Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
   lau 25. maí 2024 22:30
Hafliði Breiðfjörð
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Arnar Grétarsson þjálfari Vals.
Arnar Grétarsson þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við lendum undir og komum til baka og svo yfir. Í stöðunni 2-1 fannst mér við fá tvö eða þrjú færi sem við hefðum átt að klára leikinn. Svo hefðum við átt að gera betur í jöfnunarmarkinu. Það er svekkjandi að fór sem fór," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir 2 - 2 jafntefli við FH í Bestu-deild karla í dag.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 FH

Snemma leiks, eftir 15 mínútur, varð atvik þar sem Sindri Kristinn Ólafsson markvörður FH virtist verja fyrir utan vítateig en Gylfi Már Sigurðsson aðstoðardómari á línunni sá það ekki. Um það atvik sagði Arnar:

„Það hafa verið margir dómar sem hafa fallið gegn okkur og þetta er risa ákvörðun. Ég held að við höfum allir séð það og það er með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það. Þetta er risa ákvörðun í leiknum og hann missir af henni. Það er slæmt og hefði geta spilað stóra rullu. Ef hann hefði ekki slegið boltann þá hefði hann skorað en hefði átt að vera rautt spjald. Þetta er svekkjandi þegar dómararnir spila svona stóra rullu í þessu. Þetta eru stórar ákvarðanir og þetta er ekki ákvörðun sem maður hefði haldið að væri erfitt að sjá. Stundum eru ákvarðanir bara mjög erfiðar en mér fannst þetta tiltölulega klippt og skorið."

FH komst yfir í leiknum áður en Valur komst í 2-1. FH minnkaði svo muninn seint í leiknum.

„Fyrsta korterið fannst mér þeir grimmari og við að spila inní. Við vitum að þeir eru physical og að keyra í okkur. Við vorum okkur verstir. Vorum að spila upp í lappirnar á þeim og tapa boltanum á fyrstu 15-20 mínútunum. Svo fannst mér við vinna okkur inn í leikinn og komast trekk í trekk í frábærar stöður."

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum að ofan en hann ræðir þar meðal annars um fjarveru sína í síðustu tveimur deildarleikjum þar sem hann tók út leikbann.

„Í HK leiknum var ég bara heima hjá mér og svo var ég bara hér inni á skrifstofu í hinum leiknum og horfði á leikinn í gegnum sjónvarpsskjá. Það er svolítið erfitt, hann er aðeins eftirá. Þetta er erfiðara en að vera á bekknum þó það geti oft verið erfitt."

Afhverju valdirðu að vera frekar fyrir framan skjá en á vellinum?

„Þá er meira verið að fókusa á þjálfarann, hvað hann er að gera og þannig. Það er ágætt að fá að vera einn í friði með athyglina á liðinu og ekki verið að hugsa um hvað ég er að gera."
Athugasemdir
banner
banner