Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   lau 20. júlí 2019 17:25
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þurfum að fara klára leiki og fá stig
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Njarðvíkingar fengu Þróttara frá Reykjavík í heimsókn í dag á Rafholtsvöllinn þegar flautað var til leiks í 13.Umferð Inkasso deildar karla.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  3 Þróttur R.

„Við erum algjörlega svekktir með það að tapa í dag miðað við framistöðu liðsins en einbeitning liðsins inn á milli kostaði okkur í dag." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik liðsins í dag.

„Við getum ekki í allt sumar fram að september verið sáttir við framistöðuna og tapað stigum það er einfaldlega ekki í boði þannig en jú við vorum sáttir með framistöðuna, við sköpuðum helling af færum, áttum fjögur skot í stöng og slá þannig og aðra allskonar optiona sem við vorum að ná upp en vorum líka að halda bolta vel innan liðsins fyrir utan einhver korter kannski í fyrri hálfleik en við erum nátturlega ekki sáttir við að tapa leik og fá á okkur þrjú mörk.

Njarðvíkingar fengu Ivan Prskalo í glugganum en sá hefur heldur betur stimplað sig inn í liðið en hann er núna með 4 mörk í 4 leikjum.
„Við erum bara að spila skemmtiegan bolta núna og erum að halda vel í bolta og skapa helling af færum og annað en jú okkur vantar kannski síðustu ár að skora reglulega og annað en meðan við skorum helling en fáum líka helling á okkur þá fáum við ekki mikið út úr því."

Njarðvíkurliðið hefur verið að sýna aðrar hliðar á sér nú í síðustu leikjum en við erum vön að sjá frá þeim og því ekki úr vegi en að spyrjast fyrir hvort að séu nýju mennirnir sem séu að opna fyrir þann möguleika.
„Þeir nátturlega búa til optiona fyrir okkur að breyta kannski um leikstíl og annað, aðrir hafa líka stigið upp en við þurfum samt að stíga enn meira upp og köllum eftir því að menn geri enn betur og við þurufm að taka sigra, framundan er leikur á móti Leikni og þar ætlum við okkur hluti, við höfum spilað vel á móti Leikni síðustu ár og ætlum okkur að halda því áfram en við þurfum að fara klára leiki og fá stig afþví að bara sem dæmi sigurinn á móti Víkingi hérna um daginn hann gaf okkur þrjú stig og telur fljótt þannig en meðan við erum að spila vel eins og á móti Þór úti og erum að gefa leikinn frá okkur þar og svo aftur í dag þá er þetta ekki vænlegt."

Nánar er rætt við Rafn Markús Vilbergsson þjálfara Njarðvíkur í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir