Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fös 16. ágúst 2019 21:12
Hilmar Jökull Stefánsson
Óskar Hrafn: Mér finnst umræðan bara dónaskapur
Óskar Hrafn vonar að Gústi Gylfa fái frið til að sinna starfi sínu
Óskar Hrafn, þjálfari Gróttu
Óskar Hrafn, þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu var með blendnar tilfinningar eftir 0-0 jafnteflið við Fjölni á Extra vellinum í Grafarvogi í kvöld og hafði þetta um leikinn að segja:

Þegar stórt er spurt er fátt um svör en ég held að það hafi nú ekki verið af því að við reyndum það ekki og við fengum alveg tækifæri til þess. Fjölnisliðið er mjög öflugt, með frábæra varnarmenn og góðan markmann og enginn hægðarleikur að brjóta þá á bak aftur. Það er nú stærsta skýringin á því að við erum búnir að spila 180 mínútur á móti Fjölni í sumar og hvorugt liðið búið að ná að skora.


 


Ég ætla ekki að standa hérna á móti þér og kvarta yfir því að gera 0-0 jafntefli á móti Fjölni, það kemur ekki til greina.“



Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  0 Grótta

Þegar Óskar var spurður út í framhaldið hjá sínum mönnum voru viðbrögðin þessi:

Ég lít á framhaldið þannig að það er mjög erfiður leikur við Framara eftir viku. Fram er eitt besta lið sem við höfum spilað við í sumar og það verður mjög erfiður leikur. Við förum bara í þann leik eins og aðra leiki til að vinna. Það væri skrýtið að koma til að gera eitthvað annað.“

Að lokum var Óskar spurður út í þá umræðu sem skapast hefur um hann sjálfan og þjálfarastöðu Breiðabliks í Kópavogi, en Óskar hefur verið orðaður við starfið, af Gróu á Leiti, að undanförnu og sagði hann þetta um þá umræðu:

Mér finnst hún bara dónaskapur gagnvart Ágústi Gylfasyni, ég ber mikla virðingu fyrir Gústa og hann er búinn að gera frábæra hluti með Breiðabliksliðið og það að vera orða einhverja menn við starf sem aðrir eru að sinna finnst mér ekki rétt. Ég vona bara að Gústi fái frið, það er fullt fyrir Breiðablik að keppa að þótt að bikarinn sé farinn.“

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner