Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   fös 03. júlí 2020 23:23
Helgi Fannar Sigurðsson
Andy Pew: Gáfum heimskuleg mörk
Andy Pew.
Andy Pew.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Við byrjuðum ekki vel. Við vorum með leikplan sem við fylgdum ekki í byrjun en seinni hálfleikur var mun betri," sagði Andy Pew eftir 1-2 tap Þróttar Vogum gegn Haukum fyrr í kvöld. Andy er spilandi þjálfari Þróttar til bráðabirgða þar sem Brynjar Þór Gestsson, sem almennt er aðalþjálfari liðsins, er í leyfi af persónulegum ástæðum.

Brynjar Jónasson kom Þrótti yfir á 18.mínútu áður en Nikola Dejan Djuric snéri leiknum við fyrir gestina. Lokatölur, sem fyrr segir, 1-2.

„Við gáfum heimskuleg mörk. Ég verð að hrósa fyrra markinu (aukaspyrnumark Nikola) en það var heimskulegt að gefa aukaspyrnuna. Vörnin var hræðileg í seinna markinu og við fengum á okkur mark út frá eigin hornspyrnu."

Andy var þó ánægðari með seinni hálfleikinn.

„Mér fannst við betra liðið í seinni hálfleik og ég myndi segja að jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit en það er stutt í næsta leik svo við þurfum að halda áfram.

Liðsmenn Þróttar virkuðu oft á tíðum ekki glaðir með dómara leiksins, Helga Ólafsson.

„Ég er alltaf að rífast við dómarann," sagði Andy léttur í bragði og bætti við að honum hafi fundist ákvarðanir dómarans halla á sína menn í dag.

Þróttur er með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins og Andy er vonsvikinn með það.

„Okkur finnst við hafa átt að vinna fyrstu tvo leikina. Við gáfum heimskuleg mörk (í þeim leikjum). Við myndum vilja hafa allavega sjö stig en svona er þetta. Við verðum bara að halda áfram.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner