Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   fim 06. september 2018 11:00
Elvar Geir Magnússon
Schruns
Kári hætti við að hætta: Er kominn í svolítið annað hlutverk
Icelandair
Kári Árnason á æfingu í Schruns í dag.
Kári Árnason á æfingu í Schruns í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins, segist vera kominn í annað hlutverk í liðinu en áður. Reiknað er með að Sverrir Ingi Ingason taki stöðu Kára í byrjunarliðinu í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar gegn Sviss á laugardaginn.

„Ég er kominn kannski í svolítið annað hlutverk. Það er svolítið erfitt stundum að taka aftursætið og reyna að hjálpa liðinu á annan hátt. Ég ætla að leggja mig allan fram við það og vonandi get ég hjálpað við það," sagði Kári í viðtali við Fótbolta.net í Austurríki í dag.

„Ég er að sjá til þess að standardinn sé í lagi á æfingum og síðan er ég klár ef kallið kemur. Ég er að reyna að vinna fyrir sæti mínu í liðinu en ég skil vel að það þarf að yngja upp liðið og ég skil það líka."

Margir töldu að Kári myndi hætta að spila með íslenska landsliðinu eftir HM í sumar. Sjálfur segist hann hafa verið hættur.

„Ég var það í rauninni. Ég var beðinn um að halda áfram. Ég hugsaði málið og leist vel á þetta verkefni. Þetta er mitt lið og ég vil sjá þetta lið vinna. Ég held að ég geti hjálpað liðinu þó að ég spili kannski ekki hverja mínútu. Ég tel að ég geti hjálpað hvort sem ég komi inn á eða miðli af reynslu og sjái til þess að ákveðnir hlutir séu í lagi. Ég held að það sé gott fyrir liðið."

Erik Hamren tók við íslenska landsliðinu í síðustu viku og Kára líst vel á hann.

„Fyrstu kynni eru mjög góð. Hann er með ákveðinn leikstíl í huga sem hann vill sjá. Engu að síður vill hann ekki breyta of miklu í byrjun svo þetta verður keimlíkt. Við sjáum hvort við náum að gera það sem hann biður um," sagði Kári en leikmenn eru ákveðnir í að sanna sig fyrir nýjum þjálfara.

„Það er baráttuhugur í mönnum og hugur í að sýna sig fyrir nýjum þjálfara og sýna hvað menn geta," sagði Kári að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner