Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fös 07. júní 2024 22:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
Var út í búð þegar hann fékk símtalið - „Verður minnisstætt til eilífðar"
Icelandair
Valgeir Lunddal á æfingu á Wembley.
Valgeir Lunddal á æfingu á Wembley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Lunddal bjóst ekki við því fyrir nokkrum dögum að hann væri að fara að spila í sigri Íslands á Wembley.

Hann var kallaður inn í hópinn vegna meiðsla annarra leikmanna og kom svo við sögu undir lokin. Mögnuð kvöldstund í London.

„Þetta var bara sturlað og geggjað. Að vera kallaður inn á síðustu stundu, ná einni æfingu hér á Wembley og svo að fá að koma inn á og sprikla aðeins. Að vinna þetta stjörnulið Englands er bara geggjuð tilfinning," sagði Valgeir eftir leikinn.

„Þetta verður minnisstætt til eilífðar."

Hvað var Valgeir að gera þegar hann fékk kallið?

„Ég var bara niðri í bæ með vinum mínum. Í einhverri búð. Svo hringir Siggi Dúlla í mig. Hann segir að það hafi komið upp meiðsli og að sjálfsögðu er ég klár. Ég flýg þremur tímum seinna. Þetta var alvöru stund."

„Ég er mættur með takkaskó og klár í þetta. Ég vissi að ég væri nálægt þessu, en þetta var ekki alveg stundin sem ég var að búast við símtalinu. Það rættist vel úr þessu," sagði Valgeir og brosti.

„Þetta var einmitt það sem við þurftum sem þjóð. Að ná að sýna hvað við getum gert. Við getum unnið þessi stóru lið. Að halda hreinu á móti þessu liði og skora eitt mark... við hefðum getað skorað önnur tvö. Þetta var bara geggjað."

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner