Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 30. júlí 2024 23:11
Sölvi Haraldsson
Chris Brazell: Við erum mjög lítið félag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Við áttum skilið að tapa. Hrós á Leikni þeir voru betri í dag frá byrjun til enda. Ef við hefðum fengið stig í dag hefði það verið mjög ósanngjarnt. Ég óska þeim til hamingju, þeir spiluðu vel í dag.“ sagði Chris Brazell, þjálfari Gróttu, eftir 3-1 tap gegn Leikni í kvöld.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  1 Grótta

Chris segir sigur Leiknismanna vera verðskuldaðan.

„Það er auðvelt að segja að þeir spiluðu vel í dag en á við vorum mjög lélegir í dag. Ég skal vera fyrstur til að verja mína leikmenn en í dag ætla ég ekki að verja þá. Frammistaðan frá óásættanleg. Í dag þurfa leikmennirnir að taka ábyrgð.“

Hvað þurfa Gróttumenn að gera betur til að vinna næsta leik sem er heimaleikur gegn Dalvík.

Við þurfum að spila mun betur en við gerðum í dag. Það er ekkert flóknara svar en það, bara spila betur en í dag.“

Chris talar um að Grótta sé lítið félag og það sé erfitt að vinna í þannig umhverfi.

Við erum mjög lítið félag og aðstaðan er ekki mikil. Það er erfitt að vinna í umhverfinu sem við vinnum í eins og er kannski í mörgum litlum félögum á Íslandi. Við vissum að við myndum vera í þessari baráttu. Kannski hafa úrslitin ekki verið eins og við vildum fyrir mót en við vissum að við myndum vera í þessari baráttu. Dagar sem þessir gera mann reiðan. Ég þarf að vinna hart að mér til að halda liðinu uppi og strákarnir vita það líka. Næsti leikur gegn Dalvík verðum við að vinna. Í fallbaráttu verður maður að vinna stóru leikina og það er einn af þeim.

Eru einhverjar nýjar fréttir af Gróttu í sumarglugganum.

Það er erfitt fyrir okkur að semja við nýja leikmenn. Við erum ekki með auðlindirnar í það. Ég eyði dögunum mínum í að passa upp á að allir fái borgað í staðinn fyrir að eyða pening í ykkur. Ég vil nýja leikmenn en treysti getu þessara leikmanna sem ég á. Þeir eru ekki að spila fyrir Manchester United en þeir eru að spila fyrir lið þar sem mikil vinna er unnin fyrir þá. Við búumst ekki kannski við að þeir vinni, frekar að þeir sýni hjarta inn á vellinum.“ sagði Chris að lokum.

Viðtalið við Chris má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner