Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 11. júní 2024 22:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Nik eftir enn einn sigurleikinn: Gefur mér meiri hausverk
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur unnið alla sína leiki til þessa.
Breiðablik hefur unnið alla sína leiki til þessa.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við hefðum getað skorað fjögur eða fimm mörk í viðbót," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir þægilegan 5-2 sigur gegn Keflavík í átta-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  2 Keflavík

Breiðablik spilaði vel í leiknum og var sigurinn afar verðskuldaður. Kópavogsliðið var komið í 3-0 eftir aðeins 17 mínútur.

„Það var mikilvægt að stjórna leiknum og að allir leikmennirnir kæmust í gegnum þetta. Þetta var mjög fagmannleg frammistaða," sagði Nik.

Breiðablik hefur unnið alla sína leiki í sumar og er liðið með fullt hús stiga í deildinni. Er tilfinningin sú að þið munu aldrei tapa aftur?

„Við hugsum ekki um það. Gamla klisjan, tökum einn leik í einum. Við höfum verið að gera mjög vel. Við erum sterk varnarlega og erum að skapa færi. Við eigum mjög erfiðan leik á sunnudag. Við viljum halda áfram að vinna."

„Við erum öll á sömu blaðsíðu. Við erum skipulögð og leikmennirnir vita hverju við búumst við af þeim, og við vitum hvert við erum að fara," sagði Nik en það hefur margt breyst hjá Breiðabliki frá síðasta tímabili. Breytingarnar virðast hafa verið af hinu góða.

„Ég var fyrir utan á síðasta tímabili. Ég kom inn og talaði við leikmennina, og fékk þannig hugmyndir um hvað við gætum gert betur. Við höfum reynt að taka það inn. Leikmennirnir sem við höfum fengið inn hafa hjálpað mikið. Við fengum inn leikmenn sem þetta lið þurfti. Þegar einhver nýr kemur inn þá er það ferskt upphaf og fólk vill gefa sitt allt í þetta."

Katrín Ásbjörnsdóttir, sem hefur verið að stíga upp úr meiðslum, skoraði tvennu í dag.

„Hún tók tækifærið sitt. Hún var í réttri stöðu í fyrra markinu og vann svo inn vítaspyrnuna. Hún hefði getað skorað þrennu en frammistaða hennar var mjög góð. Það gefur mér enn meiri hausverk fyrir framhaldið," sagði Nik, sem er á sínu fyrsta tímabili með Blikaliðið.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner