Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 15. ágúst 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í aðeins öðruvísi hlutverki - „Kæmi aldrei til greina að láta sig hverfa"
Kvenaboltinn
Elísa Viðarsdóttir með Íslandsmeistaraskjöldinn í fyrra.
Elísa Viðarsdóttir með Íslandsmeistaraskjöldinn í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa í leik með Val.
Elísa í leik með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er leikurinn sem við öll viljum vera í og taka þátt í. Þetta er að bresta á og við erum bara vel stemmdar," sagði Elísa Viðarsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Framundan á morgun er bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks, tveggja bestu liða landsins.

„Þetta eru tvö bestu lið landsins og þau tvö lið sem hafa dómínerað þetta undanfarin ár. Við gætum ekki beðið um betri andstæðing."

„Þetta eru alltaf hörkuleikir og við þekkjum hvor aðra í raun og veru út og inn. Þessir leikir ráðast oft á smáatriðum."

Elísa kom til baka fyrr í sumar eftir að hafa eignast sitt annað barn í mars síðastliðnum. Hún er mikil fyrirmynd en hún spilaði sinn fyrsta leik í endurkomunni í maí síðastliðnum og hefur komið við sögu í sex leikjum í sumar.

„Það hefur gengið vel og líkaminn er að nálgast gott form. Ég er að vinna í því alla daga að koma mér á völlinn og það gengur vel. Ég bíð eftir tækifærinu," segir Elísa.

„Mér hefur liðið vel þegar ég hef stigið inn á völlinn en við erum með hörkulið í Val og ég treysti þjálfarateyminu til að velja besta liðið hverju sinni. Ég er í aðeins öðruvísi hlutverki núna og reyni að sinna því vel en ég hlakka til að fá stærra hlutverk innan vallar."

Elísa, sem hefur verið lykilmaður í liði Vals síðustu árin, er með sterka rödd í klefanum. „Ég reyni að hjálpa stelpunum að verða betri og ýti aðeins á þær. Maður gefur ekkert eftir. Ég vona að reynslan og röddin hafi eitthvað vægi. Það kæmi aldrei til greina að láta sig hverfa. Ég vil bara hjálpa liðinu, í sama hvaða verkefni sem það er," segir hún.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner