Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
banner
   fös 11. október 2024 22:13
Sverrir Örn Einarsson
Gylfi Sig: Æfðum á frábæru grasi hjá FH
Icelandair
Gylfi kom inn á í kvöld.
Gylfi kom inn á í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mjóg ólíkt í fyrri hálfleik og þeim seinni. Mér fannst við ekkert vera mjög slæmir i fyrri hálfleik en mjög svipuð mörk hjá þeim. Sending innfyrir og við komnir 2-0 undir. En síðan í seinni hálfleik fannst mér strákarnir vera frábærir.“ Sagði Gylfi Þór Sigurðsson eftir 2-2 jafntefli gegn Wales í B-deild Þjóðardeildarinnar á Laugardalsvelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

Eftir að hafa lent 2-0 undir í fyrri hálfleiknum mætti lið Íslands svo sannarlega til leiks í þeim síðari. Liðið uppskar tvö góð mörk og jafnaði og var í raun óheppið að bæta ekki þriðja markinu við.

„Fullt af færum, skutum í stöng, skutum í slá og nokkur önnur færi. Það jákvæða við leikinn er samt að við komum til baka og náðum í stig og vorum bara betri aðilinn í seinni hálfleik.“

Framundan hjá liði Íslands er leikur gegn Tyrklandi næstkomandi mánudagskvöld. Hverju á Gylfi von á þar?

„Bara öðrum erfiðum leik. Tyrkir eru með frábæra leikmenn og við verðum bara að halda áfram. Það þýðir ekkert að gefast upp við verðum bara að reyna að ná í þrjú stig gegn erfiðu liði og þá er þetta kannski svona ásættanleg vika.“

Gylfi sjálfur var nokkuð spurningamerki fyrir þennan landsleikjaglugga en hafði ekki leikið með Val vegna bakmeiðsla í aðdraganda hans. Hvernig er hann í dag?

„Eins og er er ég bara finn. Ég æfði með Val föstudag og laugardag fyrir leikinn gegn Blikum en leikurinn sjálfur var kannski tveimur dögum of snemma. En mér leið bara fínt í vikunni þar sem við æfðum á frábæru grasi hjá FH. Þannig að ég er bara á góðu skriði í endurkomu eftir meiðslin að hafa náð leiknum í dag.“

Sagði Gylfi en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner