Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Danijel Djuric: Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg
   fim 14. september 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Arnar Gunnlaugs: Tottenham er frábært lið sem vinnur aldrei neitt
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er allavega mjög góð tilfinning að venjast. Það er ekkert eðlilega gaman að mæta hérna á hverju ári. Þetta er alveg ótrúlegt," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.

Víkingar hafa verið bikarmeistarar síðan 2019, í 1461 dag. Á laugardag munu þeir reyna að halda bikarnum í eitt til viðbótar þeir mæta KA á Laugardalsvelli.

„Við erum mjög auðmjúkir að taka þátt í þessu aftur. Strákarnir líka. Þetta er dagur sem við ætlum að njóta í botn, ég hef alltaf gert það. Við byrjum snemma og vöknum með bros á vör, svo er hádegismatur með staffinu mínu og svo er það Laugardalsvöllurinn. Þetta er geggjaður dagur í alla staði. Hann er reyndar kannski bara geggjaður þegar þú vinnur. Það er örugglega mjög svekkjandi að vera á hinum endanum."

„Þegar þú vinnur fyrsta titilinn 2019 þá heldur þú að þetta tækifæri komi aldrei aftur. Og ég meina það innilega. Það er svo stórt að vinna titil. Það er fullt af toppþjálfurum og toppliðum sem hafa aldrei unnið titil. Ég var einmitt að grínast með það í morgun að það er lið á Englandi, Tottenham Hotspur, sem einn bróðir minn er það óheppinn að halda með. Það er frábært lið sem vinnur aldrei neitt."

„Þetta eru forréttindi. Svo verður maður bara gráðugur, þú vilt vinna aftur og aftur. Ég er heppinn að vinna hjá frábæru félagi sem fær frábæra leikmenn sem eru jafn hungraðir og ég sjálfur. Svo koma stuðningsmennirnir á bak við þetta og þeir vilja ekki vera heima í sófanum sama hvernig viðrar. Þetta eru algjör forréttindi og ekkert sem við tökum sem sjálfsögðum hlut."

Arnar býst við erfiðum leik á laugardaginn. Víkingar eru komnir langleiðina með að vinna Bestu deildina og gætu því unnið tvöfalt, líkt og þeir gerðu árið 2021. Víkingsliðið undanfarin ár er að stimpla sig á spjöld sögunnar sem eitt það besta í sögunni hér á Íslandi.

„Þetta er svo skemmtileg umræða. Mitt diplómatíska svar er að vonandi erum við í hópi bestu liða. Það er það eina sem hægt er að fara fram á. Það er svo erfitt að bera saman lið frá mismunandi tímabilum. Þetta er gríðarlega skemmtileg umræða. Vonandi erum við í þeim hópi," sagði Arnar.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Arnar er meðal annars spurður út í veðurspánna, markvarðarstöðuna og fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner