Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
   fim 14. september 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Arnar Gunnlaugs: Tottenham er frábært lið sem vinnur aldrei neitt
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er allavega mjög góð tilfinning að venjast. Það er ekkert eðlilega gaman að mæta hérna á hverju ári. Þetta er alveg ótrúlegt," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.

Víkingar hafa verið bikarmeistarar síðan 2019, í 1461 dag. Á laugardag munu þeir reyna að halda bikarnum í eitt til viðbótar þeir mæta KA á Laugardalsvelli.

„Við erum mjög auðmjúkir að taka þátt í þessu aftur. Strákarnir líka. Þetta er dagur sem við ætlum að njóta í botn, ég hef alltaf gert það. Við byrjum snemma og vöknum með bros á vör, svo er hádegismatur með staffinu mínu og svo er það Laugardalsvöllurinn. Þetta er geggjaður dagur í alla staði. Hann er reyndar kannski bara geggjaður þegar þú vinnur. Það er örugglega mjög svekkjandi að vera á hinum endanum."

„Þegar þú vinnur fyrsta titilinn 2019 þá heldur þú að þetta tækifæri komi aldrei aftur. Og ég meina það innilega. Það er svo stórt að vinna titil. Það er fullt af toppþjálfurum og toppliðum sem hafa aldrei unnið titil. Ég var einmitt að grínast með það í morgun að það er lið á Englandi, Tottenham Hotspur, sem einn bróðir minn er það óheppinn að halda með. Það er frábært lið sem vinnur aldrei neitt."

„Þetta eru forréttindi. Svo verður maður bara gráðugur, þú vilt vinna aftur og aftur. Ég er heppinn að vinna hjá frábæru félagi sem fær frábæra leikmenn sem eru jafn hungraðir og ég sjálfur. Svo koma stuðningsmennirnir á bak við þetta og þeir vilja ekki vera heima í sófanum sama hvernig viðrar. Þetta eru algjör forréttindi og ekkert sem við tökum sem sjálfsögðum hlut."

Arnar býst við erfiðum leik á laugardaginn. Víkingar eru komnir langleiðina með að vinna Bestu deildina og gætu því unnið tvöfalt, líkt og þeir gerðu árið 2021. Víkingsliðið undanfarin ár er að stimpla sig á spjöld sögunnar sem eitt það besta í sögunni hér á Íslandi.

„Þetta er svo skemmtileg umræða. Mitt diplómatíska svar er að vonandi erum við í hópi bestu liða. Það er það eina sem hægt er að fara fram á. Það er svo erfitt að bera saman lið frá mismunandi tímabilum. Þetta er gríðarlega skemmtileg umræða. Vonandi erum við í þeim hópi," sagði Arnar.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Arnar er meðal annars spurður út í veðurspánna, markvarðarstöðuna og fleira.
Athugasemdir