Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   fim 06. september 2018 11:00
Elvar Geir Magnússon
Schruns
Kári hætti við að hætta: Er kominn í svolítið annað hlutverk
Icelandair
Kári Árnason á æfingu í Schruns í dag.
Kári Árnason á æfingu í Schruns í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins, segist vera kominn í annað hlutverk í liðinu en áður. Reiknað er með að Sverrir Ingi Ingason taki stöðu Kára í byrjunarliðinu í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar gegn Sviss á laugardaginn.

„Ég er kominn kannski í svolítið annað hlutverk. Það er svolítið erfitt stundum að taka aftursætið og reyna að hjálpa liðinu á annan hátt. Ég ætla að leggja mig allan fram við það og vonandi get ég hjálpað við það," sagði Kári í viðtali við Fótbolta.net í Austurríki í dag.

„Ég er að sjá til þess að standardinn sé í lagi á æfingum og síðan er ég klár ef kallið kemur. Ég er að reyna að vinna fyrir sæti mínu í liðinu en ég skil vel að það þarf að yngja upp liðið og ég skil það líka."

Margir töldu að Kári myndi hætta að spila með íslenska landsliðinu eftir HM í sumar. Sjálfur segist hann hafa verið hættur.

„Ég var það í rauninni. Ég var beðinn um að halda áfram. Ég hugsaði málið og leist vel á þetta verkefni. Þetta er mitt lið og ég vil sjá þetta lið vinna. Ég held að ég geti hjálpað liðinu þó að ég spili kannski ekki hverja mínútu. Ég tel að ég geti hjálpað hvort sem ég komi inn á eða miðli af reynslu og sjái til þess að ákveðnir hlutir séu í lagi. Ég held að það sé gott fyrir liðið."

Erik Hamren tók við íslenska landsliðinu í síðustu viku og Kára líst vel á hann.

„Fyrstu kynni eru mjög góð. Hann er með ákveðinn leikstíl í huga sem hann vill sjá. Engu að síður vill hann ekki breyta of miklu í byrjun svo þetta verður keimlíkt. Við sjáum hvort við náum að gera það sem hann biður um," sagði Kári en leikmenn eru ákveðnir í að sanna sig fyrir nýjum þjálfara.

„Það er baráttuhugur í mönnum og hugur í að sýna sig fyrir nýjum þjálfara og sýna hvað menn geta," sagði Kári að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner