Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   fim 28. október 2021 16:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úlfur stoltur: Verið draumastarfið síðan ég byrjaði að þjálfa
Auðvitað viljum við komast upp en viljum gera það á réttum forsendum
Lengjudeildin
Gunni Sig og Úlfur Arnar (til hægri)
Gunni Sig og Úlfur Arnar (til hægri)
Mynd: Fjölnir
„Viðræðurnar voru frekar fljótar, það var hóað í mig á fund og spjallað aðeins við mig. Svo eftir helgi tókum við annan fund og þetta var fljótt að gerast eftir það. Hugmyndir okkar lágu vel saman og menn hrifnir af því sem við vildum gera," sagði Úlfur Arnar Jökulsson, sem var tilkynntur sem nýr þjálfari Fjölnis í síðasta mánuði. Hann tekur við Fjölni eftir ásatug.

Úlfur er 38 ára og hefur þjálfað hjá Fjölni síðustu ár og var þjálfari Vængja Júpíters í sumar. Hann þjálfaði hjá Aftureldingu árin 2014-2017 og kemur nánar inn á sinn feril í viðtalinu.

„Já og nei, þetta er uppeldisklúbburinn minn og búið að vera draumastarfið síðan ég byrjaði að þjálfa. Undanfarin ár hefur manni þetta fundist vera nær og raunhæfar en nei, þetta kom ekki beint á óvart. Ég tel mig hafa sýnt að ég sé tilbúinn í þetta. Menn eru sammála því og gott að það sé tekið eftir því að maður sé tilbúinn í þetta."

Er mikill heiður að fá kallið frá stjórn knattspyrnudeildar Fjölnis? „Gríðarlegur heiður og ég er ofboðslega stoltur af því að fá tækifæri til að þjálfa uppeldisliðið mitt. Þetta er algjört draumastarf fyrir mig og ég er ofboðslega spenntur að byrja."

„Okkur finnst við vera komin á þann stað að við eigum að vera í úrvalsdeildinni og auðvitað stefnum við á að komast þangað. En á réttum forsendum, við viljum gera þetta á okkar hátt. Við erum með mjög efnilega stráka í félaginu, viljum gefa þeim hlutverk og gefa þeim traust. Við viljum leyfa þeim að sýna úr hverju þeir eru gerðir. Það gæti alveg tekið lengri tíma en eitt ár en þeir þurfa samt sem áður að vaxa hratt inn í verkefnið og sýna að þeir ráði við þetta. Við viljum líka byggja upp góðan grunn og fara upp þannig að við getum haldið í kjarnann í liðinu og haldið okkur uppi þannig,"
sagði Úlfur.

Í seinni hluta viðtalsins, sem sjá má í spilaranum að ofan, svarar Úlfur spurningum sem tengjast leikmannahópi liðsins.
Athugasemdir
banner