Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
   fim 15. ágúst 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í aðeins öðruvísi hlutverki - „Kæmi aldrei til greina að láta sig hverfa"
Kvenaboltinn
Elísa Viðarsdóttir með Íslandsmeistaraskjöldinn í fyrra.
Elísa Viðarsdóttir með Íslandsmeistaraskjöldinn í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa í leik með Val.
Elísa í leik með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er leikurinn sem við öll viljum vera í og taka þátt í. Þetta er að bresta á og við erum bara vel stemmdar," sagði Elísa Viðarsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Framundan á morgun er bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks, tveggja bestu liða landsins.

„Þetta eru tvö bestu lið landsins og þau tvö lið sem hafa dómínerað þetta undanfarin ár. Við gætum ekki beðið um betri andstæðing."

„Þetta eru alltaf hörkuleikir og við þekkjum hvor aðra í raun og veru út og inn. Þessir leikir ráðast oft á smáatriðum."

Elísa kom til baka fyrr í sumar eftir að hafa eignast sitt annað barn í mars síðastliðnum. Hún er mikil fyrirmynd en hún spilaði sinn fyrsta leik í endurkomunni í maí síðastliðnum og hefur komið við sögu í sex leikjum í sumar.

„Það hefur gengið vel og líkaminn er að nálgast gott form. Ég er að vinna í því alla daga að koma mér á völlinn og það gengur vel. Ég bíð eftir tækifærinu," segir Elísa.

„Mér hefur liðið vel þegar ég hef stigið inn á völlinn en við erum með hörkulið í Val og ég treysti þjálfarateyminu til að velja besta liðið hverju sinni. Ég er í aðeins öðruvísi hlutverki núna og reyni að sinna því vel en ég hlakka til að fá stærra hlutverk innan vallar."

Elísa, sem hefur verið lykilmaður í liði Vals síðustu árin, er með sterka rödd í klefanum. „Ég reyni að hjálpa stelpunum að verða betri og ýti aðeins á þær. Maður gefur ekkert eftir. Ég vona að reynslan og röddin hafi eitthvað vægi. Það kæmi aldrei til greina að láta sig hverfa. Ég vil bara hjálpa liðinu, í sama hvaða verkefni sem það er," segir hún.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner