Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 06. september 2018 11:00
Elvar Geir Magnússon
Schruns
Kári hætti við að hætta: Er kominn í svolítið annað hlutverk
Icelandair
Kári Árnason á æfingu í Schruns í dag.
Kári Árnason á æfingu í Schruns í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins, segist vera kominn í annað hlutverk í liðinu en áður. Reiknað er með að Sverrir Ingi Ingason taki stöðu Kára í byrjunarliðinu í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar gegn Sviss á laugardaginn.

„Ég er kominn kannski í svolítið annað hlutverk. Það er svolítið erfitt stundum að taka aftursætið og reyna að hjálpa liðinu á annan hátt. Ég ætla að leggja mig allan fram við það og vonandi get ég hjálpað við það," sagði Kári í viðtali við Fótbolta.net í Austurríki í dag.

„Ég er að sjá til þess að standardinn sé í lagi á æfingum og síðan er ég klár ef kallið kemur. Ég er að reyna að vinna fyrir sæti mínu í liðinu en ég skil vel að það þarf að yngja upp liðið og ég skil það líka."

Margir töldu að Kári myndi hætta að spila með íslenska landsliðinu eftir HM í sumar. Sjálfur segist hann hafa verið hættur.

„Ég var það í rauninni. Ég var beðinn um að halda áfram. Ég hugsaði málið og leist vel á þetta verkefni. Þetta er mitt lið og ég vil sjá þetta lið vinna. Ég held að ég geti hjálpað liðinu þó að ég spili kannski ekki hverja mínútu. Ég tel að ég geti hjálpað hvort sem ég komi inn á eða miðli af reynslu og sjái til þess að ákveðnir hlutir séu í lagi. Ég held að það sé gott fyrir liðið."

Erik Hamren tók við íslenska landsliðinu í síðustu viku og Kára líst vel á hann.

„Fyrstu kynni eru mjög góð. Hann er með ákveðinn leikstíl í huga sem hann vill sjá. Engu að síður vill hann ekki breyta of miklu í byrjun svo þetta verður keimlíkt. Við sjáum hvort við náum að gera það sem hann biður um," sagði Kári en leikmenn eru ákveðnir í að sanna sig fyrir nýjum þjálfara.

„Það er baráttuhugur í mönnum og hugur í að sýna sig fyrir nýjum þjálfara og sýna hvað menn geta," sagði Kári að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner