Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
Kjartan Kári sér ekki eftir neinu: Ég allavega reyndi
Láki í nýju ævintýri í Portúgal: Þurfti að hrökkva eða stökkva
Magnús Örn Helgason: Töfrarnir vinna leikina fyrir þig
Jói Berg: Þetta er taktíkin sem við þurfum að nota
Hjörtur Hermanns: Búinn að henda mínu nafni í hattinn
Sverrir Ingi: Helvíti góður séns ef þú ert tveimur leikjum frá því að komast á Evrópumót
Hákon Rafn: Samkeppni í öllum stöðum og best að það sé þannig
Age Hareide: Held að formúlan sé fundin
Láki rýnir í landsleikinn: Síðasti leikur áfall fyrir alla
Steini: Kom ekki nálægt því að leikmenn yrðu ófrískar
Þorsteinn Aron: Markmiðið er alltaf að fara aftur út
   mið 30. ágúst 2023 12:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Damir: Viljum skrifa söguna fyrir klúbbinn og okkur sjálfa
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í dag fyrir leik liðsins gegn Struga í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Með sigri eða jafntefli á morgun fer Breiðablik í riðlakeppnina og verður fyrsta íslenska karlaliðið sem fer svo langt í Evrópu. Breiðablik vann fyrri leikinn með einu marki og fer því með forystu í seinni leikinn.

„Ég er spenntur eins og ég held að allur hópurinn sé fyrir þessu verkefni. Við þurfum að vera við sjálfir og bara hlaupa yfir þá. Þetta er fínt lið fannst mér, góðir í fótbolta og með fína einstaklinga. Við þurfum bara að vera grjótharðir eins og í fyrri leiknum," sagði miðvörðurinn.

„Ég vona að sem flestir mæti, sama hvort það séu Blikar eða einhverjir aðrir. Ég býst við mikilli stemningu."

„Ég held það breyti engu að vera með forystuna, held við fáum betra veður núna og það komi í ljós að hitt liðið sé bara fínt líka."


Hversu stór er þessi leikur? „Virkilega stór, stærsti leikur sem ég hef held ég spilað á ferlinum allavega. Það er mikið undir, mikið í húfi, bæði fyrir klúbbinn og okkur. Þetta er bara risastórt. Við viljum fara áfram, skrifa söguna fyrir klúbbinn og okkur sjálfa líka."

Kristinn Steindórsson er með rifinn liðþófa og verður ekki með Blikum í leiknum á morgun.

„Það var mjög leiðinlegt, ég sá þessar fréttir í gær. Það kemur alltaf maður í manns stað, eins mikill missir samt og það er að missa Kidda."

Besart Ibraimi hefur verið hættulegasti leikmaður Struga á Evrópuvegferð þeirra í sumar. Hvernig var að glíma við hann?

„Það var erfitt, hann er klókur leikmaður og góður í fótbolta, kann leikinn." Er hann einhver Luis Suarez týpa?

„Þegar þú segir það, þá get ég alveg tekið undir það."

Damir ræðir einnig um leikinn gegn Víkingi og söluna á Ágústi Orra Þorsteinssyni. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum efst. Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:45 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner