Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   fös 03. júlí 2020 23:23
Helgi Fannar Sigurðsson
Andy Pew: Gáfum heimskuleg mörk
Andy Pew.
Andy Pew.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Við byrjuðum ekki vel. Við vorum með leikplan sem við fylgdum ekki í byrjun en seinni hálfleikur var mun betri," sagði Andy Pew eftir 1-2 tap Þróttar Vogum gegn Haukum fyrr í kvöld. Andy er spilandi þjálfari Þróttar til bráðabirgða þar sem Brynjar Þór Gestsson, sem almennt er aðalþjálfari liðsins, er í leyfi af persónulegum ástæðum.

Brynjar Jónasson kom Þrótti yfir á 18.mínútu áður en Nikola Dejan Djuric snéri leiknum við fyrir gestina. Lokatölur, sem fyrr segir, 1-2.

„Við gáfum heimskuleg mörk. Ég verð að hrósa fyrra markinu (aukaspyrnumark Nikola) en það var heimskulegt að gefa aukaspyrnuna. Vörnin var hræðileg í seinna markinu og við fengum á okkur mark út frá eigin hornspyrnu."

Andy var þó ánægðari með seinni hálfleikinn.

„Mér fannst við betra liðið í seinni hálfleik og ég myndi segja að jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit en það er stutt í næsta leik svo við þurfum að halda áfram.

Liðsmenn Þróttar virkuðu oft á tíðum ekki glaðir með dómara leiksins, Helga Ólafsson.

„Ég er alltaf að rífast við dómarann," sagði Andy léttur í bragði og bætti við að honum hafi fundist ákvarðanir dómarans halla á sína menn í dag.

Þróttur er með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins og Andy er vonsvikinn með það.

„Okkur finnst við hafa átt að vinna fyrstu tvo leikina. Við gáfum heimskuleg mörk (í þeim leikjum). Við myndum vilja hafa allavega sjö stig en svona er þetta. Við verðum bara að halda áfram.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner