Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   mið 11. september 2019 21:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Aðalsteinn: Hingað til erum við besta liðið í deildinni
Jón ásamt Kristbjörgu Helgu.
Jón ásamt Kristbjörgu Helgu.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Sannfærandi og góður sigur. Fyrsta markmiðið var að komast í úrslitakeppnina og svo sjáum við að við erum betri en bæði GG og Hvíti og klárum þetta mjög sannfærandi ," sagði Jón Aðalsteinn Kristjánsson, þjálfari Elliða, eftir 4-1 sigur síns liðs á Hvíta riddaranum í seinni undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni 4. deildar. Elliði sigraði einvígið samanlagt 5-3 og sigurinn þýðir að liðið leikur í 3. deild á komandi leiktíð.

Lestu um leikinn: Elliði 4 - 1 Hvíti riddarinn.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Elliði leiddi 2-0 í hálfleik en Hvíti minnkaði muninn með marki á 65. mínútu leiksins. Jón var spurður út í líðan sína á þeim tímapunkti.

„Mér var alveg sama, þetta var fyrsta færi þeirra í seinni hálfleik og við vorum þá búnir að klúðra þremur eða fjórum. Ef þeir fá eitt færi og við þrjú-fjögur þá er mér slétt sama, vissi að við myndum klára þetta."

Elliði mætir Ægi í úrslitaleik en bæði lið eru nú þegar örugg með sæti í 3. deild á komandi leiktíð.

„Það verður fjör í þeim leik, mér er alveg sama í rauninni. Við erum búnir að vinna leikinn sem skiptir mestu máli og ef við verðu meistarar þá verðum við það, ef ekki þá er það eins og það er."

Jón var að lokum spurður út í upplegg síns liðs og hvort liðið hans sé það besta í deildinni.

„Við erum að spila mjög skemmtilegan fótbolta sem önnur lið hafa ekki ráðið við í sumar, hvort sem liðið heitir Ægir eða eitthvað annað. Eitt af uppleggjunum er að vera mjög "aggresívir" í pressunni."

„Hingað til erum við besta liðið í deildinni,"
sagði Jón að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner