
„Þetta var gaman og mér fannst liðið vinna ótrúlega vel saman og fyrsti sigurinn kominn í dag, við erum ótrúlega sáttar með það," sagði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, Olla, eftir 1 - 5 sigur Þróttar á Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 5 Þróttur R.
„Við komum mikið betur inn í fyrstu 5-10 mínúturnar á báðum hálfleikunum og ákveðnar að fá ekki á okkur mark eins og við höfðum gert í hinum leikjunum. Ég held að það hafi gert gæfumuninn í dag."
Olla skoraði þrennu á heimavelli Stjörnunnar í fyrra og skoraði svo fyrsta mark leiksins í dag og virðist líða vel á vellinum.
„Ég hefði nú viljað skora fleiri í dag en eitt er gott og við unnum svo ég er sátt."
Stjarnan ógnaði Þróttum áður en þær skoruðu tvö fyrstu mörk sín.
„Mér fannst það ekkert óþægilegt, mér fannst við alltaf vera með þetta einhvern veginn. Það var smá í hornunum en við vorumm búnar að fara vel yfir þau og erum að bæta okkur mjög mikið þar."
Nánar er rætt við Ollu í sjónvarpinu að ofan þar sem hún segist meðal annars elska Köttarana sem er stuðningsmenn Þróttar og þeir hafi unnið leikinn. Hún segist einnig hafa verið veik og hafi farið í Covid test sem var neikvætt.
Athugasemdir