Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   fös 05. apríl 2024 20:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís: Maður trúir því ekki að hún sé fædd 2005
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað í kvöld.
Marki fagnað í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fanney Inga Birkisdóttir.
Fanney Inga Birkisdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var heilt yfir ótrúlega flottur leikur hjá okkur," sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viiggósdóttir eftir 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik í undankeppni EM 2025.

„Við vildum augljóslega byrja á heimavelli. Það er mikilvægt að byrja keppnina svona. Ég er heilt yfir ótrúlega ánægð með þetta."

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Pólland

„Þær fá dauðafæri rétt áður en við skorum, en Fanney gerir ótrúlega vel í því og bjargar okkur þar. Þær eru með hættulegan leikmann fram á við og þegar við vorum að misstíga okkur, þá voru þær að hóta okkur. Að sama skapi fannst mér við hugrakkar og með flotta spilkafla í leiknum. Við hefðum getað skorað meira. Þetta er eitthvað sem við getum byggt ofan á, klárlega."

Íslenska liðið skoraði tvisvar undir lok fyrri hálfleiks og gekk nánast frá leiknum þar.

„Við töluðum um það eftir að við skoruðum hvort að við ættum kannski aðeins að falla niður og klára hálfleikinn, en í staðinn opnaðist á bak við þær og við fengum annað mark sem var bara geggjað."

Glódís fékk sjálf tækifæri til að skora þriðja markið undir lok fyrri hálfleiksins en markvörður Pólverja varði vel frá henni.

„Ég veit ekki hvort þetta var heimsklassa eða bara lélegt hjá mér. Það er bara spurning hvernig maður lítur á það. Ég átti bara að skora þarna. Það hefði verið geggjað að ná 3-0 fyrir hálfleik. Við vorum ekkert að stressa okkur mikið í seinni hálfleik og við vorum ekkert að hleypa þeim inn í leikinn."

Fanney Inga Birkisdóttir stóð vaktina í marki Íslands í kvöld og var hún virkilega öflug. Fanney er nýorðin 19 ára gömul.

„Hún er svo róleg og yfirveguð. Hún talar allan tímann og er frábær markvörður. Maður trúir því ekki að hún sé fædd 2005. Hún hjálpar mér og gerir mig að betri leikmanni, og alla í kringum sig. Það er það sem við viljum fá frá markverðinum okkar. Hún stóð sig gríðarlega vel en Telma hefur líka staðið sig frábærlega. Við erum ótrúlega vel settar með markvarðarstöðuna. Þetta er lúxusvandamál fyrir þjálfarann."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Glódís meðal annars um næsta leik gegn Þýskalandi.
Athugasemdir
banner