Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 16. ágúst 2019 21:12
Hilmar Jökull Stefánsson
Óskar Hrafn: Mér finnst umræðan bara dónaskapur
Óskar Hrafn vonar að Gústi Gylfa fái frið til að sinna starfi sínu
Óskar Hrafn, þjálfari Gróttu
Óskar Hrafn, þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu var með blendnar tilfinningar eftir 0-0 jafnteflið við Fjölni á Extra vellinum í Grafarvogi í kvöld og hafði þetta um leikinn að segja:

Þegar stórt er spurt er fátt um svör en ég held að það hafi nú ekki verið af því að við reyndum það ekki og við fengum alveg tækifæri til þess. Fjölnisliðið er mjög öflugt, með frábæra varnarmenn og góðan markmann og enginn hægðarleikur að brjóta þá á bak aftur. Það er nú stærsta skýringin á því að við erum búnir að spila 180 mínútur á móti Fjölni í sumar og hvorugt liðið búið að ná að skora.


 


Ég ætla ekki að standa hérna á móti þér og kvarta yfir því að gera 0-0 jafntefli á móti Fjölni, það kemur ekki til greina.“



Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  0 Grótta

Þegar Óskar var spurður út í framhaldið hjá sínum mönnum voru viðbrögðin þessi:

Ég lít á framhaldið þannig að það er mjög erfiður leikur við Framara eftir viku. Fram er eitt besta lið sem við höfum spilað við í sumar og það verður mjög erfiður leikur. Við förum bara í þann leik eins og aðra leiki til að vinna. Það væri skrýtið að koma til að gera eitthvað annað.“

Að lokum var Óskar spurður út í þá umræðu sem skapast hefur um hann sjálfan og þjálfarastöðu Breiðabliks í Kópavogi, en Óskar hefur verið orðaður við starfið, af Gróu á Leiti, að undanförnu og sagði hann þetta um þá umræðu:

Mér finnst hún bara dónaskapur gagnvart Ágústi Gylfasyni, ég ber mikla virðingu fyrir Gústa og hann er búinn að gera frábæra hluti með Breiðabliksliðið og það að vera orða einhverja menn við starf sem aðrir eru að sinna finnst mér ekki rétt. Ég vona bara að Gústi fái frið, það er fullt fyrir Breiðablik að keppa að þótt að bikarinn sé farinn.“

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.



Athugasemdir