Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 07. júní 2024 22:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
Var út í búð þegar hann fékk símtalið - „Verður minnisstætt til eilífðar"
Icelandair
Valgeir Lunddal á æfingu á Wembley.
Valgeir Lunddal á æfingu á Wembley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Lunddal bjóst ekki við því fyrir nokkrum dögum að hann væri að fara að spila í sigri Íslands á Wembley.

Hann var kallaður inn í hópinn vegna meiðsla annarra leikmanna og kom svo við sögu undir lokin. Mögnuð kvöldstund í London.

„Þetta var bara sturlað og geggjað. Að vera kallaður inn á síðustu stundu, ná einni æfingu hér á Wembley og svo að fá að koma inn á og sprikla aðeins. Að vinna þetta stjörnulið Englands er bara geggjuð tilfinning," sagði Valgeir eftir leikinn.

„Þetta verður minnisstætt til eilífðar."

Hvað var Valgeir að gera þegar hann fékk kallið?

„Ég var bara niðri í bæ með vinum mínum. Í einhverri búð. Svo hringir Siggi Dúlla í mig. Hann segir að það hafi komið upp meiðsli og að sjálfsögðu er ég klár. Ég flýg þremur tímum seinna. Þetta var alvöru stund."

„Ég er mættur með takkaskó og klár í þetta. Ég vissi að ég væri nálægt þessu, en þetta var ekki alveg stundin sem ég var að búast við símtalinu. Það rættist vel úr þessu," sagði Valgeir og brosti.

„Þetta var einmitt það sem við þurftum sem þjóð. Að ná að sýna hvað við getum gert. Við getum unnið þessi stóru lið. Að halda hreinu á móti þessu liði og skora eitt mark... við hefðum getað skorað önnur tvö. Þetta var bara geggjað."

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner