Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 14. september 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Arnar Gunnlaugs: Tottenham er frábært lið sem vinnur aldrei neitt
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er allavega mjög góð tilfinning að venjast. Það er ekkert eðlilega gaman að mæta hérna á hverju ári. Þetta er alveg ótrúlegt," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.

Víkingar hafa verið bikarmeistarar síðan 2019, í 1461 dag. Á laugardag munu þeir reyna að halda bikarnum í eitt til viðbótar þeir mæta KA á Laugardalsvelli.

„Við erum mjög auðmjúkir að taka þátt í þessu aftur. Strákarnir líka. Þetta er dagur sem við ætlum að njóta í botn, ég hef alltaf gert það. Við byrjum snemma og vöknum með bros á vör, svo er hádegismatur með staffinu mínu og svo er það Laugardalsvöllurinn. Þetta er geggjaður dagur í alla staði. Hann er reyndar kannski bara geggjaður þegar þú vinnur. Það er örugglega mjög svekkjandi að vera á hinum endanum."

„Þegar þú vinnur fyrsta titilinn 2019 þá heldur þú að þetta tækifæri komi aldrei aftur. Og ég meina það innilega. Það er svo stórt að vinna titil. Það er fullt af toppþjálfurum og toppliðum sem hafa aldrei unnið titil. Ég var einmitt að grínast með það í morgun að það er lið á Englandi, Tottenham Hotspur, sem einn bróðir minn er það óheppinn að halda með. Það er frábært lið sem vinnur aldrei neitt."

„Þetta eru forréttindi. Svo verður maður bara gráðugur, þú vilt vinna aftur og aftur. Ég er heppinn að vinna hjá frábæru félagi sem fær frábæra leikmenn sem eru jafn hungraðir og ég sjálfur. Svo koma stuðningsmennirnir á bak við þetta og þeir vilja ekki vera heima í sófanum sama hvernig viðrar. Þetta eru algjör forréttindi og ekkert sem við tökum sem sjálfsögðum hlut."

Arnar býst við erfiðum leik á laugardaginn. Víkingar eru komnir langleiðina með að vinna Bestu deildina og gætu því unnið tvöfalt, líkt og þeir gerðu árið 2021. Víkingsliðið undanfarin ár er að stimpla sig á spjöld sögunnar sem eitt það besta í sögunni hér á Íslandi.

„Þetta er svo skemmtileg umræða. Mitt diplómatíska svar er að vonandi erum við í hópi bestu liða. Það er það eina sem hægt er að fara fram á. Það er svo erfitt að bera saman lið frá mismunandi tímabilum. Þetta er gríðarlega skemmtileg umræða. Vonandi erum við í þeim hópi," sagði Arnar.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Arnar er meðal annars spurður út í veðurspánna, markvarðarstöðuna og fleira.
Athugasemdir
banner