Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   fim 28. október 2021 16:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úlfur stoltur: Verið draumastarfið síðan ég byrjaði að þjálfa
Auðvitað viljum við komast upp en viljum gera það á réttum forsendum
Lengjudeildin
Gunni Sig og Úlfur Arnar (til hægri)
Gunni Sig og Úlfur Arnar (til hægri)
Mynd: Fjölnir
„Viðræðurnar voru frekar fljótar, það var hóað í mig á fund og spjallað aðeins við mig. Svo eftir helgi tókum við annan fund og þetta var fljótt að gerast eftir það. Hugmyndir okkar lágu vel saman og menn hrifnir af því sem við vildum gera," sagði Úlfur Arnar Jökulsson, sem var tilkynntur sem nýr þjálfari Fjölnis í síðasta mánuði. Hann tekur við Fjölni eftir ásatug.

Úlfur er 38 ára og hefur þjálfað hjá Fjölni síðustu ár og var þjálfari Vængja Júpíters í sumar. Hann þjálfaði hjá Aftureldingu árin 2014-2017 og kemur nánar inn á sinn feril í viðtalinu.

„Já og nei, þetta er uppeldisklúbburinn minn og búið að vera draumastarfið síðan ég byrjaði að þjálfa. Undanfarin ár hefur manni þetta fundist vera nær og raunhæfar en nei, þetta kom ekki beint á óvart. Ég tel mig hafa sýnt að ég sé tilbúinn í þetta. Menn eru sammála því og gott að það sé tekið eftir því að maður sé tilbúinn í þetta."

Er mikill heiður að fá kallið frá stjórn knattspyrnudeildar Fjölnis? „Gríðarlegur heiður og ég er ofboðslega stoltur af því að fá tækifæri til að þjálfa uppeldisliðið mitt. Þetta er algjört draumastarf fyrir mig og ég er ofboðslega spenntur að byrja."

„Okkur finnst við vera komin á þann stað að við eigum að vera í úrvalsdeildinni og auðvitað stefnum við á að komast þangað. En á réttum forsendum, við viljum gera þetta á okkar hátt. Við erum með mjög efnilega stráka í félaginu, viljum gefa þeim hlutverk og gefa þeim traust. Við viljum leyfa þeim að sýna úr hverju þeir eru gerðir. Það gæti alveg tekið lengri tíma en eitt ár en þeir þurfa samt sem áður að vaxa hratt inn í verkefnið og sýna að þeir ráði við þetta. Við viljum líka byggja upp góðan grunn og fara upp þannig að við getum haldið í kjarnann í liðinu og haldið okkur uppi þannig,"
sagði Úlfur.

Í seinni hluta viðtalsins, sem sjá má í spilaranum að ofan, svarar Úlfur spurningum sem tengjast leikmannahópi liðsins.
Athugasemdir
banner
banner