvitað mjög spennandi og það er alltaf hugur í FH. Mér hefur gengið vel og liðið vel þegar ég hef komið í Krikann og skorað mörk. Ég sé ekki af hverju það ætti að vera einhver breyting á því núna."

„Ég væri nú ekki heiðarlegur ef ég segði ekki að þetta væri svolítið sérstakt. En ég hef farið og spilað fyrir fullt af liðum á mínum ferli, það er alltaf spennandi að og skemmtilegt að kynnast nýju fólki. Nú er bara að setjast niður og setja sér ný markmið og vinna hart að þeim."

„Nei, ég hélt það ekki. Auðvitað er þetta ekkert sem maður átti von á. En svona er lífið, það er ekki alltaf prinsessuendir eða svoleiðis. Þá koma bara ný tækifæri, hér er ég búinn að vera í einn og hálfan dag og líður strax vel."


Endalokin hjá KR voru ekki þau skemmtilegustu, Kjartan skrifaði undir þriggja ára samning þegar hann kom heim úr atvinnumennsku vorið 2021 en samningi hans var rift í lok tímabilsins í fyrra. Kjartan segist hafa hugsað málið eftir að samningi hans var sagt upp.

„Ég fór til Mexíkó með fjölskyldunni um jólin og leyfði rykinu aðeins að setjast. Svo finnur maður það þegar maður kemur heim að manni kitlar að finna félag og um leið og FH hafði samband þá var það ekki lengi afgreitt."

Hér á Fótbolti.net var fjallað um það strax í nóvember að Kjartan Henry gæti farið í FH. Höfðu FH-ingar samband á þeim tímapunkti?

„Nei, ég veit ekkert hvaðan það kom. Ég vissi ekki einu sinni af því og var ekkert að pæla í því. Það var ansi margt annað sem var í gangi á þeim tímapunkti hjá mér."

KR er fortíðin
Kjartan var settur út í kuldann á síðasta tímabii og spilaði afskaplega takmarkað seinni hluta tímabilsins. Er hann reiður eða svekktur þegar hann lítur til baka?

„Nei nei, mér finnst svolítið langt síðan þetta gerðist þó að þetta séu kannski ekki margir mánuðir. Það er bara fortíðin. Nútíðin og framtíðin hjá mér er hjá FH og ég er bara mjög spenntur."

Hafandi alltaf verið í KR og að eiga vini sem eru KR-ingar, hvernig taka þeir í þessi tíðindi?

„Það er ekki langt síðan þetta gerðist, en ég hugsa að það hafi allir skilning á því. Auðvitað er þetta skrítið, en það hafa skrítnari hlutir en þetta gerst í fótboltanum. Ég er auðvitað fæddur og uppalinn KR-ingur. Ferill fótboltamannsins er stuttur, ég tek þessu með opnum örmum og er þakklátur FH að þeir hafi tekið svona vel á móti mér og gefið mér tækifæri til að sýna mig og sanna í sumar."

„Hér er hefð fyrir því að vinna titla, tímabilið á undan mikil vonbrigði þannig það er að byrja á því að gera betur en það og byggja ofan á. Ég held það sé best að vera ekki með neinar yfirlýsingar núna, ég er bara búinn að fara á eina æfingu."


Gerir allt til að vinna
Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, sagði þegar Kjartan var tilkynntur nýr leikmaður félagsins að Kjartan væri með FH „attitjúd". Finnst Kjartani hann vera með það?

„Það hafa alltaf verið ákveðnir karakterar og svona týpur bæði í FH og KR þegar titlarnir hafa komið. Ég er ekki að segja að það hafa vantað en ég veit hvað ég kem með að borðinu; það er að gera allt til að vinna og vísa veginn. Ég ætla að reyna halda því áfram."

Mikill hugur í félaginu og stemning
FH hafði samband við Kjartan á föstudaginn og Kjartan skrifaði svo undir í gær. „Maður vissi af einhverjum þreifingum og ég talaði við Heimi (Guðjónsson). Við urðum sammála um að þetta væri að fara gerast, svo var það afgreitt um helgina." Hjá FH hittir Kjartan fyrir Sigurvin Ólafsson, Venna, sem var aðstoðarþjálfari KR tímabilið 2021 og í upphafi síðasta tímabils. „Ég auðvitað kannast við Venna og hef séð Heimi þjálfa og vinna sína titla. Maður finnur að það er mikill hugur í félaginu og stemning. Ég vona að það fylgi okkur inn í tímabilið sem er að byrja eftir þrjá mánuði."

Mikill andi hefur verið í kringum FH að undanförnu. Vel var tekið á móti Heimi Guðjónssyni þegar hann sneri til baka í Kaplakrika og var ráðinn þjálfari liðsins á nýjan leik. Þá var tilkynnt í síðasta mánuði að Aron Pálmarsson myndi leika með handboltaliði félagsins á næsta tímabili.

Frammistöðurnar verða að skera úr um það
Eins og fyrr segir fékk Kjartan ekki mikið að spila seinni hluta síðasta tímabils. Heldur hann að mínúturnar verði fleiri hjá FH?

„Já ég vona það nú. En þetta snýst alls ekkert um það, þetta snýst um að koma mér á góðan stað þar sem er tekið vel á móti manni. Svo þarf maður bara að vinna fyrir því. Ég byrjaði í gær og var mættur snemma í dag til að rúlla mig og reyna koma mér í sem allra besta form. Svo verða mínar frammistöður að skera úr um það."

Tölum um þá brú þegar við komum að henni
Hvernig verður að snúa aftur á KR-völlinn en nú sem hluti af gestaliði?

„Ég er ekki kominn þangað, það síðasta sem ég er að hugsa um núna er KR. Eins og ég sagði áðan þá er það bara fortíðin. Ég er bara að bíða eftir fyrsta leik. Þetta er nýskeð, við skulum tala um þá brú þegar við komum að henni."

Lífið fullt af óvæntum uppákomum
Kjartan hefur unnið með Herði Magnússyni, Hödda Magg, á ViaPlay að undanförnu. Kjartan hefur þá verið svokallaður 'co-ari' s.s. verið með Herði sem annar lýsandi á fótboltaleikjum. Höddi er mikill FH-ingur. Hann var umsjónarmaður Pepsi-markanna á sínum tíma og

„Jú, hann er FH-ingur. Við tölum saman og erum orðnir kollegar, hversu kaldhæðnislegt sem það er. En svona er nú lífið. Núna stöndum við hér. Þetta blessaða líf er fullt af óvæntum uppákomum."

Að lokum var Kjartan spurður út í númerið en hann mun leika í treyju númer níu á komandi tímabili. „Það er bara skemmtilegt, ég hef verið númer níu og tíu á mínum ferli. Nían var laus og ég fékk leyfi frá góðum mönnum til að taka hana," sagði Kjartan.
Athugasemdir
banner
banner
banner