Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
   fös 29. september 2023 12:20
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Sterkastur í 25. umferð - Styrkti stöðu sína við samningaborðið
Patrick Pedersen (Valur)
Patrick Pedersen og Birkir Már Sævarsson.
Patrick Pedersen og Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski sóknarmaðurinn Patrick Pedersen skoraði þrennu þegar Valur innsiglaði 2. sæti Bestu deildarinnar með 4-2 sigri gegn Breiðabliki á Hlíðarenda í gær.

„Hattrick Pedersen. Ótrúlegur framherji sem poppar alltaf upp með mörk. Tryggir Valsmönnum sigur og bætir upp fyrir vítaklúðrið með því að fullkomna þrennuna stuttu síðar," skrifaði Kjartan Leifur Sigurðsson í skýrslu sinni um leikinn.

Patrick er kominn með 11 mörk í 17 leikjum í Bestu deildinni í sumar en hann missti af byrjun tímabilsins vegna meiðsla. Patrick verður 32 ára í nóvember en samningur hans við Val er að renna út.

„Stjarna sýningarinnar var Patrick Pedersen sem er að renna út á samningi. Hann ákvað að negla í eina þrennu til að styrkja aðeins stöðu sína við samningaborðið," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net þar sem rætt var um leikinn.

Arnar Grétarsson þjálfari Vals sagði við Stöð 2 Sport að það væru viðræður í gangi við Patrick um nýjan samning.

Sterkustu leikmenn:
24. umferð - Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
23. umferð - Davíð Snær Jóhannsson (FH)
22. umferð - Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
21. umferð - Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH)
20. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
19. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
18. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
17. umferð - Matthías Vilhjálmsson (Víkingur)
16. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
15. umferð - Birnir Snær Ingason (Víkingur)
14. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
13. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
12. umferð - Ingvar Jónsson (Víkingur)
11. umferð - Davíð Snær Jóhannsson (FH)
10. umferð - Fred Saraiva (Fram)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
7. umferð - Adam Ægir Pálsson (Valur)
6. umferð - Birkir Már Sævarsson (Valur)
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Patrick Pedersen: Finn ekkert til lengur
Útvarpsþátturinn - La Masia í Garðabæ og norsk falleinkunn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner