29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 13. maí 2021 22:05
Baldvin Már Borgarsson
Kári Árna: Við Sölvi hræddir um minnisleysi 45 ára
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason var stórkostlegur í vörn Víkinga í 3-2 sigri liðsins gegn Stjörnunni fyrr í kvöld þegar Víkingar heimsóttu Samsungvöllinn og sóttu 3 stig.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 Víkingur R.

„Þetta var bara hörkuleikur, örugglega gaman að horfa á þetta. Allavega skemmtilegra en að horfa á leikinn uppá Skipaskaga í 13 vindstigum og lágri sól.'' Sagði Kári kampakátur.

„Þetta var bara alvöru fótboltaleikur, það var jafnræði með liðunum en mér fannst við alveg eiga skilið að vinna þetta á endanum.''

Kári skallaði allnokkra bolta frá í leiknum, spurning hvort hann hafi engar áhyggjur af höfuðverk.

„Við Sölvi erum búnir að tala um það í mörg ár að við séum hræddir um minnisleysi þegar við erum orðnir 45 ára, við ætluðum að reyna að minnka þetta, en maður verður víst að skalla þetta í burtu þegar þetta kemur.''

Víkingar missa Sölva útaf eftir 12 mínútur, fannst Kára það riðla leikskipulagi Víkinga og hafa áhrif á taktíkina?

„Þetta var svolítið óþægilegt, Kalli er bakvörður að upplagi og hann er alltíeinu kominn í miðvörð, þá verður þetta svona svolítið skrítið í staðinn fyrir að vera með þrjá reynda hafsenta í þessu, jú ég get alveg fallist á það að þetta varð þægilegra í seinni hálfleik þegar við vorum komnir í fjögurra manna, við vorum mannaðir í það að vera með fjögurra manna línu.''

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan en þar fer Kári nánar út í leikinn, tímabilið til þessa og fleira.
Athugasemdir
banner
banner