Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   þri 10. september 2024 00:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Icelandair
,,Gæti ekki hrósað Sölva nóg
,,Gæti ekki hrósað Sölva nóg
Mynd: EPA

Fótbolti.net ræddi við Guðlaug Victor Pálsson eftir tap íslenska landsliðsins gegn Tyrklandi ytra í Þjoðadeildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

„Við byrjum hræðilega og eigum mjög vondan kafla fyrstu 15-20 mínúturnar. Svo náum við aðeins að komast inn í þetta en þeir voru klárlega betra liðið í dag, við vorum ekki nógu góðir á boltanum," sagði Gulli.

Guðlaugur Victor tekur fulla ábyrgð á öðru marki Tyrkja en Kerem Akturkoglu skoraði með glæsilegu skoti fyrir utan teiginn.

„Við náðum að koma til baka og fórum yfir hlutina sem við þurftum að gera betur í hálfleik. Svo skora þeir þetta mark sem ég tek 100% ábyrgð á. Þar á ég að vera mættur honum. Þeir eru bara betra liðið, við vorum eitthvað að reyna og þetta var 'off' dagur hjá okkur," sagði Gulli.

„Þetta situr í mér og mun sitja í mér í einhvern tíma. Þarna á ég bara að gera betur," sagði hann enn fremur um annað mark Tyrkja.

Sölvi Geir Ottesen hefur tekið föstu leikatriðin í gegn en liðið hefur skorað öll þrjú mörkin í síðustu tveimur leikjunum eftir hornspyrnuþ

„Sölvi er búin að koma frábærlega inn í þetta. Við erum búnir að skora þrjú mörk úr föstum leikatriðum og ekki að fá á okkur neitt úr föstum leikatriðum. Ég gæti ekki hrósað Sölva nóg fyrir sína innkomu," sagði Gulli.

Guðlaugur var eðlilega ekki sáttur með mörkin sem liðið fékk á sig.

„Ég stend hérna alveg vel pirraður. Að selja sig er ekki í boði í þessum bolta, þá verður þér refsað fyrir það. Það er nákvæmlega það sem gerðist í dag, í fyrsta og þriðja markinu líka þegar við töpum boltanum. Þetta eru þessir hlutir sem mega ekki gerast á þessu leveli."


Athugasemdir