Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   mið 09. október 2019 11:43
Magnús Már Einarsson
Rúnar fær reglulega skilaboð frá Frökkum eftir tæklinguna á Mbappe
Icelandair
Tæklingin fræga í Guingamp í fyrra.
Tæklingin fræga í Guingamp í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Mikil læti brutust út eftir tæklinguna.  Víðir Reynisson, öryggisvörður KSÍ, mætti meðal annars inn á völlinn til að stilla til friðar.
Mikil læti brutust út eftir tæklinguna. Víðir Reynisson, öryggisvörður KSÍ, mætti meðal annars inn á völlinn til að stilla til friðar.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson segist hafa fengið fjölda skilaboða frá frönskum stuðningsmönnum eftir fræga tæklingu hans á Kylian Mbappe í vináttuleik Íslands og Frakklands í Guingamp fyrir ári síðan.

Liðin skildu jöfn 2-2 í Guingamp en allt sauð upp úr undir lokin þegar Rúnar fékk gult spjald fyrir að brjóta á Mbappe. Atvikið átti sér stað fyrir framan varamannabekk heimsmeistaranna og Frakkar voru brjálaðir eftir tæklingu Rúnars.

Sjá einnig:
Myndir: Allt sauð uppúr eftir tæklingu Rúnars á Mbappe

„Þetta er reglulega rifjað upp og ég fæ reglulega skilaboð á frönsku um þetta. Þetta er búið og gert. Þetta er eitthvað sem þurfti að gera á þessu augnabliki í leiknum," sagði Rúnar við Fótbolta.net í dag.

„Þetta var sérstakt augnablik. Hann verður ekki með núna svo þetta mun ekki endurtaka sig. Við verðum hins vegar að vera harðir. Ég held að þeir séu ekki rosalega spenntir að mæta á Laugardalsvöll og við þurfum að gera þeim lífið leitt."

Rúnar segist fá skilaboð á samfélagsmiðlum frá frönskum stuðningsmönnum þar sem þeir ræða brotið.

„Ég þekki 2-3 frönsk orð og þau koma reglulega fyrir í þessum póstum. Ég er ekki að fara á Google translate og þýða þetta. Það skiptir mig engu máli hvað stendur þarna," sagði Rúnar Már.
Athugasemdir
banner
banner