Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   fim 13. maí 2021 22:05
Baldvin Már Borgarsson
Kári Árna: Við Sölvi hræddir um minnisleysi 45 ára
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason var stórkostlegur í vörn Víkinga í 3-2 sigri liðsins gegn Stjörnunni fyrr í kvöld þegar Víkingar heimsóttu Samsungvöllinn og sóttu 3 stig.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 Víkingur R.

„Þetta var bara hörkuleikur, örugglega gaman að horfa á þetta. Allavega skemmtilegra en að horfa á leikinn uppá Skipaskaga í 13 vindstigum og lágri sól.'' Sagði Kári kampakátur.

„Þetta var bara alvöru fótboltaleikur, það var jafnræði með liðunum en mér fannst við alveg eiga skilið að vinna þetta á endanum.''

Kári skallaði allnokkra bolta frá í leiknum, spurning hvort hann hafi engar áhyggjur af höfuðverk.

„Við Sölvi erum búnir að tala um það í mörg ár að við séum hræddir um minnisleysi þegar við erum orðnir 45 ára, við ætluðum að reyna að minnka þetta, en maður verður víst að skalla þetta í burtu þegar þetta kemur.''

Víkingar missa Sölva útaf eftir 12 mínútur, fannst Kára það riðla leikskipulagi Víkinga og hafa áhrif á taktíkina?

„Þetta var svolítið óþægilegt, Kalli er bakvörður að upplagi og hann er alltíeinu kominn í miðvörð, þá verður þetta svona svolítið skrítið í staðinn fyrir að vera með þrjá reynda hafsenta í þessu, jú ég get alveg fallist á það að þetta varð þægilegra í seinni hálfleik þegar við vorum komnir í fjögurra manna, við vorum mannaðir í það að vera með fjögurra manna línu.''

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan en þar fer Kári nánar út í leikinn, tímabilið til þessa og fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner