Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   sun 13. apríl 2025 22:34
Elvar Geir Magnússon
Gummi Magg: Ætlaði bara að breyta leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram vann magnaðan endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deildinni í kvöld. Liðið skoraði fjögur mörk á skömmum kafla eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik.

Guðmundur Magnússon kom inn af bekknum þegar Breiðablik var tveimur mörkum yfir en hann skoraði tvö af mörkum Fram.

Lestu um leikinn: Fram 4 -  2 Breiðablik

„Menn voru ósáttir við fyrri hálfleikinn, vildu taka sig saman í andlitinu og keyra í þetta. Við höfðum engu að tapa í hálfleik. Svo náðum við inn markinu og þá finna menn blóðlyktina," segir Guðmundur.

Hvað fór í gegnum hausinn á þér þegar þú komst inn af bekknum?

„Ég ætlaði bara að breyta leiknum og gefa mig allan í þetta. Ég var settur inn til að reyna að breyta þessu og ætlaði bara að gera það.“

Seinna mark Gumma var sérstaklega glæsilega klárað.

„Ég tók eitt svona mark í fyrra á móti KR, með vinstri. Sem betur fer hitti hann ekki boltann á línunni og hann lak inn,“ segir Guðmundur.

Hann hefur byrjað á bekknum í fyrstu tveimur umferðunum og segir frá því í viðtalinu að verið sé að gera þetta skynsamlega vegna vöðvameiðsla sem hann hlaut fyrir mót og verið að fyrirbyggja mögulegt bakslag.
Athugasemdir
banner