29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 30. ágúst 2023 12:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Damir: Viljum skrifa söguna fyrir klúbbinn og okkur sjálfa
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í dag fyrir leik liðsins gegn Struga í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Með sigri eða jafntefli á morgun fer Breiðablik í riðlakeppnina og verður fyrsta íslenska karlaliðið sem fer svo langt í Evrópu. Breiðablik vann fyrri leikinn með einu marki og fer því með forystu í seinni leikinn.

„Ég er spenntur eins og ég held að allur hópurinn sé fyrir þessu verkefni. Við þurfum að vera við sjálfir og bara hlaupa yfir þá. Þetta er fínt lið fannst mér, góðir í fótbolta og með fína einstaklinga. Við þurfum bara að vera grjótharðir eins og í fyrri leiknum," sagði miðvörðurinn.

„Ég vona að sem flestir mæti, sama hvort það séu Blikar eða einhverjir aðrir. Ég býst við mikilli stemningu."

„Ég held það breyti engu að vera með forystuna, held við fáum betra veður núna og það komi í ljós að hitt liðið sé bara fínt líka."


Hversu stór er þessi leikur? „Virkilega stór, stærsti leikur sem ég hef held ég spilað á ferlinum allavega. Það er mikið undir, mikið í húfi, bæði fyrir klúbbinn og okkur. Þetta er bara risastórt. Við viljum fara áfram, skrifa söguna fyrir klúbbinn og okkur sjálfa líka."

Kristinn Steindórsson er með rifinn liðþófa og verður ekki með Blikum í leiknum á morgun.

„Það var mjög leiðinlegt, ég sá þessar fréttir í gær. Það kemur alltaf maður í manns stað, eins mikill missir samt og það er að missa Kidda."

Besart Ibraimi hefur verið hættulegasti leikmaður Struga á Evrópuvegferð þeirra í sumar. Hvernig var að glíma við hann?

„Það var erfitt, hann er klókur leikmaður og góður í fótbolta, kann leikinn." Er hann einhver Luis Suarez týpa?

„Þegar þú segir það, þá get ég alveg tekið undir það."

Damir ræðir einnig um leikinn gegn Víkingi og söluna á Ágústi Orra Þorsteinssyni. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum efst. Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:45 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner