Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Danijel Djuric: Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg
Magnús Már: Kominn taktur í okkur
Venni: Stoltur af hugrekkinu í mínum drengjum
Arnar Gunnlaugs: Danijel þurfti að sjá til þess að við værum í undanúrslitum
Dominik Radic: Við erum að njóta okkar
   lau 15. október 2022 22:22
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Það væri vont og slæmt ef maður væri ekki pirraður á að hafa tapað
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nýkringdir Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti KR í kvöld þegar lokaleikur dagsins fór fram á Kópavogsvelli. 

Það var ljóst eftir síðustu umferð að ekkert lið getur náð Blikum af stigum og því væru þeir orðnir Íslandsmeistarar með þrjá leiki í hendi. Breiðablik hafði fyrir leikinn ekki tapað á heimavelli í deildinni síðan þeir töpuðu einmitt gegn KR í fyrstu umferð síðasta tímabils.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 KR

„Ef við horfum bara á úrslitin og horfum bara á leikinn sem slíkan þá er auðvitað hundfúllt að tapa og mér fannst við ekki eiga það skilið og mér fannst við gera nóg til að vinna þennan leik." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Svo verður maður einhvernveginn að reyna að setja það í samhengi við það að þetta mót er búið, við erum búnir að vinna það. Það væri vont og slæmt ef maður væri ekki pirraður á að hafa tapað og sú tilfining skilur eftir óbragð í munninum en síðan þarf maður bara að reyna bægja henni frá og umvefja og faðma þetta afrek sem að liðið hefur afrekað." 

Aðspurður um hvort það væri kannski smá spennufall í gangi hjá Blikum vildi Óskar Hrafn meina að hann saknaði vissulega ákveðins element frá liðinu.

„Það er kannski aðeins svona þegar þú ert að elta eitthvað og ert ekki kominn með það að þá sérðu svona ákveðin element í liðinu og menn gera kannski hlutina aðeins hraðar, aðeins einbeittara og aðeins betur. Þegar það er ekki til staðar og þegar skjöldurinn er bara komin í hús þá kannski slokknar aðeins á því og mér fannst svona aðeins örla á því að það vantaði svona aðeins uppá ógnina og kraftin og einbeitninguna á síðasta þriðjungi."

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner