Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 19. maí 2022 22:29
Jón Már Ferro
Ómar Ingi: Ég geri ráð fyrir því að þeir sem stjórna eru í því máli þessa dagana
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er frábær spurning við bara náðum ekki að skora. Fengum eins og þú segir fullt af mjög fínum tækifærum í fyrri hálfleik til þess að komast yfir. Mér fannst við fá það í seinni hálfleik líka. Þó leikurinn hafi verið jafnari þá, þá fannst mér við alveg fá færi til að skora þá líka", sagði Ómar Ingi, þjálfari HK eftir tap á móti Gróttu í kvöld.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  0 HK

Þetta er fyrsti leikur Ómars sem aðalþjálfari HK. Hann er einnig yfirþjálfari yngriflokka í HK og hefur þjálfað nánast alla flokka hjá þeim. Hann stýrir liðinu þangað til annað kemur í ljós. Eins og flestir vita þá var Brynjar Björn þjálfari liðsins en hann steig frá borði eftir að Örgryte í næst efstu deild í Svíþjóð réði hann til starfa.

Ómar kom í viðtal og ræddi um leikinn í kvöld gegn Gróttu í 3.umferð Lengjudeildarinnar.

Við fengum allavega færin til þess, þeir verja þarna einusinni á markteig og Jón Ívan kemur vel út þarna einu sinni á okkur. Ég gat ekki séð nema hann hafi verið helvíti nálægt því að vera inni einn skallinn. Þannig að nógu góðir sóknarlega, kannski ekki jafn góðir og í fyrri hálfleik að einhverju leyti. Við fengum líka tækifæri til þess að skora klárlega", sagði Ómar um hvort hans menn hafi verið nógu góðir sóknarlega í seinni hálfleik til þess að verðskulda mark. 

Aðspurður um þjálfaramál HK segir Ómar að það sé líklegast verið að skoða framhaldið þessa stundina.

Það er bara ekki á mínu borði. Ég geri ráð fyrir því að þeir sem stjórna eru í því máli þessa dagana," sagði Ómar.

Ekki hefur verið rætt við Ómar um að halda áfram sem aðalþjálfari liðsins.

Ekki lengur en bara núna, ég geri yfirleitt bara það sem ég er beðin um hérna í HK. Ég stýri allavega með Kára og Daða þangað til annað kemur í ljós," sagði Ómar að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner