Eysteinn Húni Hauksson, annar af þjálfurum Keflavíkur, telur að úrslitin hafi verið sanngjörn á Akranesi en liðið gerði 2-2 jafntefli við ÍA.
Keflvíkingar lentu tveimur mörkum undir í leiknum en sýndu karakter og komu til baka. Christian Volesky skoraði á 34. mínútu og þá jafnaði Magnús Þór Magnússon í byrjun síðari hálfleiks.
Þetta var fjórði leikur Keflavíkur á tólf dögum en liðið hefur unnið þrjá og liðið gerði svo jafntefli í kvöld í fjórða leiknum.
„Við vorum þungir í sporinu. Við vorum ekki alveg eins og við erum vanir að vera. Við vorum á bogey-inu í byrjun og það kostaði okkur mikið og Skagamenn nýttu sér það en við höfum karakterinn til að stíga og jöfnuðum okkur á því sem er ekki sjálfgefið og við erum ánægðir með það," sagði Eysteinn Húni við Fótbolta.net.
„Ég bjóst við að við myndum láta kné fylgja kviði en við náðum því ekki og spurning hvort þetta situr í mönnum að þetta sé fjórði leikurinn á tólf dögum. Það komu færi báðum megin en ég held að ég verði að vera heiðarlegur með það að þetta voru sanngjörn úrslit."
Eysteinn vildi lítið tjá sig um Rúnar Þór Sigurgeirsson en talið er að Keflavík hafi samþykkt tilboð frá sænska félaginu Sirius. Keflavík mun hins vegar styrka sig frekar í glugganum.
„Við munum eflaust gera það. Við bjuggumst við að Ísak yrði út ágúst ef ég man rétt. Við erum að skoða þessi mál en við verðum að vanda okkur. Við þurfum breidd," sagði Eysteinn Hún en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir