Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 28. október 2021 16:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úlfur stoltur: Verið draumastarfið síðan ég byrjaði að þjálfa
Auðvitað viljum við komast upp en viljum gera það á réttum forsendum
Lengjudeildin
Gunni Sig og Úlfur Arnar (til hægri)
Gunni Sig og Úlfur Arnar (til hægri)
Mynd: Fjölnir
„Viðræðurnar voru frekar fljótar, það var hóað í mig á fund og spjallað aðeins við mig. Svo eftir helgi tókum við annan fund og þetta var fljótt að gerast eftir það. Hugmyndir okkar lágu vel saman og menn hrifnir af því sem við vildum gera," sagði Úlfur Arnar Jökulsson, sem var tilkynntur sem nýr þjálfari Fjölnis í síðasta mánuði. Hann tekur við Fjölni eftir ásatug.

Úlfur er 38 ára og hefur þjálfað hjá Fjölni síðustu ár og var þjálfari Vængja Júpíters í sumar. Hann þjálfaði hjá Aftureldingu árin 2014-2017 og kemur nánar inn á sinn feril í viðtalinu.

„Já og nei, þetta er uppeldisklúbburinn minn og búið að vera draumastarfið síðan ég byrjaði að þjálfa. Undanfarin ár hefur manni þetta fundist vera nær og raunhæfar en nei, þetta kom ekki beint á óvart. Ég tel mig hafa sýnt að ég sé tilbúinn í þetta. Menn eru sammála því og gott að það sé tekið eftir því að maður sé tilbúinn í þetta."

Er mikill heiður að fá kallið frá stjórn knattspyrnudeildar Fjölnis? „Gríðarlegur heiður og ég er ofboðslega stoltur af því að fá tækifæri til að þjálfa uppeldisliðið mitt. Þetta er algjört draumastarf fyrir mig og ég er ofboðslega spenntur að byrja."

„Okkur finnst við vera komin á þann stað að við eigum að vera í úrvalsdeildinni og auðvitað stefnum við á að komast þangað. En á réttum forsendum, við viljum gera þetta á okkar hátt. Við erum með mjög efnilega stráka í félaginu, viljum gefa þeim hlutverk og gefa þeim traust. Við viljum leyfa þeim að sýna úr hverju þeir eru gerðir. Það gæti alveg tekið lengri tíma en eitt ár en þeir þurfa samt sem áður að vaxa hratt inn í verkefnið og sýna að þeir ráði við þetta. Við viljum líka byggja upp góðan grunn og fara upp þannig að við getum haldið í kjarnann í liðinu og haldið okkur uppi þannig,"
sagði Úlfur.

Í seinni hluta viðtalsins, sem sjá má í spilaranum að ofan, svarar Úlfur spurningum sem tengjast leikmannahópi liðsins.
Athugasemdir
banner