Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
   þri 29. nóvember 2022 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óklárað verkefni frá 2014 - „Tvö lið í efstu deild sem höfðu samband"
,,Stefni ekki á að vera lengi með Grindavík í 1. deild''
Lengjudeildin
Einar Karl lék með Grindavík seinni hluta tímabilsins 2014.
Einar Karl lék með Grindavík seinni hluta tímabilsins 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lék í Garðabænum síðustu tvö tímabil.
Lék í Garðabænum síðustu tvö tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Karl Ingvarsson samdi fyrir helgi við Grindavík og er því mættur aftur í gult. Hann lék einnig með Grindavík seinni hluta tímabilsins 2014. Hann er uppalinn hjá FH og hefur einnig leikið með Fjölni, Val og Stjörnunni á sínum ferli. Síðustu tvö ár var hann hjá Stjörnunni en rifti samningi sínum eftir að tímabilinu lauk.

„Ég rifti samningi við Stjörnuna, þá varð ég laus og Grindavík hafði samband. Mér líst mjög vel á það, hef verið þarna áður, þeir eru með mikinn metnað fyrir næsta ár og ég ákvað bara að slá til," sagði Einar við Fótbolta.net.

„Í rauninni ekki, ég tók allt inn, melti þetta og skoðaði alla hluti. Þegar ég kom þarna 2014 þá fékk ég góða tilfinningu sem togaði í mig. Mér fannst þetta alls ekki erfið ákvörðun. Ég hef ekki verið nálægt því að fara í Grindavík síðan þá, ég hef heyrt af einhverjum fyrirspurnum en ekkert sem var nálægt því að gerast."

„Það er margt sem heillar, bæði metnaður frá stjórn og þjálfurum. Þeir ætla að leggja mikið í þetta og það er mikill hugur í þeim. Við viljum fara upp og halda liðinu uppi líka, koma Grindavík á þann stað sem liðið var."

„Það er alltaf spennandi að taka þátt í svona verkefni, áskorun fyrir mig að það sé sett ábyrgð á mann og vilji til að gera eitthvað fyrir liðið. 2014 vildi ég fara með liðinu upp, maður vildi snúa aftur og klára það verkefni."


Var eitthvað hik að fara í deild neðar eftir að hafa spilað í efstu deild svo gott sem allan ferilinn?

„Alls ekki og ég stefni ekki á að vera lengi með Grindavík í 1. deild."

Hjá Grindavík hittir Einar fyrir Guðjón Pétur Lýðsson. Þeir léku saman í nokkur ár hjá Val og náðu vel saman. Einar var spurður út í Guðjón í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.

Voru fleiri lið sem höfðu samband? „Það voru tvö önnur lið í efstu deild sem höfðu samband." Var uppeldisfélagið, FH, annað þeirra? „Það voru engar samræður við FH. Kannski voru þeir bara að horfa eitthvert annað. Jú, ég bjóst við því að þeir myndu kannski heyra í mér en þeir gerðu það ekki."

Verður hann í bestu deildinni 2024? „Já, það er stefnan," sagði Einar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner