Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   þri 11. júní 2024 22:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Nik eftir enn einn sigurleikinn: Gefur mér meiri hausverk
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur unnið alla sína leiki til þessa.
Breiðablik hefur unnið alla sína leiki til þessa.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við hefðum getað skorað fjögur eða fimm mörk í viðbót," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir þægilegan 5-2 sigur gegn Keflavík í átta-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  2 Keflavík

Breiðablik spilaði vel í leiknum og var sigurinn afar verðskuldaður. Kópavogsliðið var komið í 3-0 eftir aðeins 17 mínútur.

„Það var mikilvægt að stjórna leiknum og að allir leikmennirnir kæmust í gegnum þetta. Þetta var mjög fagmannleg frammistaða," sagði Nik.

Breiðablik hefur unnið alla sína leiki í sumar og er liðið með fullt hús stiga í deildinni. Er tilfinningin sú að þið munu aldrei tapa aftur?

„Við hugsum ekki um það. Gamla klisjan, tökum einn leik í einum. Við höfum verið að gera mjög vel. Við erum sterk varnarlega og erum að skapa færi. Við eigum mjög erfiðan leik á sunnudag. Við viljum halda áfram að vinna."

„Við erum öll á sömu blaðsíðu. Við erum skipulögð og leikmennirnir vita hverju við búumst við af þeim, og við vitum hvert við erum að fara," sagði Nik en það hefur margt breyst hjá Breiðabliki frá síðasta tímabili. Breytingarnar virðast hafa verið af hinu góða.

„Ég var fyrir utan á síðasta tímabili. Ég kom inn og talaði við leikmennina, og fékk þannig hugmyndir um hvað við gætum gert betur. Við höfum reynt að taka það inn. Leikmennirnir sem við höfum fengið inn hafa hjálpað mikið. Við fengum inn leikmenn sem þetta lið þurfti. Þegar einhver nýr kemur inn þá er það ferskt upphaf og fólk vill gefa sitt allt í þetta."

Katrín Ásbjörnsdóttir, sem hefur verið að stíga upp úr meiðslum, skoraði tvennu í dag.

„Hún tók tækifærið sitt. Hún var í réttri stöðu í fyrra markinu og vann svo inn vítaspyrnuna. Hún hefði getað skorað þrennu en frammistaða hennar var mjög góð. Það gefur mér enn meiri hausverk fyrir framhaldið," sagði Nik, sem er á sínu fyrsta tímabili með Blikaliðið.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner