Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   fös 16. ágúst 2019 21:12
Hilmar Jökull Stefánsson
Óskar Hrafn: Mér finnst umræðan bara dónaskapur
Óskar Hrafn vonar að Gústi Gylfa fái frið til að sinna starfi sínu
Óskar Hrafn, þjálfari Gróttu
Óskar Hrafn, þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu var með blendnar tilfinningar eftir 0-0 jafnteflið við Fjölni á Extra vellinum í Grafarvogi í kvöld og hafði þetta um leikinn að segja:

Þegar stórt er spurt er fátt um svör en ég held að það hafi nú ekki verið af því að við reyndum það ekki og við fengum alveg tækifæri til þess. Fjölnisliðið er mjög öflugt, með frábæra varnarmenn og góðan markmann og enginn hægðarleikur að brjóta þá á bak aftur. Það er nú stærsta skýringin á því að við erum búnir að spila 180 mínútur á móti Fjölni í sumar og hvorugt liðið búið að ná að skora.


 


Ég ætla ekki að standa hérna á móti þér og kvarta yfir því að gera 0-0 jafntefli á móti Fjölni, það kemur ekki til greina.“



Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  0 Grótta

Þegar Óskar var spurður út í framhaldið hjá sínum mönnum voru viðbrögðin þessi:

Ég lít á framhaldið þannig að það er mjög erfiður leikur við Framara eftir viku. Fram er eitt besta lið sem við höfum spilað við í sumar og það verður mjög erfiður leikur. Við förum bara í þann leik eins og aðra leiki til að vinna. Það væri skrýtið að koma til að gera eitthvað annað.“

Að lokum var Óskar spurður út í þá umræðu sem skapast hefur um hann sjálfan og þjálfarastöðu Breiðabliks í Kópavogi, en Óskar hefur verið orðaður við starfið, af Gróu á Leiti, að undanförnu og sagði hann þetta um þá umræðu:

Mér finnst hún bara dónaskapur gagnvart Ágústi Gylfasyni, ég ber mikla virðingu fyrir Gústa og hann er búinn að gera frábæra hluti með Breiðabliksliðið og það að vera orða einhverja menn við starf sem aðrir eru að sinna finnst mér ekki rétt. Ég vona bara að Gústi fái frið, það er fullt fyrir Breiðablik að keppa að þótt að bikarinn sé farinn.“

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.



Athugasemdir
banner