Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 06. september 2018 11:00
Elvar Geir Magnússon
Schruns
Kári hætti við að hætta: Er kominn í svolítið annað hlutverk
Icelandair
Kári Árnason á æfingu í Schruns í dag.
Kári Árnason á æfingu í Schruns í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins, segist vera kominn í annað hlutverk í liðinu en áður. Reiknað er með að Sverrir Ingi Ingason taki stöðu Kára í byrjunarliðinu í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar gegn Sviss á laugardaginn.

„Ég er kominn kannski í svolítið annað hlutverk. Það er svolítið erfitt stundum að taka aftursætið og reyna að hjálpa liðinu á annan hátt. Ég ætla að leggja mig allan fram við það og vonandi get ég hjálpað við það," sagði Kári í viðtali við Fótbolta.net í Austurríki í dag.

„Ég er að sjá til þess að standardinn sé í lagi á æfingum og síðan er ég klár ef kallið kemur. Ég er að reyna að vinna fyrir sæti mínu í liðinu en ég skil vel að það þarf að yngja upp liðið og ég skil það líka."

Margir töldu að Kári myndi hætta að spila með íslenska landsliðinu eftir HM í sumar. Sjálfur segist hann hafa verið hættur.

„Ég var það í rauninni. Ég var beðinn um að halda áfram. Ég hugsaði málið og leist vel á þetta verkefni. Þetta er mitt lið og ég vil sjá þetta lið vinna. Ég held að ég geti hjálpað liðinu þó að ég spili kannski ekki hverja mínútu. Ég tel að ég geti hjálpað hvort sem ég komi inn á eða miðli af reynslu og sjái til þess að ákveðnir hlutir séu í lagi. Ég held að það sé gott fyrir liðið."

Erik Hamren tók við íslenska landsliðinu í síðustu viku og Kára líst vel á hann.

„Fyrstu kynni eru mjög góð. Hann er með ákveðinn leikstíl í huga sem hann vill sjá. Engu að síður vill hann ekki breyta of miklu í byrjun svo þetta verður keimlíkt. Við sjáum hvort við náum að gera það sem hann biður um," sagði Kári en leikmenn eru ákveðnir í að sanna sig fyrir nýjum þjálfara.

„Það er baráttuhugur í mönnum og hugur í að sýna sig fyrir nýjum þjálfara og sýna hvað menn geta," sagði Kári að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner