Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   lau 01. október 2022 19:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsti leikur Nikolaj í mánuð - „Ég er búinn að eiga erfitt tímabil"
Nikolaj með bikarinn.
Nikolaj með bikarinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Tilfinning er frábær. Það er alltaf gaman að vinna og liðið stóð sig vel í dag," sagði Nikolaj Hansen, sóknarmaður Víkinga, eftir magnaðan sigur á FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í kvöld.

Nikolaj kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk. Hann gerði sigurmarkið í framlengingunni.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„Ég er sóknarmaður og ég vil skora. Ég er búinn að eiga erfitt tímabil. Það er gott að skora tvö mörk og hjálpa liðinu," sagði danski sóknarmaðurinn.

Nikolaj hefur verið að glíma við meiðsli á tímabilinu en þetta var fyrsti leikurinn sem hann spilar í mánuð.

„Þetta var mjög erfiður leikur. Ég hef ekki spilað í langan tíma og lungun mín eru ekki búin að venjast þessu, að spila leiki. Þetta var erfitt og FH gaf okkur góðan leik."

„Það var mjög svekkjandi að sjá FH skora áður en leikurinn kláraðist. Við skoruðum á 88. mínútu og eigum ekki að tapa þessu frá okkur. Þetta var heimskulegt mark. Við þurftum að fara í framlengingu en það var gaman fyrir stuðningsfólkið. Það var mjög mikilvægt að skora snemma í framlengingunni."

„Við gerðum þetta fyrir stuðningsfólkið, Víkingur á þennan bikar," segir Nikolaj en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner