Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   þri 30. júlí 2024 23:11
Sölvi Haraldsson
Chris Brazell: Við erum mjög lítið félag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Við áttum skilið að tapa. Hrós á Leikni þeir voru betri í dag frá byrjun til enda. Ef við hefðum fengið stig í dag hefði það verið mjög ósanngjarnt. Ég óska þeim til hamingju, þeir spiluðu vel í dag.“ sagði Chris Brazell, þjálfari Gróttu, eftir 3-1 tap gegn Leikni í kvöld.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  1 Grótta

Chris segir sigur Leiknismanna vera verðskuldaðan.

„Það er auðvelt að segja að þeir spiluðu vel í dag en á við vorum mjög lélegir í dag. Ég skal vera fyrstur til að verja mína leikmenn en í dag ætla ég ekki að verja þá. Frammistaðan frá óásættanleg. Í dag þurfa leikmennirnir að taka ábyrgð.“

Hvað þurfa Gróttumenn að gera betur til að vinna næsta leik sem er heimaleikur gegn Dalvík.

Við þurfum að spila mun betur en við gerðum í dag. Það er ekkert flóknara svar en það, bara spila betur en í dag.“

Chris talar um að Grótta sé lítið félag og það sé erfitt að vinna í þannig umhverfi.

Við erum mjög lítið félag og aðstaðan er ekki mikil. Það er erfitt að vinna í umhverfinu sem við vinnum í eins og er kannski í mörgum litlum félögum á Íslandi. Við vissum að við myndum vera í þessari baráttu. Kannski hafa úrslitin ekki verið eins og við vildum fyrir mót en við vissum að við myndum vera í þessari baráttu. Dagar sem þessir gera mann reiðan. Ég þarf að vinna hart að mér til að halda liðinu uppi og strákarnir vita það líka. Næsti leikur gegn Dalvík verðum við að vinna. Í fallbaráttu verður maður að vinna stóru leikina og það er einn af þeim.

Eru einhverjar nýjar fréttir af Gróttu í sumarglugganum.

Það er erfitt fyrir okkur að semja við nýja leikmenn. Við erum ekki með auðlindirnar í það. Ég eyði dögunum mínum í að passa upp á að allir fái borgað í staðinn fyrir að eyða pening í ykkur. Ég vil nýja leikmenn en treysti getu þessara leikmanna sem ég á. Þeir eru ekki að spila fyrir Manchester United en þeir eru að spila fyrir lið þar sem mikil vinna er unnin fyrir þá. Við búumst ekki kannski við að þeir vinni, frekar að þeir sýni hjarta inn á vellinum.“ sagði Chris að lokum.

Viðtalið við Chris má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner