Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
John Andrews: Takk Ási
Guðni: FH liðið er án ansi margra leikmanna sem hefðu átt að spila
Magnað sumar í Dal draumanna - „Þá hefðum við farið í fallsæti"
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
banner
   lau 10. ágúst 2024 19:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Nik: Ekki margir leikmenn sem geta þetta
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ánægður með frammistöðuna hjá stelpunum í dag. Þetta er líklega ein okkar besta frammistaða í sumar," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-2 sigur gegn Þór/KA í Bestu deild kvenna í dag,

„Þetta var mjög skemmtilegur leikur. Við hefðum getað gert þetta auðveldara fyrir okkur en enduðum vel og náðum í þrjú stig. Það er það sem skiptir máli."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 Þór/KA

Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir, sem er 17 ára gömul, átti stórleik í liði Breiðabliks. Hún skoraði stórglæsilegt og mikilvægt mark og kom að öðrum mörkum líka.

„Ása er að verða betri með hverjum leiknum. Hún er að fá meira sjálfstraust. Sendingin hennar í fjórða markinu var stórkostleg. Það eru ekki margir leikmenn sem ég hef þjálfað geta þetta en hún er ein þeirra. Hún átti mjög góðan leik."

Hrafnhildur Ása er mjög efnilegur leikmaður en Nik segir hana enn vera að læra. Allir sóknarleikmenn Breiðabliks áttu mjög góðan leik.

„Fyrir liðið allt var þetta einn okkar besti leikur," segir Nik.

Breiðablik er núna í öðru sæti, einu stigi á eftir Val. Toppbaráttan er gríðarlega spennandi. „Þetta verður skemmtilegt í framhaldinu," segir Nik en hann vonast til að sínar stelpur hefni fyrir síðasta tap gegn Val í bikarúrslitunum næsta föstudag.


Athugasemdir
banner
banner
banner