Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   fös 23. febrúar 2024 18:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Icelandair
Telma Ívarsdóttir.
Telma Ívarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Telma Ívarsdóttir var mætt aftur í markið hjá íslenska landsliðinu í dag og átti hún fínan leik þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar í dag. Um var að ræða fyrri leik liðanna en seinni leikurinn er á Kópavogsvelli í næstu viku.

„Við erum enn með sömu markmið. Við erum jöfn eins og staðan er núna. Það er ekki eins og við höfum tapað einhverju þannig séð hérna í kvöld. Við þurfum að halda áfram og halda í markmiðin sem er að klára leikinn heima á Kópavogsvelli," sagði Telma við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  1 Ísland

„Mér leið allan tímann mjög vel. Það var kannski smá mikið að gera á köflum og þær áttu fína spilkafla inn á milli. Völlurinn var kannski svolítið þurr, sérstaklega inn í teignum. Hann var blautur einhvers staðar þarna á miðjunni. Þetta var skringilega vökvað hjá Serbunum."

„Það var erfitt að finna sig í byrjun með boltann, og koma flæði á hann. En mér fannst við gera fínt heilt yfir."

Serbarnir tóku forystuna í leiknum. Hvað hugsaði Telma þá?

„Ég hugsaði áðan að við myndum skora strax eftir smá. Ég hafði allan tímann trú á stelpunum þarna frammi. Við gerðum það eftir langt innkast frá Sveindísi. Þetta er kannski svolítið íslenska leiðin til að svara. Það finnst mér. Við hefðum kannski átt að nýta þetta aðeins betur því við fengum slatta af löngum innköstum og hornum. Við gerum bara betur á Kópavogsvelli."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner