Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   fös 11. október 2024 22:13
Sverrir Örn Einarsson
Gylfi Sig: Æfðum á frábæru grasi hjá FH
Icelandair
Gylfi kom inn á í kvöld.
Gylfi kom inn á í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mjóg ólíkt í fyrri hálfleik og þeim seinni. Mér fannst við ekkert vera mjög slæmir i fyrri hálfleik en mjög svipuð mörk hjá þeim. Sending innfyrir og við komnir 2-0 undir. En síðan í seinni hálfleik fannst mér strákarnir vera frábærir.“ Sagði Gylfi Þór Sigurðsson eftir 2-2 jafntefli gegn Wales í B-deild Þjóðardeildarinnar á Laugardalsvelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

Eftir að hafa lent 2-0 undir í fyrri hálfleiknum mætti lið Íslands svo sannarlega til leiks í þeim síðari. Liðið uppskar tvö góð mörk og jafnaði og var í raun óheppið að bæta ekki þriðja markinu við.

„Fullt af færum, skutum í stöng, skutum í slá og nokkur önnur færi. Það jákvæða við leikinn er samt að við komum til baka og náðum í stig og vorum bara betri aðilinn í seinni hálfleik.“

Framundan hjá liði Íslands er leikur gegn Tyrklandi næstkomandi mánudagskvöld. Hverju á Gylfi von á þar?

„Bara öðrum erfiðum leik. Tyrkir eru með frábæra leikmenn og við verðum bara að halda áfram. Það þýðir ekkert að gefast upp við verðum bara að reyna að ná í þrjú stig gegn erfiðu liði og þá er þetta kannski svona ásættanleg vika.“

Gylfi sjálfur var nokkuð spurningamerki fyrir þennan landsleikjaglugga en hafði ekki leikið með Val vegna bakmeiðsla í aðdraganda hans. Hvernig er hann í dag?

„Eins og er er ég bara finn. Ég æfði með Val föstudag og laugardag fyrir leikinn gegn Blikum en leikurinn sjálfur var kannski tveimur dögum of snemma. En mér leið bara fínt í vikunni þar sem við æfðum á frábæru grasi hjá FH. Þannig að ég er bara á góðu skriði í endurkomu eftir meiðslin að hafa náð leiknum í dag.“

Sagði Gylfi en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner