Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   fim 01. október 2020 22:53
Kristófer Jónsson
Hilmar Árni: Erfitt að finna netmöskvana í kvöld
Hilmar Árni skoraði dramatískt jöfnunarmark.
Hilmar Árni skoraði dramatískt jöfnunarmark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni Halldórsson reyndist hetja Stjörnunnar þegar að hann skoraði jöfnunarmark liðsins gegn FH í uppbótartíma í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Það er svekkelsi að hafa ekki unnið þennan leik. Mér fannst við spila mjög vel. Það var kraftur í okkur og við sköpuðum færi en áttum erfitt með að finna netmöskvanna í dag." sagði Hilmar eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 FH

Stjörnumenn voru heilt yfir betri aðilinn í leiknum allt þar til að FH-ingar komust yfir með marki frá Pétri Viðarssyni snemma í seinni hálfleik.

„Við lögðum upp með að mæta þessu liði og spila okkar leik. Það var kraftur í okkur og okkur leið vel og þess vegna er ennþá meira svekkjandi að fá bara eitt stig en við tökum því úr því sem komið var."

Stjörnumenn eru í fjórða sæti deildarinnar með 28 stig, jafn mikið og Breiðablik og Fylkir í þriðja og fjórða sæti, og því ljóst að hörð Evrópubarátta er framundan.

„Síðustu tveir leikir hafa verið góðir og við höfum náð að tengja saman góða leiki og ég er bara spenntur fyrir framhaldinu." sagði Hilmar að lokum.

Nánar er rætt við Hilmar Árna í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner