Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
   fim 19. maí 2022 22:29
Jón Már Ferro
Ómar Ingi: Ég geri ráð fyrir því að þeir sem stjórna eru í því máli þessa dagana
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er frábær spurning við bara náðum ekki að skora. Fengum eins og þú segir fullt af mjög fínum tækifærum í fyrri hálfleik til þess að komast yfir. Mér fannst við fá það í seinni hálfleik líka. Þó leikurinn hafi verið jafnari þá, þá fannst mér við alveg fá færi til að skora þá líka", sagði Ómar Ingi, þjálfari HK eftir tap á móti Gróttu í kvöld.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  0 HK

Þetta er fyrsti leikur Ómars sem aðalþjálfari HK. Hann er einnig yfirþjálfari yngriflokka í HK og hefur þjálfað nánast alla flokka hjá þeim. Hann stýrir liðinu þangað til annað kemur í ljós. Eins og flestir vita þá var Brynjar Björn þjálfari liðsins en hann steig frá borði eftir að Örgryte í næst efstu deild í Svíþjóð réði hann til starfa.

Ómar kom í viðtal og ræddi um leikinn í kvöld gegn Gróttu í 3.umferð Lengjudeildarinnar.

Við fengum allavega færin til þess, þeir verja þarna einusinni á markteig og Jón Ívan kemur vel út þarna einu sinni á okkur. Ég gat ekki séð nema hann hafi verið helvíti nálægt því að vera inni einn skallinn. Þannig að nógu góðir sóknarlega, kannski ekki jafn góðir og í fyrri hálfleik að einhverju leyti. Við fengum líka tækifæri til þess að skora klárlega", sagði Ómar um hvort hans menn hafi verið nógu góðir sóknarlega í seinni hálfleik til þess að verðskulda mark. 

Aðspurður um þjálfaramál HK segir Ómar að það sé líklegast verið að skoða framhaldið þessa stundina.

Það er bara ekki á mínu borði. Ég geri ráð fyrir því að þeir sem stjórna eru í því máli þessa dagana," sagði Ómar.

Ekki hefur verið rætt við Ómar um að halda áfram sem aðalþjálfari liðsins.

Ekki lengur en bara núna, ég geri yfirleitt bara það sem ég er beðin um hérna í HK. Ég stýri allavega með Kára og Daða þangað til annað kemur í ljós," sagði Ómar að lokum.


Athugasemdir
banner