Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fim 01. október 2020 22:53
Kristófer Jónsson
Hilmar Árni: Erfitt að finna netmöskvana í kvöld
Hilmar Árni skoraði dramatískt jöfnunarmark.
Hilmar Árni skoraði dramatískt jöfnunarmark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni Halldórsson reyndist hetja Stjörnunnar þegar að hann skoraði jöfnunarmark liðsins gegn FH í uppbótartíma í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Það er svekkelsi að hafa ekki unnið þennan leik. Mér fannst við spila mjög vel. Það var kraftur í okkur og við sköpuðum færi en áttum erfitt með að finna netmöskvanna í dag." sagði Hilmar eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 FH

Stjörnumenn voru heilt yfir betri aðilinn í leiknum allt þar til að FH-ingar komust yfir með marki frá Pétri Viðarssyni snemma í seinni hálfleik.

„Við lögðum upp með að mæta þessu liði og spila okkar leik. Það var kraftur í okkur og okkur leið vel og þess vegna er ennþá meira svekkjandi að fá bara eitt stig en við tökum því úr því sem komið var."

Stjörnumenn eru í fjórða sæti deildarinnar með 28 stig, jafn mikið og Breiðablik og Fylkir í þriðja og fjórða sæti, og því ljóst að hörð Evrópubarátta er framundan.

„Síðustu tveir leikir hafa verið góðir og við höfum náð að tengja saman góða leiki og ég er bara spenntur fyrir framhaldinu." sagði Hilmar að lokum.

Nánar er rætt við Hilmar Árna í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner