Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 15. ágúst 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mæta með nýjan leikmann í úrslitaleikinn - „Ánægður að þetta gekk allt upp"
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samantha Smith, nýr leikmaður Breiðabliks.
Samantha Smith, nýr leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Breiðablik
„Ég hlakka til. Það er mikil spenna í loftinu. Það eru nokkur ár síðan ég fór í bikarúrslitaleik og það er gaman að komast þangað aftur," segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net.

Framundan á morgun er bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks, tveggja bestu liða landsins.

Nik fór einu sinni í bikarúrslitaleik þegar hann var þjálfari Þróttar en þá töpuðu Þróttarar stórt gegn einmitt Breiðabliki.

„Þetta fór ekki eins og ég vildi síðast, en vonandi verður það öðruvísi núna. Stelpunum hlakkar til og spennan er að magnast."

Breiðablik bætti við sig nýjum leikmanni fyrir þennan leik en Samantha Smith er komin á láni frá FHL. Samantha skoraði 15 mörk í Lengjudeildinni í sumar.

„Ég fylgist vel með leikmönnum og vissi aðeins um hennar feril áður en hún kom til Íslands. Við vorum ekki að leita að sóknarmanni fyrir tímabilið. Kristín Dís kom fyrir stuttu og við skoðuðum möguleikana. Mér fannst við þurfa öðruvísi ógn. Hún kemur með reynslu þrátt fyrir að vera bara 24 ára; hún spilaði á háu stigi í háskóla í Bandaríkjunum. Ég er líka góður vinur Kalla (þjálfara FHL), við töluðum um þetta og hann var tilbúinn að leyfa henni að fara eftir að þær komust upp úr Lengjudeildinni."

„Hún hefur verið frábær fram á við, bæði skorað og lagt upp með FHL. Hún gefur okkur fjölbreytni í sóknarleiknum," segir Nik en Anna Nurmi yfirgaf Breiðablik og fór í FH. Hún mátti það eftir að Kristín Dís Árnadóttir kom til félagsins. Það bjó til pláss fyrir Samönthu.

„Eftir leikinn á laugardaginn (gegn Þór/KA) tókum við ákvarðanir. Ég er ánægður að þetta gekk allt upp," segir Nik.

Hann vonast til að Breiðablik sýni betri frammistöðu á föstudaginn en í síðasta leik gegn Val. „Ég veit að við munum spila betur og vonandi verður það því betri leikur líka fyrir áhorfendurna."

Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner