Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 16. júlí 2021 23:02
Helga Katrín Jónsdóttir
Eiður: Þetta hefði getað dottið báðum megin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik sigraði Val 4-3 í kvöld í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í ótrúlegum leik. Þetta þýðir að Breiðablik mætir Þrótti Reykjavík í úrslitum. Eiður var svekktur eftir leikinn:

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  3 Valur

„Mikið svekkelsi. Bæði lið lögðu allt í sölurnar. Hvorugt liðið átti skilið að tapa en svona fór þetta bara."

Valur tapaði síðasta leik gegn Breiðablik illa en voru ívið sterkari á stórum köflum í leiknum í dag.

„Já klárlega, miklu ferskari og mættum þeim almennilega í öllum návígum. Síðasti leikur var bara mjög slakur af okkar hálfu, við ætluðum ekki að láta það koma fyrir aftur. Við vorum bara hræddar þá en vorum það ekki í dag og sýndum góðan karakter. Þetta hefði getað dottið báðum megin."

„Mér fannst mörkin þeirra full auðveld en auðvitað eru mörk í fótbolta bara mistök hins liðsins. Hefðum mátt vera aðeins snarpari í fyrri hálfeik en við löguðum það í seinni. Við vinnum saman og töpum saman."

Fanndís jafnaði fyrir Val í uppbótartíma og allt stefndi í framlengingu en Áslaug Munda var ekki á því og kom Blikum yfir stuttu síðar. Hvað gerðist eftir jöfnunarmarkið?

„Ég þarf bara að sjá þetta aftur. Mér sýnist vera eitthvað samskiptaleysi og Lillý misreiknar boltann og hleypir Áslaugu Mundu í gegn. Þetta var bara röð mistaka en ég verð að sjá þetta aftur."

Viðtalið við Eið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner