Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 30. ágúst 2023 12:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Damir: Viljum skrifa söguna fyrir klúbbinn og okkur sjálfa
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í dag fyrir leik liðsins gegn Struga í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Með sigri eða jafntefli á morgun fer Breiðablik í riðlakeppnina og verður fyrsta íslenska karlaliðið sem fer svo langt í Evrópu. Breiðablik vann fyrri leikinn með einu marki og fer því með forystu í seinni leikinn.

„Ég er spenntur eins og ég held að allur hópurinn sé fyrir þessu verkefni. Við þurfum að vera við sjálfir og bara hlaupa yfir þá. Þetta er fínt lið fannst mér, góðir í fótbolta og með fína einstaklinga. Við þurfum bara að vera grjótharðir eins og í fyrri leiknum," sagði miðvörðurinn.

„Ég vona að sem flestir mæti, sama hvort það séu Blikar eða einhverjir aðrir. Ég býst við mikilli stemningu."

„Ég held það breyti engu að vera með forystuna, held við fáum betra veður núna og það komi í ljós að hitt liðið sé bara fínt líka."


Hversu stór er þessi leikur? „Virkilega stór, stærsti leikur sem ég hef held ég spilað á ferlinum allavega. Það er mikið undir, mikið í húfi, bæði fyrir klúbbinn og okkur. Þetta er bara risastórt. Við viljum fara áfram, skrifa söguna fyrir klúbbinn og okkur sjálfa líka."

Kristinn Steindórsson er með rifinn liðþófa og verður ekki með Blikum í leiknum á morgun.

„Það var mjög leiðinlegt, ég sá þessar fréttir í gær. Það kemur alltaf maður í manns stað, eins mikill missir samt og það er að missa Kidda."

Besart Ibraimi hefur verið hættulegasti leikmaður Struga á Evrópuvegferð þeirra í sumar. Hvernig var að glíma við hann?

„Það var erfitt, hann er klókur leikmaður og góður í fótbolta, kann leikinn." Er hann einhver Luis Suarez týpa?

„Þegar þú segir það, þá get ég alveg tekið undir það."

Damir ræðir einnig um leikinn gegn Víkingi og söluna á Ágústi Orra Þorsteinssyni. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum efst. Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:45 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir