Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   fim 20. júní 2024 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Enn og aftur erum við með unnin leik eða þannig stöðu að vera yfir og missum það niður í jafntefli og er þetta í þriðja skiptið í sumar. Ég var ekki ánægður með fyrri hálfleik hjá okkur þar sem við vorum alltof hægir og boltinn gekk illa. Mér fannst það skána töluvert í seinni hálfleik þar sem við fengum betra flot á boltann. Við uppskárum gott mark og gott færi í kjölfarið“ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur um leikinn að afloknum leik Keflavíkur og Þróttar á HS Orkuvellinum fyrr í kvöld þar sem lokatölur urðu 1-1 jafntefli og bætti svo við.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Þróttur R.

„Þetta er baráttu leikur, Þróttarar að spila fínt út á velli en ógna okkur ekki mikið en svo kemur einhver drauma aukaspyrna upp í vinkilinn og við svo sem mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli leikurinn.“

Talsvert er um meiðsli í herbúðum Keflavíkur sem stendur og stórir póstar frá. Sindri Snær Magnússon og Sami Kamel eru frá vegna meiðsla þó Kamel hafi vissulega verið í hóp í dag. Þá var alls óvist með þáttöku Frans Elvarssonar í leiknum sem kom þó inná.

„Já og Mamadou (Diaw) ekki heldur með og meiddur. Það munar um hvern leikmann sem er frá og það er vont þegar þeir eru svona margir meiddir á sama tíma. Vonandi styttist í einhverja og við verðum bara að gíra upp í nágrannaslag á miðvikudaginn næstkomandi og menn verða að vera klárir í það.“

Sagði Haraldur og vísar þar til grannaslags Keflavíkur og Njarðvíkur sem fram fer á HS Orkuvellinum eftir tæpa viku. Þar fá Keflvíkingar í heimsókn liðið sem öllum að óvörum situr á toppi deildarinnar eftir átta umferðir.

„Frábærlega vel gert hjá þeim að vera á toppnum og þeir hafa verið að spila vel. Ég hef séð nokkra leiki hjá þeim og þeir eru bara verðskuldað á toppnum. En við fáum þá hingað heim ætlum ekkert að gefa þeim neitt hér. Við höfum verið sterkir hérna heima og það verður bara hörkuleikur. “

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner