Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   lau 25. maí 2024 22:30
Hafliði Breiðfjörð
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Arnar Grétarsson þjálfari Vals.
Arnar Grétarsson þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við lendum undir og komum til baka og svo yfir. Í stöðunni 2-1 fannst mér við fá tvö eða þrjú færi sem við hefðum átt að klára leikinn. Svo hefðum við átt að gera betur í jöfnunarmarkinu. Það er svekkjandi að fór sem fór," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir 2 - 2 jafntefli við FH í Bestu-deild karla í dag.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 FH

Snemma leiks, eftir 15 mínútur, varð atvik þar sem Sindri Kristinn Ólafsson markvörður FH virtist verja fyrir utan vítateig en Gylfi Már Sigurðsson aðstoðardómari á línunni sá það ekki. Um það atvik sagði Arnar:

„Það hafa verið margir dómar sem hafa fallið gegn okkur og þetta er risa ákvörðun. Ég held að við höfum allir séð það og það er með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það. Þetta er risa ákvörðun í leiknum og hann missir af henni. Það er slæmt og hefði geta spilað stóra rullu. Ef hann hefði ekki slegið boltann þá hefði hann skorað en hefði átt að vera rautt spjald. Þetta er svekkjandi þegar dómararnir spila svona stóra rullu í þessu. Þetta eru stórar ákvarðanir og þetta er ekki ákvörðun sem maður hefði haldið að væri erfitt að sjá. Stundum eru ákvarðanir bara mjög erfiðar en mér fannst þetta tiltölulega klippt og skorið."

FH komst yfir í leiknum áður en Valur komst í 2-1. FH minnkaði svo muninn seint í leiknum.

„Fyrsta korterið fannst mér þeir grimmari og við að spila inní. Við vitum að þeir eru physical og að keyra í okkur. Við vorum okkur verstir. Vorum að spila upp í lappirnar á þeim og tapa boltanum á fyrstu 15-20 mínútunum. Svo fannst mér við vinna okkur inn í leikinn og komast trekk í trekk í frábærar stöður."

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum að ofan en hann ræðir þar meðal annars um fjarveru sína í síðustu tveimur deildarleikjum þar sem hann tók út leikbann.

„Í HK leiknum var ég bara heima hjá mér og svo var ég bara hér inni á skrifstofu í hinum leiknum og horfði á leikinn í gegnum sjónvarpsskjá. Það er svolítið erfitt, hann er aðeins eftirá. Þetta er erfiðara en að vera á bekknum þó það geti oft verið erfitt."

Afhverju valdirðu að vera frekar fyrir framan skjá en á vellinum?

„Þá er meira verið að fókusa á þjálfarann, hvað hann er að gera og þannig. Það er ágætt að fá að vera einn í friði með athyglina á liðinu og ekki verið að hugsa um hvað ég er að gera."
Athugasemdir
banner
banner