Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   sun 16. júní 2024 16:55
Kjartan Leifur Sigurðsson
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við vera í jöfnum leik í fyrri hálfleik. Blikar voru með yfirhöndina fyrstu mínuturnar en við endum þetta betur. Mörkin í upphafi seinni slá okkur aðeins út, þetta voru freak mörk. Það var brekka." Segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 3-0 tap gegn Breiðabliki í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Þróttur R.

Blikar gengu frá leiknum á stuttum kafla í upphafi seinni hálfleiks eftir að Þróttur hafði endað fyrri hálfleik mjög vel.

„Við förum með góða tilfinningu í hálfleikinn. Við ætluðum að halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel en mörk breyta leikjum og við verðum að ráða við það betur. Þetta annað mark sem var beint úr horni fékk mína leikmenn til að spyrja sig hvað væri í gangi. Við þurfum meiri mótstöðukraft."

Þróttaraliðið er neðst í deildinni og hefur aðeins unnið einn leik. Stutt er þó á milli í deidlinni og ef liðið nær að tengja saman sigra er ekki langt upp úr þessu veseni sem liðið er í.

„Það er svekkelsi að tapa eins og það á að vera. Svo þarf bara að takast á við næsta verkefni við getum ekki farið að reikna eitthvað hvað gerist ef við vinnum hina og þessa leiki. Það á bara að taka næsta skref og reyna ná í stig og þannig komumst við upp úr þessu.
Athugasemdir
banner
banner