Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
   lau 17. ágúst 2019 20:36
Arnar Helgi Magnússon
Alfreð: Valli Reynis skálar á Tenerife og í kvöld skálum við
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías Jóhansson var eðlilega í stuði þegar Fótbolti.net náði tali af honum eftir sigur í úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

„Mér líður yndilega. Ég er ótrúlega ánægður og stoltur að því að eiga þátt í þessu," sagði Alli í mikilli geðshræringu eftir leik.

Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 KR

„Ég var stressaður í lokin á móti þessu geggjaða KR liði. Þær spiluðu ógeðslega vel og þetta var ógeðslega erfiður leikur. Taugarnar voru þandar en þetta er ógeðslega gaman."

Þóra Jónsdóttir kom inná sem varamaður og skoraði sigurmarkið í leiknum.

„Hún skorar markið sem að skilur að og sú er heldur betur búin að stinga mörgum sokkum upp í þá sem að höfðu ekki trú á henni fyrir tveimur árum. Hún er bara að uppskera og hún mun muna eftir þessu þangað til hún fer á elliheimili."

Selfyssingar fjölmenntu á leikinn í kvöld og er Alfreð þakklátur þeim.

„Þeir voru geggjaðir frá A-Ö. Við mættum þremur tímum fyrir leik og þá voru einhverjir mættir. Valli Reynis er að skála núna á Tenerife og í kvöld ætlum við að skála," sagði Alfreð.

Viðtalið við Alfreð má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner