Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
   mið 30. ágúst 2023 12:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Damir: Viljum skrifa söguna fyrir klúbbinn og okkur sjálfa
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í dag fyrir leik liðsins gegn Struga í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Með sigri eða jafntefli á morgun fer Breiðablik í riðlakeppnina og verður fyrsta íslenska karlaliðið sem fer svo langt í Evrópu. Breiðablik vann fyrri leikinn með einu marki og fer því með forystu í seinni leikinn.

„Ég er spenntur eins og ég held að allur hópurinn sé fyrir þessu verkefni. Við þurfum að vera við sjálfir og bara hlaupa yfir þá. Þetta er fínt lið fannst mér, góðir í fótbolta og með fína einstaklinga. Við þurfum bara að vera grjótharðir eins og í fyrri leiknum," sagði miðvörðurinn.

„Ég vona að sem flestir mæti, sama hvort það séu Blikar eða einhverjir aðrir. Ég býst við mikilli stemningu."

„Ég held það breyti engu að vera með forystuna, held við fáum betra veður núna og það komi í ljós að hitt liðið sé bara fínt líka."


Hversu stór er þessi leikur? „Virkilega stór, stærsti leikur sem ég hef held ég spilað á ferlinum allavega. Það er mikið undir, mikið í húfi, bæði fyrir klúbbinn og okkur. Þetta er bara risastórt. Við viljum fara áfram, skrifa söguna fyrir klúbbinn og okkur sjálfa líka."

Kristinn Steindórsson er með rifinn liðþófa og verður ekki með Blikum í leiknum á morgun.

„Það var mjög leiðinlegt, ég sá þessar fréttir í gær. Það kemur alltaf maður í manns stað, eins mikill missir samt og það er að missa Kidda."

Besart Ibraimi hefur verið hættulegasti leikmaður Struga á Evrópuvegferð þeirra í sumar. Hvernig var að glíma við hann?

„Það var erfitt, hann er klókur leikmaður og góður í fótbolta, kann leikinn." Er hann einhver Luis Suarez týpa?

„Þegar þú segir það, þá get ég alveg tekið undir það."

Damir ræðir einnig um leikinn gegn Víkingi og söluna á Ágústi Orra Þorsteinssyni. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum efst. Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:45 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir
banner
banner