Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 11. september 2019 21:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Aðalsteinn: Hingað til erum við besta liðið í deildinni
Jón ásamt Kristbjörgu Helgu.
Jón ásamt Kristbjörgu Helgu.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Sannfærandi og góður sigur. Fyrsta markmiðið var að komast í úrslitakeppnina og svo sjáum við að við erum betri en bæði GG og Hvíti og klárum þetta mjög sannfærandi ," sagði Jón Aðalsteinn Kristjánsson, þjálfari Elliða, eftir 4-1 sigur síns liðs á Hvíta riddaranum í seinni undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni 4. deildar. Elliði sigraði einvígið samanlagt 5-3 og sigurinn þýðir að liðið leikur í 3. deild á komandi leiktíð.

Lestu um leikinn: Elliði 4 - 1 Hvíti riddarinn.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Elliði leiddi 2-0 í hálfleik en Hvíti minnkaði muninn með marki á 65. mínútu leiksins. Jón var spurður út í líðan sína á þeim tímapunkti.

„Mér var alveg sama, þetta var fyrsta færi þeirra í seinni hálfleik og við vorum þá búnir að klúðra þremur eða fjórum. Ef þeir fá eitt færi og við þrjú-fjögur þá er mér slétt sama, vissi að við myndum klára þetta."

Elliði mætir Ægi í úrslitaleik en bæði lið eru nú þegar örugg með sæti í 3. deild á komandi leiktíð.

„Það verður fjör í þeim leik, mér er alveg sama í rauninni. Við erum búnir að vinna leikinn sem skiptir mestu máli og ef við verðu meistarar þá verðum við það, ef ekki þá er það eins og það er."

Jón var að lokum spurður út í upplegg síns liðs og hvort liðið hans sé það besta í deildinni.

„Við erum að spila mjög skemmtilegan fótbolta sem önnur lið hafa ekki ráðið við í sumar, hvort sem liðið heitir Ægir eða eitthvað annað. Eitt af uppleggjunum er að vera mjög "aggresívir" í pressunni."

„Hingað til erum við besta liðið í deildinni,"
sagði Jón að lokum.
Athugasemdir
banner