De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 14. september 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Arnar Gunnlaugs: Tottenham er frábært lið sem vinnur aldrei neitt
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er allavega mjög góð tilfinning að venjast. Það er ekkert eðlilega gaman að mæta hérna á hverju ári. Þetta er alveg ótrúlegt," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.

Víkingar hafa verið bikarmeistarar síðan 2019, í 1461 dag. Á laugardag munu þeir reyna að halda bikarnum í eitt til viðbótar þeir mæta KA á Laugardalsvelli.

„Við erum mjög auðmjúkir að taka þátt í þessu aftur. Strákarnir líka. Þetta er dagur sem við ætlum að njóta í botn, ég hef alltaf gert það. Við byrjum snemma og vöknum með bros á vör, svo er hádegismatur með staffinu mínu og svo er það Laugardalsvöllurinn. Þetta er geggjaður dagur í alla staði. Hann er reyndar kannski bara geggjaður þegar þú vinnur. Það er örugglega mjög svekkjandi að vera á hinum endanum."

„Þegar þú vinnur fyrsta titilinn 2019 þá heldur þú að þetta tækifæri komi aldrei aftur. Og ég meina það innilega. Það er svo stórt að vinna titil. Það er fullt af toppþjálfurum og toppliðum sem hafa aldrei unnið titil. Ég var einmitt að grínast með það í morgun að það er lið á Englandi, Tottenham Hotspur, sem einn bróðir minn er það óheppinn að halda með. Það er frábært lið sem vinnur aldrei neitt."

„Þetta eru forréttindi. Svo verður maður bara gráðugur, þú vilt vinna aftur og aftur. Ég er heppinn að vinna hjá frábæru félagi sem fær frábæra leikmenn sem eru jafn hungraðir og ég sjálfur. Svo koma stuðningsmennirnir á bak við þetta og þeir vilja ekki vera heima í sófanum sama hvernig viðrar. Þetta eru algjör forréttindi og ekkert sem við tökum sem sjálfsögðum hlut."

Arnar býst við erfiðum leik á laugardaginn. Víkingar eru komnir langleiðina með að vinna Bestu deildina og gætu því unnið tvöfalt, líkt og þeir gerðu árið 2021. Víkingsliðið undanfarin ár er að stimpla sig á spjöld sögunnar sem eitt það besta í sögunni hér á Íslandi.

„Þetta er svo skemmtileg umræða. Mitt diplómatíska svar er að vonandi erum við í hópi bestu liða. Það er það eina sem hægt er að fara fram á. Það er svo erfitt að bera saman lið frá mismunandi tímabilum. Þetta er gríðarlega skemmtileg umræða. Vonandi erum við í þeim hópi," sagði Arnar.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Arnar er meðal annars spurður út í veðurspánna, markvarðarstöðuna og fleira.
Athugasemdir
banner
banner