Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   fös 11. október 2024 22:13
Sverrir Örn Einarsson
Gylfi Sig: Æfðum á frábæru grasi hjá FH
Icelandair
Gylfi kom inn á í kvöld.
Gylfi kom inn á í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mjóg ólíkt í fyrri hálfleik og þeim seinni. Mér fannst við ekkert vera mjög slæmir i fyrri hálfleik en mjög svipuð mörk hjá þeim. Sending innfyrir og við komnir 2-0 undir. En síðan í seinni hálfleik fannst mér strákarnir vera frábærir.“ Sagði Gylfi Þór Sigurðsson eftir 2-2 jafntefli gegn Wales í B-deild Þjóðardeildarinnar á Laugardalsvelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

Eftir að hafa lent 2-0 undir í fyrri hálfleiknum mætti lið Íslands svo sannarlega til leiks í þeim síðari. Liðið uppskar tvö góð mörk og jafnaði og var í raun óheppið að bæta ekki þriðja markinu við.

„Fullt af færum, skutum í stöng, skutum í slá og nokkur önnur færi. Það jákvæða við leikinn er samt að við komum til baka og náðum í stig og vorum bara betri aðilinn í seinni hálfleik.“

Framundan hjá liði Íslands er leikur gegn Tyrklandi næstkomandi mánudagskvöld. Hverju á Gylfi von á þar?

„Bara öðrum erfiðum leik. Tyrkir eru með frábæra leikmenn og við verðum bara að halda áfram. Það þýðir ekkert að gefast upp við verðum bara að reyna að ná í þrjú stig gegn erfiðu liði og þá er þetta kannski svona ásættanleg vika.“

Gylfi sjálfur var nokkuð spurningamerki fyrir þennan landsleikjaglugga en hafði ekki leikið með Val vegna bakmeiðsla í aðdraganda hans. Hvernig er hann í dag?

„Eins og er er ég bara finn. Ég æfði með Val föstudag og laugardag fyrir leikinn gegn Blikum en leikurinn sjálfur var kannski tveimur dögum of snemma. En mér leið bara fínt í vikunni þar sem við æfðum á frábæru grasi hjá FH. Þannig að ég er bara á góðu skriði í endurkomu eftir meiðslin að hafa náð leiknum í dag.“

Sagði Gylfi en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner