Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 13. maí 2021 22:05
Baldvin Már Borgarsson
Kári Árna: Við Sölvi hræddir um minnisleysi 45 ára
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason var stórkostlegur í vörn Víkinga í 3-2 sigri liðsins gegn Stjörnunni fyrr í kvöld þegar Víkingar heimsóttu Samsungvöllinn og sóttu 3 stig.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 Víkingur R.

„Þetta var bara hörkuleikur, örugglega gaman að horfa á þetta. Allavega skemmtilegra en að horfa á leikinn uppá Skipaskaga í 13 vindstigum og lágri sól.'' Sagði Kári kampakátur.

„Þetta var bara alvöru fótboltaleikur, það var jafnræði með liðunum en mér fannst við alveg eiga skilið að vinna þetta á endanum.''

Kári skallaði allnokkra bolta frá í leiknum, spurning hvort hann hafi engar áhyggjur af höfuðverk.

„Við Sölvi erum búnir að tala um það í mörg ár að við séum hræddir um minnisleysi þegar við erum orðnir 45 ára, við ætluðum að reyna að minnka þetta, en maður verður víst að skalla þetta í burtu þegar þetta kemur.''

Víkingar missa Sölva útaf eftir 12 mínútur, fannst Kára það riðla leikskipulagi Víkinga og hafa áhrif á taktíkina?

„Þetta var svolítið óþægilegt, Kalli er bakvörður að upplagi og hann er alltíeinu kominn í miðvörð, þá verður þetta svona svolítið skrítið í staðinn fyrir að vera með þrjá reynda hafsenta í þessu, jú ég get alveg fallist á það að þetta varð þægilegra í seinni hálfleik þegar við vorum komnir í fjögurra manna, við vorum mannaðir í það að vera með fjögurra manna línu.''

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan en þar fer Kári nánar út í leikinn, tímabilið til þessa og fleira.
Athugasemdir
banner
banner