Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   fös 15. desember 2023 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viktor Unnar spáir í 17. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Viktor Unnar Illugason.
Viktor Unnar Illugason.
Mynd: Ólafur Long
Liverpool eru líklegri í stórleiknum.
Liverpool eru líklegri í stórleiknum.
Mynd: EPA
Pressa á Pochettino.
Pressa á Pochettino.
Mynd: EPA
Landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir var með fjóra rétta þegar hún spáði í leiki umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Viktor Unnar Illugason, þjálfari hjá Val og sérfræðingur í Dr Football hlaðvarpinu, spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni en 17. umferð deildarinnar hefst í kvöld.

Viktor er mikill Tottenham stuðningsmaður og spáir þeim auðvitað sigri í leik kvöldsins gegn Nottingham Forest.

Nottingham Forest 0 - 3 Tottenham (20:00 í kvöld)
Ange búinn að rétta skútuna af eftir smá bakslag í titilbaráttunni. Munu loksins halda hreinu og Richarlison heldur áfram að skora.

Bournemouth 3 - 1 Luton (15:00 á morgun)
Bournemouth verið heitir og taka þennan leik nokkuð auðveldlega. Luton vilja taka sín stig á heimavelli.

Chelsea 1 - 2 Sheffield United (15:00 á morgun)
Andlausir Chelsea menn munu tapa þessum á heimavelli og menn fara að kalla eftir hausnum á Poch.

Man City 3 - 1 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Haaland skorar og City vinnur þennan eftir að þeir lenda undir. Arsenal menn verða farnir að hlaupa með titilinn í hálfleik í þessum leik þegar Palace verður yfir.

Newcastle 1 - 3 Fulham (15:00 á morgun)
Fulham er heitasta liðið þessa stundina og klára þetta örugglega. Jimenez og Willian skora báðir.

Burnley 2 - 2 Everton (17:30 á morgun)
Sean Dyche slagurinn. Dyche kemur heim og spilar alvöru Dyche bolta og fólkið á Turf horfir öfundaraugum á þennan fátbolta. Þá minnir heilinn á sig og burnley skorar tvö eftir gott spil og Turf fer aftur að trúa.

Arsenal 2 - 0 Brighton (14:00 á sunnudag)
Því miður vinnur Arsenal þennan. Kæmi ekki á óvart ef VAR heldur áfram að hjálpa þeim að vinna leiki og gæti gefið þeim gott víti. Ödegard tekur yfir þennan leik og heldur áfram sinni vegferð að komast aftur til Real Madrid.

Brentford 2 - 1 Aston Villa (14:00 á sunnudag)
Hrikalega erfitt að heimsækja Brentford og ná í eitthvað þar. Kemur smá spennufall hjá Villa mönnum eftir frábæra síðustu daga og gott tímabil.

West Ham 2 - 1 Wolves (14:00 á sunnudag)
Tvö lið sem eru búin að vera nokkuð flott á þessu tímabili. Kóngurinn Moyes hefur betur í einum stærsta leik helgarinnar að þessu sinni.

Liverpool 3 - 0 Man Utd (16:30 á sunnudag)
Kæmi ekki á óvart ef þetta verður síðasti leikur Erik ten Hag. Liverpool looka rosalega og eru farnir að hóta því að taka deildina. Salah skorar og leggur upp.

Fyrri spámenn:
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Gunnar Ormslev (6 réttir)
Katla Tryggvadóttir (6 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Fanney Inga Birkisdóttir (4 réttir)
Ægir Þór Steinarsson (4 réttir)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Gregg Ryder (3 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni en Liverpool leiðir deildina fyrir þessa helgi.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 34 25 7 2 80 32 +48 82
2 Arsenal 34 18 13 3 63 29 +34 67
3 Newcastle 34 19 5 10 65 44 +21 62
4 Man City 34 18 7 9 66 43 +23 61
5 Chelsea 34 17 9 8 59 40 +19 60
6 Nott. Forest 33 18 6 9 53 39 +14 60
7 Aston Villa 34 16 9 9 54 49 +5 57
8 Fulham 34 14 9 11 50 46 +4 51
9 Brighton 34 13 12 9 56 55 +1 51
10 Bournemouth 34 13 11 10 53 41 +12 50
11 Brentford 33 13 7 13 56 50 +6 46
12 Crystal Palace 34 11 12 11 43 47 -4 45
13 Wolves 34 12 5 17 51 61 -10 41
14 Man Utd 34 10 9 15 39 47 -8 39
15 Everton 34 8 14 12 34 41 -7 38
16 Tottenham 34 11 4 19 62 56 +6 37
17 West Ham 34 9 9 16 39 58 -19 36
18 Ipswich Town 34 4 9 21 33 74 -41 21
19 Leicester 34 4 6 24 27 76 -49 18
20 Southampton 34 2 5 27 25 80 -55 11
Athugasemdir
banner
banner