Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   þri 10. september 2024 00:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Icelandair
,,Gæti ekki hrósað Sölva nóg
,,Gæti ekki hrósað Sölva nóg
Mynd: EPA

Fótbolti.net ræddi við Guðlaug Victor Pálsson eftir tap íslenska landsliðsins gegn Tyrklandi ytra í Þjoðadeildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

„Við byrjum hræðilega og eigum mjög vondan kafla fyrstu 15-20 mínúturnar. Svo náum við aðeins að komast inn í þetta en þeir voru klárlega betra liðið í dag, við vorum ekki nógu góðir á boltanum," sagði Gulli.

Guðlaugur Victor tekur fulla ábyrgð á öðru marki Tyrkja en Kerem Akturkoglu skoraði með glæsilegu skoti fyrir utan teiginn.

„Við náðum að koma til baka og fórum yfir hlutina sem við þurftum að gera betur í hálfleik. Svo skora þeir þetta mark sem ég tek 100% ábyrgð á. Þar á ég að vera mættur honum. Þeir eru bara betra liðið, við vorum eitthvað að reyna og þetta var 'off' dagur hjá okkur," sagði Gulli.

„Þetta situr í mér og mun sitja í mér í einhvern tíma. Þarna á ég bara að gera betur," sagði hann enn fremur um annað mark Tyrkja.

Sölvi Geir Ottesen hefur tekið föstu leikatriðin í gegn en liðið hefur skorað öll þrjú mörkin í síðustu tveimur leikjunum eftir hornspyrnuþ

„Sölvi er búin að koma frábærlega inn í þetta. Við erum búnir að skora þrjú mörk úr föstum leikatriðum og ekki að fá á okkur neitt úr föstum leikatriðum. Ég gæti ekki hrósað Sölva nóg fyrir sína innkomu," sagði Gulli.

Guðlaugur var eðlilega ekki sáttur með mörkin sem liðið fékk á sig.

„Ég stend hérna alveg vel pirraður. Að selja sig er ekki í boði í þessum bolta, þá verður þér refsað fyrir það. Það er nákvæmlega það sem gerðist í dag, í fyrsta og þriðja markinu líka þegar við töpum boltanum. Þetta eru þessir hlutir sem mega ekki gerast á þessu leveli."


Athugasemdir
banner