Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   mið 11. september 2019 21:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Aðalsteinn: Hingað til erum við besta liðið í deildinni
Jón ásamt Kristbjörgu Helgu.
Jón ásamt Kristbjörgu Helgu.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Sannfærandi og góður sigur. Fyrsta markmiðið var að komast í úrslitakeppnina og svo sjáum við að við erum betri en bæði GG og Hvíti og klárum þetta mjög sannfærandi ," sagði Jón Aðalsteinn Kristjánsson, þjálfari Elliða, eftir 4-1 sigur síns liðs á Hvíta riddaranum í seinni undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni 4. deildar. Elliði sigraði einvígið samanlagt 5-3 og sigurinn þýðir að liðið leikur í 3. deild á komandi leiktíð.

Lestu um leikinn: Elliði 4 - 1 Hvíti riddarinn.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Elliði leiddi 2-0 í hálfleik en Hvíti minnkaði muninn með marki á 65. mínútu leiksins. Jón var spurður út í líðan sína á þeim tímapunkti.

„Mér var alveg sama, þetta var fyrsta færi þeirra í seinni hálfleik og við vorum þá búnir að klúðra þremur eða fjórum. Ef þeir fá eitt færi og við þrjú-fjögur þá er mér slétt sama, vissi að við myndum klára þetta."

Elliði mætir Ægi í úrslitaleik en bæði lið eru nú þegar örugg með sæti í 3. deild á komandi leiktíð.

„Það verður fjör í þeim leik, mér er alveg sama í rauninni. Við erum búnir að vinna leikinn sem skiptir mestu máli og ef við verðu meistarar þá verðum við það, ef ekki þá er það eins og það er."

Jón var að lokum spurður út í upplegg síns liðs og hvort liðið hans sé það besta í deildinni.

„Við erum að spila mjög skemmtilegan fótbolta sem önnur lið hafa ekki ráðið við í sumar, hvort sem liðið heitir Ægir eða eitthvað annað. Eitt af uppleggjunum er að vera mjög "aggresívir" í pressunni."

„Hingað til erum við besta liðið í deildinni,"
sagði Jón að lokum.
Athugasemdir