Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 23. júní 2024 23:26
Sölvi Haraldsson
Dóri ósáttur með leikmenn liðsins - „Skil ekki hvernig þetta er hægt“
„Í stað þess að halda aga og hafa trú á kerfinu, og planinu, að þá fara menn að hlaupa hérna út um allan völl.“
„Í stað þess að halda aga og hafa trú á kerfinu, og planinu, að þá fara menn að hlaupa hérna út um allan völl.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var vægast sagt alls ekki sáttur með sína menn eftir leik liðsins við ÍA í kvöld sem endaði 1-1.

Í stað þess að halda aga og hafa trú á kerfinu, og planinu, að þá fara menn að hlaupa hérna út um allan völl. Það var enginn strúktur í því sem við gerðum sóknarlega og við vorum galopnir varnarlega. Að lokum er það Anton sem bjargar okkur frá því að tapa leiknum sem er ótrúleg staða eftir að hafa jafnað leikinn í 1-1. Með svona frábært lið eigum við að klára leikinn.“ sagði Dóri og bætti svo við.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 ÍA

Eftir að Höskuldur jafnar er hellingur eftir af leiknum. Ég skil alveg að menn vilja bara finna lausnina sjálfir og fara strax að skora annað mark. En þegar menn eru hlaupandi út um allan völl kemur ekkert gáfulegt út úr því. Þetta var taktískt agaleysi hérna í lokin, sem ég er ósáttur við. Ég hefði viljað meiri stjórn á leiknum og halda þeim neðar á vellinum.

Aron Bjarnason var sloppinn einn inn fyrir eftir rúman hálftímaleik þegar aðstoðardómarinn lyfti upp flagginu. Halldór Árnason segist hafa séð atvikið fljótlega eftir það og segir að hann hafi aldrei verið rangstæður. Hann segir þennan sama dómara hafa dæmt aðra stórleiki hjá Blikum.

Hann er ekki rangstæður. Ég held að í markinu sem Benjamin Stokke skorar er heldur ekki rangstaða. Þetta er sami línuvörður og dæmir hérna Víkingsleikinn. Hann dæmir fjórar rangstöður í seinni hálfleiknum, þrjár af þeim eru kolrangar. Ein af þeim er þegar Ísak er kominn einn í gegn. Eitt af því er á síðustu sekúndunni þegar við erum að loka leiknum.“ sagði Dóri og bætti svo við.“

„Þetta er svo dýrt. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja meira. Skil ekki hvernig þetta er hægt.

Blikar voru miklu betri í fyrri hálfleiknum og áttu 11 marktilraunir gegn einni. Afhverju náðu Blikar ekki inn marki þá þegar þeir réðu öllu í fyrri hálfleiknum?

Orkan og pressan í fyrri hálfleik var geggjuð. Stundum dettur boltinn vitlaus fyrir þig. Það er kannski það sem er erfiðast að vera pirraður út í, að menn sé með mislagaða fætur í einhverjum færum. Það pirrar mann þegar menn taka vondar ákvarðanir og halda ekki skipulagi.

Með sigri í dag hefði Breiðablik farið á toppinn í Bestu deildinni. Var það eitthvað sem mótiveraði menn fyrir leik, og er það ennþá meira svekkjandi að hafa þá tapað í dag?

Ég sé eftir þremur stigum í dag sem hefði sett okkur á toppinn, klárt mál.“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.

Viðtalið við Halldór Árnason í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner