Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   sun 16. júní 2024 16:55
Kjartan Leifur Sigurðsson
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við vera í jöfnum leik í fyrri hálfleik. Blikar voru með yfirhöndina fyrstu mínuturnar en við endum þetta betur. Mörkin í upphafi seinni slá okkur aðeins út, þetta voru freak mörk. Það var brekka." Segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 3-0 tap gegn Breiðabliki í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Þróttur R.

Blikar gengu frá leiknum á stuttum kafla í upphafi seinni hálfleiks eftir að Þróttur hafði endað fyrri hálfleik mjög vel.

„Við förum með góða tilfinningu í hálfleikinn. Við ætluðum að halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel en mörk breyta leikjum og við verðum að ráða við það betur. Þetta annað mark sem var beint úr horni fékk mína leikmenn til að spyrja sig hvað væri í gangi. Við þurfum meiri mótstöðukraft."

Þróttaraliðið er neðst í deildinni og hefur aðeins unnið einn leik. Stutt er þó á milli í deidlinni og ef liðið nær að tengja saman sigra er ekki langt upp úr þessu veseni sem liðið er í.

„Það er svekkelsi að tapa eins og það á að vera. Svo þarf bara að takast á við næsta verkefni við getum ekki farið að reikna eitthvað hvað gerist ef við vinnum hina og þessa leiki. Það á bara að taka næsta skref og reyna ná í stig og þannig komumst við upp úr þessu.
Athugasemdir
banner
banner