Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 15. maí 2021 17:08
Hafliði Breiðfjörð
Hulda Hrund: Komin með nóg af útileikjum og langar í lautina
Kvenaboltinn
Hulda í leiknum gegn Breiðabliki á dögunum.
Hulda í leiknum gegn Breiðabliki á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta hefði getað farið hvorum megin sem var en við nýttum bara ekki færin, þær fengu svo eitt úr föstu leikatriði," sagði Hulda Hrund Arnarsdóttir fyrirliði Fylkis eftir 1 - 0 tap gegn Val á Hlíðarenda í dag.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Fylkir

„Heilt yfir var þetta mjög flott, ég var ánægð með stelpurnar og við lögðum okkur allar í leikinn," sagði Hulda. Fylkir tapaði fyrsta leik gegn Breiðabliki 9 - 0 og svo var næsta leik gegn Tindastóli frestað. Var erfitt að bíða svona lengi eftir að fá að svara fyrir sig?

„Já, en sá leikur var bara búinn svo við stefndum þá bara að þessum sem var næsti leikur. Við förum inn í hvern leik og ætlum að gera okkar besta og við fórum ekkert inn í þann leik til að tapa 9-0," sagði hún.

Val er spáð efsta sætinu í sumar, var erfitt að mæta þeim í dag? „Þær eru fínar stelpur og bara alveg eins," sagði hún.

Næsti leikur Fylkis er gegn nýliðum Keflavíkur en það verður fyrsti heimaleikur Fylkis í sumar eftir að leiknum gegn Tindastóli var frestað.

„Það verður fínt, ef við hefðum fengið að spila leikinn við Tindastól þá hefðum við byrjað mótið á tveimur toppliðum og tveimur nýliðum. Það er alltaf erfitt að mæta Keflavíkurliðinu. Mig langar að fara í Lautina því ég er komin með nóg af útileikjum."
Athugasemdir
banner
banner