Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 09. október 2019 11:43
Magnús Már Einarsson
Rúnar fær reglulega skilaboð frá Frökkum eftir tæklinguna á Mbappe
Icelandair
Tæklingin fræga í Guingamp í fyrra.
Tæklingin fræga í Guingamp í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Mikil læti brutust út eftir tæklinguna.  Víðir Reynisson, öryggisvörður KSÍ, mætti meðal annars inn á völlinn til að stilla til friðar.
Mikil læti brutust út eftir tæklinguna. Víðir Reynisson, öryggisvörður KSÍ, mætti meðal annars inn á völlinn til að stilla til friðar.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson segist hafa fengið fjölda skilaboða frá frönskum stuðningsmönnum eftir fræga tæklingu hans á Kylian Mbappe í vináttuleik Íslands og Frakklands í Guingamp fyrir ári síðan.

Liðin skildu jöfn 2-2 í Guingamp en allt sauð upp úr undir lokin þegar Rúnar fékk gult spjald fyrir að brjóta á Mbappe. Atvikið átti sér stað fyrir framan varamannabekk heimsmeistaranna og Frakkar voru brjálaðir eftir tæklingu Rúnars.

Sjá einnig:
Myndir: Allt sauð uppúr eftir tæklingu Rúnars á Mbappe

„Þetta er reglulega rifjað upp og ég fæ reglulega skilaboð á frönsku um þetta. Þetta er búið og gert. Þetta er eitthvað sem þurfti að gera á þessu augnabliki í leiknum," sagði Rúnar við Fótbolta.net í dag.

„Þetta var sérstakt augnablik. Hann verður ekki með núna svo þetta mun ekki endurtaka sig. Við verðum hins vegar að vera harðir. Ég held að þeir séu ekki rosalega spenntir að mæta á Laugardalsvöll og við þurfum að gera þeim lífið leitt."

Rúnar segist fá skilaboð á samfélagsmiðlum frá frönskum stuðningsmönnum þar sem þeir ræða brotið.

„Ég þekki 2-3 frönsk orð og þau koma reglulega fyrir í þessum póstum. Ég er ekki að fara á Google translate og þýða þetta. Það skiptir mig engu máli hvað stendur þarna," sagði Rúnar Már.
Athugasemdir
banner
banner