Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   fös 03. júlí 2020 23:23
Helgi Fannar Sigurðsson
Andy Pew: Gáfum heimskuleg mörk
Andy Pew.
Andy Pew.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Við byrjuðum ekki vel. Við vorum með leikplan sem við fylgdum ekki í byrjun en seinni hálfleikur var mun betri," sagði Andy Pew eftir 1-2 tap Þróttar Vogum gegn Haukum fyrr í kvöld. Andy er spilandi þjálfari Þróttar til bráðabirgða þar sem Brynjar Þór Gestsson, sem almennt er aðalþjálfari liðsins, er í leyfi af persónulegum ástæðum.

Brynjar Jónasson kom Þrótti yfir á 18.mínútu áður en Nikola Dejan Djuric snéri leiknum við fyrir gestina. Lokatölur, sem fyrr segir, 1-2.

„Við gáfum heimskuleg mörk. Ég verð að hrósa fyrra markinu (aukaspyrnumark Nikola) en það var heimskulegt að gefa aukaspyrnuna. Vörnin var hræðileg í seinna markinu og við fengum á okkur mark út frá eigin hornspyrnu."

Andy var þó ánægðari með seinni hálfleikinn.

„Mér fannst við betra liðið í seinni hálfleik og ég myndi segja að jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit en það er stutt í næsta leik svo við þurfum að halda áfram.

Liðsmenn Þróttar virkuðu oft á tíðum ekki glaðir með dómara leiksins, Helga Ólafsson.

„Ég er alltaf að rífast við dómarann," sagði Andy léttur í bragði og bætti við að honum hafi fundist ákvarðanir dómarans halla á sína menn í dag.

Þróttur er með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins og Andy er vonsvikinn með það.

„Okkur finnst við hafa átt að vinna fyrstu tvo leikina. Við gáfum heimskuleg mörk (í þeim leikjum). Við myndum vilja hafa allavega sjö stig en svona er þetta. Við verðum bara að halda áfram.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner