Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   lau 14. september 2019 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Þýðir ekki að mæta með 'hangover'
Fyrsti titill Arnars með Víkinga er kominn í hús. Hér er hann með markvarðarþjálfaranum, Hajrudin Cardaklija.
Fyrsti titill Arnars með Víkinga er kominn í hús. Hér er hann með markvarðarþjálfaranum, Hajrudin Cardaklija.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er geggjað maður," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn, annan bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins.

Víkingur vann FH 1-0 á Laugardalsvelli. Óttar Magnús Karlsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 FH

„Við vorum rólegir og yfirvegaðir, þéttir og agaðir. Mér fannst við hafa góð tök á leiknum allan tímann. Við vissum það fyrir leikinn hvað FH-liðið er gott í fótbolta. Við máttum ekki gefa þeim neinn tíma á boltann og við gerðum það."

„Veðrið spilaði sinn hluta, en bæði lið voru að reyna að spila fótbolta. Við áttum mjög góða spilkafla inn á milli. Við gáfum þeim aldrei neinn frið, pressuðum þá vel. Ég man ekki eftir teljandi færi hjá þeim."

Hvernig verður þessu fagnað í kvöld?

„Það verður fagnað aðeins. En til þess að stíga næsta skref sem félag, þá þýðir ekki að mæta á miðvikudaginn með einhvern 'hangover'. Menn verða að klára mótið með stæl ef það er tækifæri til að ná fjórða sætinu. Við verðum að nýta meðbyrinn."

Pablo Punyed, leikmaður KR, líkti Víkingi við Ajax á Twitter eftir leikinn.

„Ég er alveg sáttur við þá samlíkingu. Liðið sem endaði leikinn er gríðarlega ungt lið. Menn spiluðu eins og þeir eru búnir að spila í 100 ár. Ég sagði það fyrir leikinn hvað ég væri stoltur af strákunum, það eru 10 mánuðir síðan við hófum þessa vegferð og við erum búnir að breyta saman ásýn félagsins. Það er mikið afrek."

Viðtalið er hér að ofan í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner