Kvikmyndin Leynilögga verður frumsýnd seinna í þessum mánuði en beðið er eftir myndinni með mikilli eftirvæntingu. Leikstjóri er Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals og Íslands, og er þetta hans fyrsta kvikmynd í fullri lengd.
„Auðunn Blöndal leikur hér besta lögreglumann Reykjavíkur og er í baráttu við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við hættulegustu glæpamenn landsins," segir í lýsingu á myninni.
Í spilaranum hér að ofan má sjá trailer myndarinnar.
Í honum má sjá Söru Björk Gunnarsdóttur, landsliðsfyrirliða, birtast en kvennalandsliðið kemur við sögu í myndinni. Í lokasenu myndarinnar er fullur Laugardalsvöllur.
Þá leikur Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðsmaður, hlutverk í myndinni.

Athugasemdir