Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs var að vonum gríðarlega ánægður með sigur Þórs gegn KFA í Mjólkurbikarnum í dag.
Lestu um leikinn: Þór 5 - 1 KFA
„Ég er sáttur með frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við pínu kærulausir í lok fyrri hálfleiks og að hluta til í síðari hálfleik. Mér fannst við geta nýtt yfirburðina ennþá meira og áttum að skora miklu fleiri mörk," sagði Siggi.
„Þetta er framhald af undirbúningstímabilinu hjá okkur. Það er kraftur í okkur, leikmenn búnir að vera góðir, búnir að æfa vel. Krafturinn og stemningin í hópnum er góð og leikmennirnir sólgnir í að byrja þetta mót og fara að sýna okkur," sagði Siggi.
Mikael Nikulásson þjálfari KFA sagði að þeir hafi verið að mæta einu besta liði landslins í Þór.
„Hann er nú bara held ég að grínast í mér. Við vorum góðir í dag. Við þurfum að átta okkur á því að við getum gert ennþá betur," sagði Siggi.
Þá sagði Siggi að Marc Rochester væri að stíga upp úr meiðslum og væri líklega klár fyrir næsta leik.