Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   lau 07. október 2023 11:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Laufdal spáir í 8. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Arnar Laufdal.
Arnar Laufdal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skákar Arteta Pep?
Skákar Arteta Pep?
Mynd: EPA
Búinn að smíða geggjað Football Manager lið.
Búinn að smíða geggjað Football Manager lið.
Mynd: Getty Images
Harry Wilson verður vel tengdur.
Harry Wilson verður vel tengdur.
Mynd: Getty Images
Þægilegt fyrir Liverpool gegn Brighton.
Þægilegt fyrir Liverpool gegn Brighton.
Mynd: EPA
Áttunda umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer af stað í hádeginu og lýkur á morgun; sunnudag.

Markahæsti leikmaður Bestu deildar karla, Emil Atlason, spáði í síðustu umferð og var með þrjá leiki rétta.

Nú er komið að Arnari Laufdal, fréttamanni Fótbolta.net og þáttarstjórnanda Ungstirnanna. Svona spáir hann í spilin:

Luton 0 - 3 Tottenham (laugardagur 11:30)
Þetta verður auðvelt fyrir Spurs það er nokkuð ljóst og Spurs verða komnir á toppinn þegar leikurinn er flautaður af. Ég sé fyrir mér að Son skori tvö og Kulusevski eitt. Ef ekki væri reyndar smá fallegt að sjá Luton fá gefins vítaspyrnudóm undir lokin í stöðunni 0-0 eftir dómaraskandalinn síðustu helgi og Carlton Morris vinni þetta fyrir Luton, nei nei segi svona. Eina sem maður biður um er sanngirni í þessu, þetta er easy Spurs sigur.

Burnley 1 - 2 Chelsea (laugardagur 14:00)
Kompany ball er ekki að gera mikið fyrir mig þessa dagana. Sem Football Manager spilari er svo gaman að sjá að Todd Boehly er búinn að smíða lið sem væri geggjað í FM og ég peppa það. Sterling skorar fyrra markið svo poppar upp Nico Jackson og kemur með proper framherja mark, sé fyrir mér hann skalla eða tækla boltann í markið. Tveir útisigrar í röð hjá Chelsea.

Everton 1 - 1 Bournemouth (laugardagur 14:00)
Everton menn munu líklega mæta dýrvitlausir til leiks eftir þetta sjokkerandi tap gegn Luton síðustu helgi en það dugir ekki nægilega mikið þar sem þetta er klárlega jafnteflisleikur. Solanke kemur þeim rauðu og svörtu yfir, svo ná Everton að finna eitthvern karft í seinni og ætli þeir skori ekki bara eftir fast leikatriði.

Fulham 3 - 1 Sheffield United (laugardagur 14:00)
Þetta er byggt á mikilli óskhyggju en ef ég mætti ráða þá verður kóngurinn Harry Wilson allt í öllu hjá Fulham á morgun, eitt sturlað mark úr aukaspyrnu og tvö assist en Harry Wilson er einn sá vanmetnasti í þessari deild. Hann er búinn að fara rólega af stað en ja hérna hér það kviknar á honum gegn Sheffield.

Man Utd 2 - 1 Brentford (laugardagur 14:00)
Ég held að þetta verði óvæntur heimasigur, já óvæntur heimasigur. Thomas Frank á það til að ná í úrslit gegn stóru liðunum, ég held að Onana geri mistök í leiknum en honum verður bjargað af samherjum sínum framar á vellinum. Höjlund skeppnan skorar alltaf í þessum leik og sé fyrir mér VAR vítaspyrnudóm sem Bruno skorar úr og einn slakasti markmaður deildarinnar Mark Flekken kemur að sjálfsögðu engum vörnum við. Stuðningsmennirnir á Old Trafford öskursyngja nafn Erik Ten Hag eftir leik.

Crystal Palace 0 - 1 Nottingham Forest (laugardagur 16:30)
Held að bæði lið séu með samanlagt 17 menn á meiðslalistanum þannig þjálfararnir þurfa að leita í breiddina í hópnum og ég held að Steve Cooper muni galdra fram útisigur gegn Palace. Forest ekki þekktir fyrir marga sigra á útivelli en hann dettur núna þar sem að Taiwo Awoniyi skorar í leiknum. Anthony Elanga og Hudson Odoi ásamt Awoniyi bjóða upp á skemmtilegan dans eftir markið.

Brighton 1 - 3 Liverpool (sunnudagur 13:00)
Mac Allister, Szoboszlai og Gravenberch á miðjunni, með Salah og Diaz á köntunum, það fer bara á einn veg og það er auðveldur sigur Liverpool. Brighton að leggja allt púður í að ná í góð úrslit í Evrópudeildinni og þeir mæta þreyttir til leiks meðan að LFC voru í öðrum gír gegn USG. Ég sé ekki annað fyrir mér en bara nokkuð þægilegan sigur fyrir Liverpool.

West Ham 1 - 2 Newcastle (sunnudagur 13:00)
Ja hérna hér enn einn útisigurinn sem ég spái. fjandinn hafi það Newcastle voru að vinna PSG sannfærandi 4-1, þeir hljóta að mæta með alvöru momentum inn í þennan leik og eru með betri hvíld milli þessara leikja. Bowen með annað hvort mark eða assist svo verða þetta Almiron og Isak með mörkin hinu megin. Siggi Sörens fær sér einn kaldann eftir leik geri ég svo ráð fyrir.

Wolves 1 - 1 Aston Villa (sunnudagur 13:00)
Jú jú Ollie Watkins sjóðandi heitur og unnu Brighton 6-1 síðustu helgi, en Villa lendir á vegg líkt og City gerði. Kannski að lenda á vegg full mikið hjá mér en þeir allavega vinna ekki og þurfa að sætta sig við punktinn á erfiðum útivelli. A point on the road is a point on the road.

Arsenal 2 - 1 Manchester City (sunnudagur 15:30)
Ég held að City tapi fyrir Arsenal, ég sé fyrir mér Arteta taka trylling af gleði niðrá hliðarlínu undir lok leiks. Ég gæti þurft að eyða meiri tíma á X-inu (Twitter) á meðan leik stendur þar sem að Arsenal samfélagið er rosalegt þar inni. City tapa tveimur í röð í deildinni, ég sé ekki fyrir mér markaskorarana í þessum leik en það er bara eitthvað sem segir mér að þetta verði fyrsti sigur Arteta á Pep í Premier League.

Fyrri spámenn:
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni og hlusta á nýjasta þáttinn af Enska boltanum.
Enski boltinn - Toppuðu sig í fáránleikanum
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner
banner
banner