Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 20. júlí 2019 17:25
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þurfum að fara klára leiki og fá stig
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Njarðvíkingar fengu Þróttara frá Reykjavík í heimsókn í dag á Rafholtsvöllinn þegar flautað var til leiks í 13.Umferð Inkasso deildar karla.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  3 Þróttur R.

„Við erum algjörlega svekktir með það að tapa í dag miðað við framistöðu liðsins en einbeitning liðsins inn á milli kostaði okkur í dag." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik liðsins í dag.

„Við getum ekki í allt sumar fram að september verið sáttir við framistöðuna og tapað stigum það er einfaldlega ekki í boði þannig en jú við vorum sáttir með framistöðuna, við sköpuðum helling af færum, áttum fjögur skot í stöng og slá þannig og aðra allskonar optiona sem við vorum að ná upp en vorum líka að halda bolta vel innan liðsins fyrir utan einhver korter kannski í fyrri hálfleik en við erum nátturlega ekki sáttir við að tapa leik og fá á okkur þrjú mörk.

Njarðvíkingar fengu Ivan Prskalo í glugganum en sá hefur heldur betur stimplað sig inn í liðið en hann er núna með 4 mörk í 4 leikjum.
„Við erum bara að spila skemmtiegan bolta núna og erum að halda vel í bolta og skapa helling af færum og annað en jú okkur vantar kannski síðustu ár að skora reglulega og annað en meðan við skorum helling en fáum líka helling á okkur þá fáum við ekki mikið út úr því."

Njarðvíkurliðið hefur verið að sýna aðrar hliðar á sér nú í síðustu leikjum en við erum vön að sjá frá þeim og því ekki úr vegi en að spyrjast fyrir hvort að séu nýju mennirnir sem séu að opna fyrir þann möguleika.
„Þeir nátturlega búa til optiona fyrir okkur að breyta kannski um leikstíl og annað, aðrir hafa líka stigið upp en við þurfum samt að stíga enn meira upp og köllum eftir því að menn geri enn betur og við þurufm að taka sigra, framundan er leikur á móti Leikni og þar ætlum við okkur hluti, við höfum spilað vel á móti Leikni síðustu ár og ætlum okkur að halda því áfram en við þurfum að fara klára leiki og fá stig afþví að bara sem dæmi sigurinn á móti Víkingi hérna um daginn hann gaf okkur þrjú stig og telur fljótt þannig en meðan við erum að spila vel eins og á móti Þór úti og erum að gefa leikinn frá okkur þar og svo aftur í dag þá er þetta ekki vænlegt."

Nánar er rætt við Rafn Markús Vilbergsson þjálfara Njarðvíkur í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner