Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
   fim 20. júní 2024 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Enn og aftur erum við með unnin leik eða þannig stöðu að vera yfir og missum það niður í jafntefli og er þetta í þriðja skiptið í sumar. Ég var ekki ánægður með fyrri hálfleik hjá okkur þar sem við vorum alltof hægir og boltinn gekk illa. Mér fannst það skána töluvert í seinni hálfleik þar sem við fengum betra flot á boltann. Við uppskárum gott mark og gott færi í kjölfarið“ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur um leikinn að afloknum leik Keflavíkur og Þróttar á HS Orkuvellinum fyrr í kvöld þar sem lokatölur urðu 1-1 jafntefli og bætti svo við.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Þróttur R.

„Þetta er baráttu leikur, Þróttarar að spila fínt út á velli en ógna okkur ekki mikið en svo kemur einhver drauma aukaspyrna upp í vinkilinn og við svo sem mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli leikurinn.“

Talsvert er um meiðsli í herbúðum Keflavíkur sem stendur og stórir póstar frá. Sindri Snær Magnússon og Sami Kamel eru frá vegna meiðsla þó Kamel hafi vissulega verið í hóp í dag. Þá var alls óvist með þáttöku Frans Elvarssonar í leiknum sem kom þó inná.

„Já og Mamadou (Diaw) ekki heldur með og meiddur. Það munar um hvern leikmann sem er frá og það er vont þegar þeir eru svona margir meiddir á sama tíma. Vonandi styttist í einhverja og við verðum bara að gíra upp í nágrannaslag á miðvikudaginn næstkomandi og menn verða að vera klárir í það.“

Sagði Haraldur og vísar þar til grannaslags Keflavíkur og Njarðvíkur sem fram fer á HS Orkuvellinum eftir tæpa viku. Þar fá Keflvíkingar í heimsókn liðið sem öllum að óvörum situr á toppi deildarinnar eftir átta umferðir.

„Frábærlega vel gert hjá þeim að vera á toppnum og þeir hafa verið að spila vel. Ég hef séð nokkra leiki hjá þeim og þeir eru bara verðskuldað á toppnum. En við fáum þá hingað heim ætlum ekkert að gefa þeim neitt hér. Við höfum verið sterkir hérna heima og það verður bara hörkuleikur. “

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner