Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
   þri 30. júlí 2024 23:11
Sölvi Haraldsson
Chris Brazell: Við erum mjög lítið félag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Við áttum skilið að tapa. Hrós á Leikni þeir voru betri í dag frá byrjun til enda. Ef við hefðum fengið stig í dag hefði það verið mjög ósanngjarnt. Ég óska þeim til hamingju, þeir spiluðu vel í dag.“ sagði Chris Brazell, þjálfari Gróttu, eftir 3-1 tap gegn Leikni í kvöld.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  1 Grótta

Chris segir sigur Leiknismanna vera verðskuldaðan.

„Það er auðvelt að segja að þeir spiluðu vel í dag en á við vorum mjög lélegir í dag. Ég skal vera fyrstur til að verja mína leikmenn en í dag ætla ég ekki að verja þá. Frammistaðan frá óásættanleg. Í dag þurfa leikmennirnir að taka ábyrgð.“

Hvað þurfa Gróttumenn að gera betur til að vinna næsta leik sem er heimaleikur gegn Dalvík.

Við þurfum að spila mun betur en við gerðum í dag. Það er ekkert flóknara svar en það, bara spila betur en í dag.“

Chris talar um að Grótta sé lítið félag og það sé erfitt að vinna í þannig umhverfi.

Við erum mjög lítið félag og aðstaðan er ekki mikil. Það er erfitt að vinna í umhverfinu sem við vinnum í eins og er kannski í mörgum litlum félögum á Íslandi. Við vissum að við myndum vera í þessari baráttu. Kannski hafa úrslitin ekki verið eins og við vildum fyrir mót en við vissum að við myndum vera í þessari baráttu. Dagar sem þessir gera mann reiðan. Ég þarf að vinna hart að mér til að halda liðinu uppi og strákarnir vita það líka. Næsti leikur gegn Dalvík verðum við að vinna. Í fallbaráttu verður maður að vinna stóru leikina og það er einn af þeim.

Eru einhverjar nýjar fréttir af Gróttu í sumarglugganum.

Það er erfitt fyrir okkur að semja við nýja leikmenn. Við erum ekki með auðlindirnar í það. Ég eyði dögunum mínum í að passa upp á að allir fái borgað í staðinn fyrir að eyða pening í ykkur. Ég vil nýja leikmenn en treysti getu þessara leikmanna sem ég á. Þeir eru ekki að spila fyrir Manchester United en þeir eru að spila fyrir lið þar sem mikil vinna er unnin fyrir þá. Við búumst ekki kannski við að þeir vinni, frekar að þeir sýni hjarta inn á vellinum.“ sagði Chris að lokum.

Viðtalið við Chris má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir