Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   lau 17. ágúst 2019 20:36
Arnar Helgi Magnússon
Alfreð: Valli Reynis skálar á Tenerife og í kvöld skálum við
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías Jóhansson var eðlilega í stuði þegar Fótbolti.net náði tali af honum eftir sigur í úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

„Mér líður yndilega. Ég er ótrúlega ánægður og stoltur að því að eiga þátt í þessu," sagði Alli í mikilli geðshræringu eftir leik.

Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 KR

„Ég var stressaður í lokin á móti þessu geggjaða KR liði. Þær spiluðu ógeðslega vel og þetta var ógeðslega erfiður leikur. Taugarnar voru þandar en þetta er ógeðslega gaman."

Þóra Jónsdóttir kom inná sem varamaður og skoraði sigurmarkið í leiknum.

„Hún skorar markið sem að skilur að og sú er heldur betur búin að stinga mörgum sokkum upp í þá sem að höfðu ekki trú á henni fyrir tveimur árum. Hún er bara að uppskera og hún mun muna eftir þessu þangað til hún fer á elliheimili."

Selfyssingar fjölmenntu á leikinn í kvöld og er Alfreð þakklátur þeim.

„Þeir voru geggjaðir frá A-Ö. Við mættum þremur tímum fyrir leik og þá voru einhverjir mættir. Valli Reynis er að skála núna á Tenerife og í kvöld ætlum við að skála," sagði Alfreð.

Viðtalið við Alfreð má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner