Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
Ómar Björn: Loksins að fá að skora á heimavelli
Jón Þór svekktur út í sjálfan sig: Var pínu hikandi að taka menn útaf
Talar um ítölsku ræturnar og góðan varnarleik - „Simeone væri stoltur“
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Ísak Óli: Særð dýr koma alltaf og bíta frá sér
Ómar: Óhað frammistöðu þá þurfum við að vinna næsta leik
Kjartan Henry: Leikur sem reyndi á allskonar hliðar fótboltans
Hallgrímur Mar: Geggjuð ferð vestur - fórum á Bolafjallið
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Davíð Smári ósáttur við Helga Mikael: Hvað segi ég rangt ef ég segi nafn dómarans?
Maggi lét menn heyra það - „Þurfum að kafa mjög djúpt"
Heiður að vera með bandið - „Ætluðum að bæta upp fyrir drulluna"
Siggi Höskulds: Gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu
Gunnar Heiðar: Sýnum það í úrslitum og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt
Dragan: Það er betra eitt stig en ekki neitt
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Árni Guðna: Erum ekkert verri en önnur lið í deildinni
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Dreymdi um 1-0 sigur en fékk meira - „Ég er orðin sveitt aftur"
   fim 20. júní 2024 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Enn og aftur erum við með unnin leik eða þannig stöðu að vera yfir og missum það niður í jafntefli og er þetta í þriðja skiptið í sumar. Ég var ekki ánægður með fyrri hálfleik hjá okkur þar sem við vorum alltof hægir og boltinn gekk illa. Mér fannst það skána töluvert í seinni hálfleik þar sem við fengum betra flot á boltann. Við uppskárum gott mark og gott færi í kjölfarið“ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur um leikinn að afloknum leik Keflavíkur og Þróttar á HS Orkuvellinum fyrr í kvöld þar sem lokatölur urðu 1-1 jafntefli og bætti svo við.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Þróttur R.

„Þetta er baráttu leikur, Þróttarar að spila fínt út á velli en ógna okkur ekki mikið en svo kemur einhver drauma aukaspyrna upp í vinkilinn og við svo sem mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli leikurinn.“

Talsvert er um meiðsli í herbúðum Keflavíkur sem stendur og stórir póstar frá. Sindri Snær Magnússon og Sami Kamel eru frá vegna meiðsla þó Kamel hafi vissulega verið í hóp í dag. Þá var alls óvist með þáttöku Frans Elvarssonar í leiknum sem kom þó inná.

„Já og Mamadou (Diaw) ekki heldur með og meiddur. Það munar um hvern leikmann sem er frá og það er vont þegar þeir eru svona margir meiddir á sama tíma. Vonandi styttist í einhverja og við verðum bara að gíra upp í nágrannaslag á miðvikudaginn næstkomandi og menn verða að vera klárir í það.“

Sagði Haraldur og vísar þar til grannaslags Keflavíkur og Njarðvíkur sem fram fer á HS Orkuvellinum eftir tæpa viku. Þar fá Keflvíkingar í heimsókn liðið sem öllum að óvörum situr á toppi deildarinnar eftir átta umferðir.

„Frábærlega vel gert hjá þeim að vera á toppnum og þeir hafa verið að spila vel. Ég hef séð nokkra leiki hjá þeim og þeir eru bara verðskuldað á toppnum. En við fáum þá hingað heim ætlum ekkert að gefa þeim neitt hér. Við höfum verið sterkir hérna heima og það verður bara hörkuleikur. “

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner