Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fim 15. ágúst 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í aðeins öðruvísi hlutverki - „Kæmi aldrei til greina að láta sig hverfa"
Kvenaboltinn
Elísa Viðarsdóttir með Íslandsmeistaraskjöldinn í fyrra.
Elísa Viðarsdóttir með Íslandsmeistaraskjöldinn í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa í leik með Val.
Elísa í leik með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er leikurinn sem við öll viljum vera í og taka þátt í. Þetta er að bresta á og við erum bara vel stemmdar," sagði Elísa Viðarsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Framundan á morgun er bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks, tveggja bestu liða landsins.

„Þetta eru tvö bestu lið landsins og þau tvö lið sem hafa dómínerað þetta undanfarin ár. Við gætum ekki beðið um betri andstæðing."

„Þetta eru alltaf hörkuleikir og við þekkjum hvor aðra í raun og veru út og inn. Þessir leikir ráðast oft á smáatriðum."

Elísa kom til baka fyrr í sumar eftir að hafa eignast sitt annað barn í mars síðastliðnum. Hún er mikil fyrirmynd en hún spilaði sinn fyrsta leik í endurkomunni í maí síðastliðnum og hefur komið við sögu í sex leikjum í sumar.

„Það hefur gengið vel og líkaminn er að nálgast gott form. Ég er að vinna í því alla daga að koma mér á völlinn og það gengur vel. Ég bíð eftir tækifærinu," segir Elísa.

„Mér hefur liðið vel þegar ég hef stigið inn á völlinn en við erum með hörkulið í Val og ég treysti þjálfarateyminu til að velja besta liðið hverju sinni. Ég er í aðeins öðruvísi hlutverki núna og reyni að sinna því vel en ég hlakka til að fá stærra hlutverk innan vallar."

Elísa, sem hefur verið lykilmaður í liði Vals síðustu árin, er með sterka rödd í klefanum. „Ég reyni að hjálpa stelpunum að verða betri og ýti aðeins á þær. Maður gefur ekkert eftir. Ég vona að reynslan og röddin hafi eitthvað vægi. Það kæmi aldrei til greina að láta sig hverfa. Ég vil bara hjálpa liðinu, í sama hvaða verkefni sem það er," segir hún.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner