Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   fös 16. ágúst 2019 21:12
Hilmar Jökull Stefánsson
Óskar Hrafn: Mér finnst umræðan bara dónaskapur
Óskar Hrafn vonar að Gústi Gylfa fái frið til að sinna starfi sínu
Óskar Hrafn, þjálfari Gróttu
Óskar Hrafn, þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu var með blendnar tilfinningar eftir 0-0 jafnteflið við Fjölni á Extra vellinum í Grafarvogi í kvöld og hafði þetta um leikinn að segja:

Þegar stórt er spurt er fátt um svör en ég held að það hafi nú ekki verið af því að við reyndum það ekki og við fengum alveg tækifæri til þess. Fjölnisliðið er mjög öflugt, með frábæra varnarmenn og góðan markmann og enginn hægðarleikur að brjóta þá á bak aftur. Það er nú stærsta skýringin á því að við erum búnir að spila 180 mínútur á móti Fjölni í sumar og hvorugt liðið búið að ná að skora.


 


Ég ætla ekki að standa hérna á móti þér og kvarta yfir því að gera 0-0 jafntefli á móti Fjölni, það kemur ekki til greina.“



Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  0 Grótta

Þegar Óskar var spurður út í framhaldið hjá sínum mönnum voru viðbrögðin þessi:

Ég lít á framhaldið þannig að það er mjög erfiður leikur við Framara eftir viku. Fram er eitt besta lið sem við höfum spilað við í sumar og það verður mjög erfiður leikur. Við förum bara í þann leik eins og aðra leiki til að vinna. Það væri skrýtið að koma til að gera eitthvað annað.“

Að lokum var Óskar spurður út í þá umræðu sem skapast hefur um hann sjálfan og þjálfarastöðu Breiðabliks í Kópavogi, en Óskar hefur verið orðaður við starfið, af Gróu á Leiti, að undanförnu og sagði hann þetta um þá umræðu:

Mér finnst hún bara dónaskapur gagnvart Ágústi Gylfasyni, ég ber mikla virðingu fyrir Gústa og hann er búinn að gera frábæra hluti með Breiðabliksliðið og það að vera orða einhverja menn við starf sem aðrir eru að sinna finnst mér ekki rétt. Ég vona bara að Gústi fái frið, það er fullt fyrir Breiðablik að keppa að þótt að bikarinn sé farinn.“

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.



Athugasemdir
banner