Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   fim 15. ágúst 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í aðeins öðruvísi hlutverki - „Kæmi aldrei til greina að láta sig hverfa"
Kvenaboltinn
Elísa Viðarsdóttir með Íslandsmeistaraskjöldinn í fyrra.
Elísa Viðarsdóttir með Íslandsmeistaraskjöldinn í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa í leik með Val.
Elísa í leik með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er leikurinn sem við öll viljum vera í og taka þátt í. Þetta er að bresta á og við erum bara vel stemmdar," sagði Elísa Viðarsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Framundan á morgun er bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks, tveggja bestu liða landsins.

„Þetta eru tvö bestu lið landsins og þau tvö lið sem hafa dómínerað þetta undanfarin ár. Við gætum ekki beðið um betri andstæðing."

„Þetta eru alltaf hörkuleikir og við þekkjum hvor aðra í raun og veru út og inn. Þessir leikir ráðast oft á smáatriðum."

Elísa kom til baka fyrr í sumar eftir að hafa eignast sitt annað barn í mars síðastliðnum. Hún er mikil fyrirmynd en hún spilaði sinn fyrsta leik í endurkomunni í maí síðastliðnum og hefur komið við sögu í sex leikjum í sumar.

„Það hefur gengið vel og líkaminn er að nálgast gott form. Ég er að vinna í því alla daga að koma mér á völlinn og það gengur vel. Ég bíð eftir tækifærinu," segir Elísa.

„Mér hefur liðið vel þegar ég hef stigið inn á völlinn en við erum með hörkulið í Val og ég treysti þjálfarateyminu til að velja besta liðið hverju sinni. Ég er í aðeins öðruvísi hlutverki núna og reyni að sinna því vel en ég hlakka til að fá stærra hlutverk innan vallar."

Elísa, sem hefur verið lykilmaður í liði Vals síðustu árin, er með sterka rödd í klefanum. „Ég reyni að hjálpa stelpunum að verða betri og ýti aðeins á þær. Maður gefur ekkert eftir. Ég vona að reynslan og röddin hafi eitthvað vægi. Það kæmi aldrei til greina að láta sig hverfa. Ég vil bara hjálpa liðinu, í sama hvaða verkefni sem það er," segir hún.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir